Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Lítur á stóru ræstingafyrirtækin sem starfsmannaleigur

Val­gerð­ur Árna­dótt­ir, vara­þing­mað­ur Pírata, vill kanna það hvort út­vist­un ræst­inga­þjón­ustu hins op­in­bera sé rétt­læt­an­leg með til­liti til kjara starfs­fólks. Hún vill einnig fá að vita hvort ein­hver ræst­inga­fyr­ir­tæki fái samn­inga við rík­ið um­fram önn­ur.

Lítur á stóru ræstingafyrirtækin sem starfsmannaleigur
Valgerði Árnadóttur, varaþingmanni Pírata, þykir ekki réttlætanlegt að ríki og opinberar stofnanir útvisti ræstingarstörfum í nafni hagræðingar bitni það á þeim sem inna störfin af hendi.

Valgerður Árnadóttir, varaþingmaður Pírata, vill ganga úr skugga um að útvistun ræstingaþjónustu hjá hinu opinbera feli í raun í sér sparnað. Enn fremur vill hún vita hvort sá sparnaður væri þá réttlætanlegur með tilliti til lakra kjara ræstingafólks.

Varaþingmaðurinn sendi á dögunum fyrirspurn til félags- og vinnumarkaðsráðherra um málið. 

Valgerður greindi frá því í Facebook-færslu að hún þekkti starfsvettvanginn nokkuð þar sem hún starfaði við ræstingar hjá Reykjavíkurborg þrisvar í viku þegar hún var í menntaskóla. Þar hafi hún upplifað sig sem hluta af vinnustaðnum – hafi mætt á árshátíðir og þekkt starfsfólkið.

„Svo fór ég að starfa fyrir ISS sem nú heitir Dagar og þá þurfti ég að þrífa miklu stærra húsnæði 5 sinnum í viku fyrir sömu laun,“ skrifar hún. „Á staðnum sem ég þreif fyrir ISS var ég ósýnileg, þekkti engan og var ekki hluti af vinnustað, fyrir utan að búa við lakari kjör,“ skrifar hún.

Kjósa
65
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ólafur Garðarsson skrifaði
    Hef aðeins fengið sýn á þau kjör sem ræstingafólki er boðið í þessum fyrirtækjum. Ætla samt ekki að segja að þau séu öll með sömu kjörin en mig grunar að fyrirtækið sem nákomin mér prófaði að vinna hjá sé eitt af þeim skárri fyrir starfsfólkið. Ætlast var til afkasta sem ég mundi telja yfir mörkum hins eðlilega. Að ein manneskja klári t.d. heilann leikskóla, 3 klósett, eldhús, 2 salir og skrifstofur á 3 klst. Ég hugsaði með mér, þetta getur ekki verið vel þrifið í þessum tímaramma. Ræstitæknir getur verið lengur en fær ekkert borgað umfram þessar 3 klst. Hefði talið að það þyrfti tvær manneskjur í þetta tiltekna verk. Sóst er eftir að fá innflytjendur/flóttamenn í þessi störf. Þau sætta sig við lægri laun og eru ólíklegri að vera með uppsteit vegna vinnutíma, aðstöðu eða annars. Það er mikil samkeppni á þessum markaði og þess vegna þarf að setja regluverk um þetta svo fyrirtækin standi jafnt og þurfi ekki að freystast til að láta keppnina bitna á kjörum og aðstöðu starfsfólksins.
    9
  • Asmundur Richardsson skrifaði
    Flott fyrirspurn og nauðsynleg.
    10
  • Anna Bjarnadóttir skrifaði
    Það er skömm að þessari útvistunarstefnu ríkis og sveitafélaga!
    7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stefnuræða forsætisráðherra: „Hvar annars staðar en á Íslandi gæti þetta gerst?“
2
Fréttir

Stefnuræða for­sæt­is­ráð­herra: „Hvar ann­ars stað­ar en á Ís­landi gæti þetta gerst?“

Kristrún Frosta­dótt­ir jós sam­starfs­kon­ur sín­ar lofi í stefnuræðu for­sæt­is­ráð­herra og sagði að burt­séð frá póli­tísk­um skoð­un­um mætt­um við öll vera stolt af Ingu Sæ­land. Hún minnt­ist einnig Ólaf­ar Töru Harð­ar­dótt­ur sem var jarð­sung­in í dag og hét því að bæta rétt­ar­kerf­ið fyr­ir brota­þola of­beld­is.
Áhrif almennings á þróun stjórnmála og samfélags
6
GagnrýniLýðræði í mótun

Áhrif al­menn­ings á þró­un stjórn­mála og sam­fé­lags

Ás­geir Brynj­ar Torfa­son rýn­ir í verk­ið Lýð­ræði í mót­un eft­ir Hrafn­kel Lárus­son sem bygg­ir hana á doktors­rit­gerð sinni frá ár­inu 2021 við Há­skóla Ís­lands. Far­ið er yf­ir for­send­ur lýð­ræð­is­þró­un­ar ára­tug­ina frá því Ís­lend­ing­ar fengu stjórn­ar­skrá, af­henta af Dana­kon­ungi gerða upp úr þeirri dönsku, ár­ið 1874. Rann­sókn­ar­tíma­bil­inu lýk­ur þeg­ar ný kosn­inga­lög taka gildi ár­ið 1915.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er náttúrlega gangandi kraftaverk“
6
Viðtal

„Ég er nátt­úr­lega gang­andi krafta­verk“

Þeg­ar Thelma Björk Jóns­dótt­ir fata­hönn­uð­ur, jóga- og hug­leiðslu­kenn­ari og þriggja barna móð­ir, fann fyr­ir hnúð í öðru brjóst­inu fékk hún ekki að fara strax í skimun. Nokkr­um mán­uð­um síð­ar greind­ist hún með mein­vörp í bein­um, sem hald­ið er niðri með lyfj­um. Hún seg­ir vald­efl­andi að eiga þátt í eig­in bata, með heild­rænni nálg­un og já­kvæðu hug­ar­fari. Hún seg­ir frá þessu, stóru ást­inni og gjöf­inni sem fólst í því að eign­ast barn með downs-heil­kenni.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár