Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fékk alls 21,5 milljónir króna í laun fyrir að vera stjórnarformaður Kviku banka. Það gera um 1,8 milljónir króna á mánuði að meðaltali. Laun Sigurðar fyrir stjórnarformennskuna hækkuðu á milli ára en hann var með tæplega 1,7 milljónir króna á mánuði árið 2022.
Samkvæmt hátekjulista Heimildarinnar, sem birtur var í ágúst í fyrra, var Sigurður sá hagsmunavörður landsins sem var með hæstu launin árið 2022. Að meðaltali voru mánaðarlaun hans það ár rúmlega 4,1 milljón króna. Þar var um að ræða bæði laun hans fyrir að sinna starfi framkvæmdastjóra einna stærstu hagsmunagæslusamtaka landsins og þau laun sem hann þáði fyrir stjórnarformennsku í Kviku.
Sigurður var fyrst kjörinn í stjórn Kviku banka á aðalfundi hans í lok mars 2020. Hann hefur verið framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins frá miðju ári 2017 en starfaði þar áður um nokkurra ára skeið sem framkvæmdastjóri á eignastýringarsviði Kviku banka.
Athugasemdir (1)