Fasteignafélagið Reginn borgaði alls 135,4 milljónir króna í laun til þeirra tveggja manna sem sinntu starfi forstjóra hjá félaginu á árinu 2023. Helgi S. Gunnarsson, sem verið hafði forstjóri frá árinu 2009, tilkynnti í apríl í fyrra að hann myndi hætta störfum hjá félaginu. Í hans stað var ráðinn Halldór Benjamín Þorbergsson, sem áður var framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Halldór Benjamín hóf störf í sumarbyrjun.
Í nýlega birtum ársreikningi Regins kemur fram að Helgi hafi fengið alls 72 milljónir króna í laun og aðrar greiðslur frá Regin á árinu 2023. Það er 23 prósent meira en hann fékk í heildarlaun á árinu 2022 þrátt fyrir að Helgi hafi látið af störfum hjá Regin í fyrrasumar. Halldór Benjamín fékk svo 63,4 milljónir króna í laun fyrir um rúmlega sex mánaða starf.
Í ársreikningi Regins er tiltekið að í gildi sé hvatakerfi fyrir æðstu stjórnendur félagsins þar sem ávinningur lykilstjórnenda geti að mestu …
Athugasemdir (1)