Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Vill fá þessar hugmyndir flokksins í þjóðaratkvæðagreiðslu“

All­ar um­sagn­ir sem hafa borist um banka­sölu­frum­varp­ið til þessa eru frá ein­stak­ling­um. All­ar eru þær nei­kvæð­ar gagn­vart áform­um um frek­ari sölu.

„Vill fá þessar hugmyndir flokksins í þjóðaratkvæðagreiðslu“
Í dreifðri eignaraðild þjóðar „Ég er ekki svo heimskur að vilja selja bestu mjólkurkúna,“ segir einn sem skilað hefur umsögn.

Tólf umsagnir hafa þegar borist í samráðsgátt stjórnvalda um frumvarpsdrög Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur fjármála- og efnahagsráðherra um áframhaldandi sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Enn sem komið er eru allar umsagnirnar frá einstaklingum og þær eru allar neikvæðar gagnvart sölunni. Theodór Magnússon skrifar til að mynda að nú sé nóg komið af „vaðli Sjálfstæðisflokksins á skítugum skónum yfir eigur almennings. Undir engum kringumstæðum er vilji þjóðarinnar að Íslandsbanki sé seldur. Vill fá þessar hugmyndir flokksins í þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Undir þá kröfu taka Henný Sigríður Gústafsdóttir og Rúnar Þór Jóhannsson. Viggó Einar Viðarsson segir í sinni umsögn að hann hafi ekki leyfi fyrir sölu á sínum hlut í Íslandsbanka. „Ef eignarhlutur ríkisins er seldur án þjóðaratkvæðagreiðslu þá eru þingmenn landsins sekir um þjófnað og það verður kært fyrir slíkt.“

Elín Erna Steinarsdóttir mótmælir því að eign hennar í bankanum sé seld án hennar samþykkis. „Það er alltaf betra að eiga en …

Kjósa
46
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Forystufólk í VG skilur ekki hvers vegna þjóðin meti ekki afrekin , sem VG liðar hafi unnið í ríkisstjórn ? Hvers vegna hefur bara lýgi og ómerkilegheit verið afrakstur af verkum VG liða í ríkisstjórn ?
    0
  • Gunnar Björgvinsson skrifaði
    Burtu með sorann.
    0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Það er fákeppni milli Íslands-og Landsbanka. Ríkið á að sameina þessa banka í einn, einokun er íllskárri en fákeppni.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár