Tólf umsagnir hafa þegar borist í samráðsgátt stjórnvalda um frumvarpsdrög Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur fjármála- og efnahagsráðherra um áframhaldandi sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Enn sem komið er eru allar umsagnirnar frá einstaklingum og þær eru allar neikvæðar gagnvart sölunni. Theodór Magnússon skrifar til að mynda að nú sé nóg komið af „vaðli Sjálfstæðisflokksins á skítugum skónum yfir eigur almennings. Undir engum kringumstæðum er vilji þjóðarinnar að Íslandsbanki sé seldur. Vill fá þessar hugmyndir flokksins í þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Undir þá kröfu taka Henný Sigríður Gústafsdóttir og Rúnar Þór Jóhannsson. Viggó Einar Viðarsson segir í sinni umsögn að hann hafi ekki leyfi fyrir sölu á sínum hlut í Íslandsbanka. „Ef eignarhlutur ríkisins er seldur án þjóðaratkvæðagreiðslu þá eru þingmenn landsins sekir um þjófnað og það verður kært fyrir slíkt.“
Elín Erna Steinarsdóttir mótmælir því að eign hennar í bankanum sé seld án hennar samþykkis. „Það er alltaf betra að eiga en …
Athugasemdir (3)