Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Google gerir þagnarskyldusamninga við fjölmiðla

Efstu nið­ur­stöð­urn­ar sem koma upp þeg­ar leit­að er í leit­ar­vél Google eru iðu­lega frétt­ir eða frétta­tengt efni. Á sam­fé­lags­miðl­um fara fram um­ræð­ur um frétt­ir. Fyr­ir­lesar­an­ir Anya Schif­fr­in og Haar­is Mateen hafa rann­sak­að þau verð­mæti sem skap­ast hafa hjá miðl­um s.s. Google og Face­book vegna frétta­efn­is sem er dreift þar.

Google gerir þagnarskyldusamninga við fjölmiðla
Anya Schiffrin var með erindi á málþingi fyrr í dag um fjölmiðla. Mynd: Skjáskot

N

ýlega birtu þau Anya Schiffrin og Haaris Mateen grein um það hvað Google og Meta skuldi fjölmiðlum fyrir það að þeir birti greinar á samfélagsmiðlum fyrirtækjanna. Komust þau að þeirri niðurstöðu að fyrirtækin tvö skuldi bandarískum fjölmiðlum 13 billjónir dollara, sem eru um það bil 1.830 billjónir íslenskra króna.

Schiffrin, sem er forstöðumaður tækni, fjölmiðla- og samskiptadeildar School of International and Public Affairs við Columbia-háskóla í New York, og Mateen, sem er hagfræðingur og kennari við Houston-háskóla, héldu erindi á málþingi um fjölmiðla á tímum stafrænnar byltingar fyrr í dag. 

Þau skoðuðu lög sem sett voru í Ástralíu þar sem Google og Meta var gert að greiða fjölmiðlum fyrir að dreifa efni þeirra á samfélagsmiðlunum. Síðan könnuðu þau hvort að önnur lönd stefndu að því að innleiða slík lög. Komust þau að því að um heim allan er Google að gera þagnarskyldusamninga við fjölmiðlafyrirtæki og greiða þeim eingreiðslur í stað þess að greiða fyrir hverja dreifingu fréttaefnis. 

Ef ný lög um fjölmiðlasamkeppni í Bandaríkjunum verða samþykkt mun Google og Meta verða skylt að greiða fjölmiðlum fyrir að birta greinar á samfélagsmiðlum sínum. 

Ættu fjölmiðlar að vera þakklátir fyrir Google?

Rannsakendurnir skoðuðu hve miklar tekjur Google og Meta eru af auglýsingum og efni þeim tengdum. Í grein á Poynter svara þau meðal annars spurningunni hvort að fjölmiðlar ættu ekki að vera þakklátir fyrir að Google sendi fólk á vefmiðla þeirra. Í svari þeirra segja þau að Google vissi vel að það að búa til góða leitarvél myndi draga úr því að fólk leitaði beint á vefsíðum fréttamiðla.  

Þau skýra þetta með eftirfarandi myndlíkingu: „Ímyndaðu þér að þú eigir bakarí sem selur gómsætar bláberjamúffur. Á hverjum morgni kemur einhver og rífur efsta lagið ofan af þeim, en skilur eftir þurra neðri partinn. Þegar það er ljóst að það er ómögulegt að selja neðsta hlutann er þér sagt að þú þurfir „nýtt viðskiptamódel.““

„Smá kaldhæðnislegt að stærstu auglýsingafyrirtæki í heiminum eru að segja útgefendum að snúa sér að áskriftum.“ Í greininni leggja þau áherslu á verðmætin sem skapast á kerfum líkt og Google og Facebook vegna fréttaefnis. 

Í fyrirlestrinum fyrr í dag sagði Haaris að oftast væru fyrstu leitarniðurstöðurnar sem kæmu upp á Google hlekkir á fréttir. Á samfélagsmiðlum færu síðan fram samskipti um fréttirnar. 

Niðurstaða þeirra er að samfélagsmiðlar og fjölmiðlar græði báðir hvor á öðrum. Þeir ættu því að vinna saman og fá jafnan hluta af þeim tekjum sem skapast. Á núverandi fyrirkomulagi græða Google og Meta talsvert meira en fjölmiðlarnir. 

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
6
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár