Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sigurður með 1,8 milljónir á mánuði fyrir stjórnarformennsku í Kviku

Fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðn­að­ar­ins drýg­ir tekj­ur sín­ar um­tals­vert með því að sitja sem stjórn­ar­formað­ur Kviku banka.

Sigurður með 1,8 milljónir  á mánuði fyrir stjórnarformennsku í Kviku
Framkvæmdastjóri Sigurður Hannesson hefur verið framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins frá árinu 2017. Mynd: SI

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fékk alls 21,5 milljónir króna í laun fyrir að vera stjórnarformaður Kviku banka. Það gera um 1,8 milljónir króna á mánuði að meðaltali. Laun Sigurðar fyrir stjórnarformennskuna hækkuðu á milli ára en hann var með tæplega 1,7 milljónir króna á mánuði árið 2022. 

Samkvæmt hátekjulista Heimildarinnar, sem birtur var í ágúst í fyrra, var Sigurður sá hagsmunavörður landsins sem var með hæstu launin árið 2022. Að meðaltali voru mánaðarlaun hans það ár rúmlega 4,1 milljón króna. Þar var um að ræða bæði laun hans fyrir að sinna starfi framkvæmdastjóra einna stærstu hagsmunagæslusamtaka landsins og þau laun sem hann þáði fyrir stjórnarformennsku í Kviku. 

Sig­urður var fyrst kjör­inn í stjórn Kviku banka á aðal­fundi hans í lok mars 2020. Hann hefur verið fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðn­að­ar­ins frá miðju ári 2017 en starf­aði þar áður um nokk­urra ára skeið sem fram­kvæmda­stjóri á eigna­stýr­ing­ar­sviði Kviku banka.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Getur hann lifað af þessari upphæð ?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu