Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sigurður með 1,8 milljónir á mánuði fyrir stjórnarformennsku í Kviku

Fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðn­að­ar­ins drýg­ir tekj­ur sín­ar um­tals­vert með því að sitja sem stjórn­ar­formað­ur Kviku banka.

Sigurður með 1,8 milljónir  á mánuði fyrir stjórnarformennsku í Kviku
Framkvæmdastjóri Sigurður Hannesson hefur verið framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins frá árinu 2017. Mynd: SI

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fékk alls 21,5 milljónir króna í laun fyrir að vera stjórnarformaður Kviku banka. Það gera um 1,8 milljónir króna á mánuði að meðaltali. Laun Sigurðar fyrir stjórnarformennskuna hækkuðu á milli ára en hann var með tæplega 1,7 milljónir króna á mánuði árið 2022. 

Samkvæmt hátekjulista Heimildarinnar, sem birtur var í ágúst í fyrra, var Sigurður sá hagsmunavörður landsins sem var með hæstu launin árið 2022. Að meðaltali voru mánaðarlaun hans það ár rúmlega 4,1 milljón króna. Þar var um að ræða bæði laun hans fyrir að sinna starfi framkvæmdastjóra einna stærstu hagsmunagæslusamtaka landsins og þau laun sem hann þáði fyrir stjórnarformennsku í Kviku. 

Sig­urður var fyrst kjör­inn í stjórn Kviku banka á aðal­fundi hans í lok mars 2020. Hann hefur verið fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðn­að­ar­ins frá miðju ári 2017 en starf­aði þar áður um nokk­urra ára skeið sem fram­kvæmda­stjóri á eigna­stýr­ing­ar­sviði Kviku banka.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Getur hann lifað af þessari upphæð ?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár