Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Sigurður með 1,8 milljónir á mánuði fyrir stjórnarformennsku í Kviku

Fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðn­að­ar­ins drýg­ir tekj­ur sín­ar um­tals­vert með því að sitja sem stjórn­ar­formað­ur Kviku banka.

Sigurður með 1,8 milljónir  á mánuði fyrir stjórnarformennsku í Kviku
Framkvæmdastjóri Sigurður Hannesson hefur verið framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins frá árinu 2017. Mynd: SI

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fékk alls 21,5 milljónir króna í laun fyrir að vera stjórnarformaður Kviku banka. Það gera um 1,8 milljónir króna á mánuði að meðaltali. Laun Sigurðar fyrir stjórnarformennskuna hækkuðu á milli ára en hann var með tæplega 1,7 milljónir króna á mánuði árið 2022. 

Samkvæmt hátekjulista Heimildarinnar, sem birtur var í ágúst í fyrra, var Sigurður sá hagsmunavörður landsins sem var með hæstu launin árið 2022. Að meðaltali voru mánaðarlaun hans það ár rúmlega 4,1 milljón króna. Þar var um að ræða bæði laun hans fyrir að sinna starfi framkvæmdastjóra einna stærstu hagsmunagæslusamtaka landsins og þau laun sem hann þáði fyrir stjórnarformennsku í Kviku. 

Sig­urður var fyrst kjör­inn í stjórn Kviku banka á aðal­fundi hans í lok mars 2020. Hann hefur verið fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðn­að­ar­ins frá miðju ári 2017 en starf­aði þar áður um nokk­urra ára skeið sem fram­kvæmda­stjóri á eigna­stýr­ing­ar­sviði Kviku banka.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Getur hann lifað af þessari upphæð ?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár