Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sigurður með 1,8 milljónir á mánuði fyrir stjórnarformennsku í Kviku

Fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðn­að­ar­ins drýg­ir tekj­ur sín­ar um­tals­vert með því að sitja sem stjórn­ar­formað­ur Kviku banka.

Sigurður með 1,8 milljónir  á mánuði fyrir stjórnarformennsku í Kviku
Framkvæmdastjóri Sigurður Hannesson hefur verið framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins frá árinu 2017. Mynd: SI

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fékk alls 21,5 milljónir króna í laun fyrir að vera stjórnarformaður Kviku banka. Það gera um 1,8 milljónir króna á mánuði að meðaltali. Laun Sigurðar fyrir stjórnarformennskuna hækkuðu á milli ára en hann var með tæplega 1,7 milljónir króna á mánuði árið 2022. 

Samkvæmt hátekjulista Heimildarinnar, sem birtur var í ágúst í fyrra, var Sigurður sá hagsmunavörður landsins sem var með hæstu launin árið 2022. Að meðaltali voru mánaðarlaun hans það ár rúmlega 4,1 milljón króna. Þar var um að ræða bæði laun hans fyrir að sinna starfi framkvæmdastjóra einna stærstu hagsmunagæslusamtaka landsins og þau laun sem hann þáði fyrir stjórnarformennsku í Kviku. 

Sig­urður var fyrst kjör­inn í stjórn Kviku banka á aðal­fundi hans í lok mars 2020. Hann hefur verið fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðn­að­ar­ins frá miðju ári 2017 en starf­aði þar áður um nokk­urra ára skeið sem fram­kvæmda­stjóri á eigna­stýr­ing­ar­sviði Kviku banka.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Getur hann lifað af þessari upphæð ?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár