Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Google gerir þagnarskyldusamninga við fjölmiðla

Efstu nið­ur­stöð­urn­ar sem koma upp þeg­ar leit­að er í leit­ar­vél Google eru iðu­lega frétt­ir eða frétta­tengt efni. Á sam­fé­lags­miðl­um fara fram um­ræð­ur um frétt­ir. Fyr­ir­lesar­an­ir Anya Schif­fr­in og Haar­is Mateen hafa rann­sak­að þau verð­mæti sem skap­ast hafa hjá miðl­um s.s. Google og Face­book vegna frétta­efn­is sem er dreift þar.

Google gerir þagnarskyldusamninga við fjölmiðla
Anya Schiffrin var með erindi á málþingi fyrr í dag um fjölmiðla. Mynd: Skjáskot

N

ýlega birtu þau Anya Schiffrin og Haaris Mateen grein um það hvað Google og Meta skuldi fjölmiðlum fyrir það að þeir birti greinar á samfélagsmiðlum fyrirtækjanna. Komust þau að þeirri niðurstöðu að fyrirtækin tvö skuldi bandarískum fjölmiðlum 13 billjónir dollara, sem eru um það bil 1.830 billjónir íslenskra króna.

Schiffrin, sem er forstöðumaður tækni, fjölmiðla- og samskiptadeildar School of International and Public Affairs við Columbia-háskóla í New York, og Mateen, sem er hagfræðingur og kennari við Houston-háskóla, héldu erindi á málþingi um fjölmiðla á tímum stafrænnar byltingar fyrr í dag. 

Þau skoðuðu lög sem sett voru í Ástralíu þar sem Google og Meta var gert að greiða fjölmiðlum fyrir að dreifa efni þeirra á samfélagsmiðlunum. Síðan könnuðu þau hvort að önnur lönd stefndu að því að innleiða slík lög. Komust þau að því að um heim allan er Google að gera þagnarskyldusamninga við fjölmiðlafyrirtæki og greiða þeim eingreiðslur í stað þess að greiða fyrir hverja dreifingu fréttaefnis. 

Ef ný lög um fjölmiðlasamkeppni í Bandaríkjunum verða samþykkt mun Google og Meta verða skylt að greiða fjölmiðlum fyrir að birta greinar á samfélagsmiðlum sínum. 

Ættu fjölmiðlar að vera þakklátir fyrir Google?

Rannsakendurnir skoðuðu hve miklar tekjur Google og Meta eru af auglýsingum og efni þeim tengdum. Í grein á Poynter svara þau meðal annars spurningunni hvort að fjölmiðlar ættu ekki að vera þakklátir fyrir að Google sendi fólk á vefmiðla þeirra. Í svari þeirra segja þau að Google vissi vel að það að búa til góða leitarvél myndi draga úr því að fólk leitaði beint á vefsíðum fréttamiðla.  

Þau skýra þetta með eftirfarandi myndlíkingu: „Ímyndaðu þér að þú eigir bakarí sem selur gómsætar bláberjamúffur. Á hverjum morgni kemur einhver og rífur efsta lagið ofan af þeim, en skilur eftir þurra neðri partinn. Þegar það er ljóst að það er ómögulegt að selja neðsta hlutann er þér sagt að þú þurfir „nýtt viðskiptamódel.““

„Smá kaldhæðnislegt að stærstu auglýsingafyrirtæki í heiminum eru að segja útgefendum að snúa sér að áskriftum.“ Í greininni leggja þau áherslu á verðmætin sem skapast á kerfum líkt og Google og Facebook vegna fréttaefnis. 

Í fyrirlestrinum fyrr í dag sagði Haaris að oftast væru fyrstu leitarniðurstöðurnar sem kæmu upp á Google hlekkir á fréttir. Á samfélagsmiðlum færu síðan fram samskipti um fréttirnar. 

Niðurstaða þeirra er að samfélagsmiðlar og fjölmiðlar græði báðir hvor á öðrum. Þeir ættu því að vinna saman og fá jafnan hluta af þeim tekjum sem skapast. Á núverandi fyrirkomulagi græða Google og Meta talsvert meira en fjölmiðlarnir. 

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
1
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
2
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.
Einvígi Guðmundar Inga og Jódísar
5
Fréttir

Ein­vígi Guð­mund­ar Inga og Jó­dís­ar

Jó­dís Skúla­dótt­ir seg­ist hugsi yf­ir hversu dýru verði mála­miðl­an­ir Vinstri grænna í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu hafi ver­ið keypt­ar. Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son seg­ir fylgi hreyf­ing­ar­inn­ar í skoð­ana­könn­un­um vera langt und­ir vænt­ing­um en seg­ist full­viss um að þau muni upp­skera meira í kosn­ing­um en kann­an­ir gefa til kynna. Guð­mund­ur Ingi er starf­andi formað­ur Vinstri grænna og Jó­dís vara­formað­ur þing­flokks­ins. Bæði gefa þau kost á sér í embætti vara­for­manns hreyf­ing­ar­inn­ar sem kos­ið verð­ur um á lands­fundi VG um helg­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
1
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
5
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
9
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
7
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
9
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár