Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Vill fá þessar hugmyndir flokksins í þjóðaratkvæðagreiðslu“

All­ar um­sagn­ir sem hafa borist um banka­sölu­frum­varp­ið til þessa eru frá ein­stak­ling­um. All­ar eru þær nei­kvæð­ar gagn­vart áform­um um frek­ari sölu.

„Vill fá þessar hugmyndir flokksins í þjóðaratkvæðagreiðslu“
Í dreifðri eignaraðild þjóðar „Ég er ekki svo heimskur að vilja selja bestu mjólkurkúna,“ segir einn sem skilað hefur umsögn.

Tólf umsagnir hafa þegar borist í samráðsgátt stjórnvalda um frumvarpsdrög Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur fjármála- og efnahagsráðherra um áframhaldandi sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Enn sem komið er eru allar umsagnirnar frá einstaklingum og þær eru allar neikvæðar gagnvart sölunni. Theodór Magnússon skrifar til að mynda að nú sé nóg komið af „vaðli Sjálfstæðisflokksins á skítugum skónum yfir eigur almennings. Undir engum kringumstæðum er vilji þjóðarinnar að Íslandsbanki sé seldur. Vill fá þessar hugmyndir flokksins í þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Undir þá kröfu taka Henný Sigríður Gústafsdóttir og Rúnar Þór Jóhannsson. Viggó Einar Viðarsson segir í sinni umsögn að hann hafi ekki leyfi fyrir sölu á sínum hlut í Íslandsbanka. „Ef eignarhlutur ríkisins er seldur án þjóðaratkvæðagreiðslu þá eru þingmenn landsins sekir um þjófnað og það verður kært fyrir slíkt.“

Elín Erna Steinarsdóttir mótmælir því að eign hennar í bankanum sé seld án hennar samþykkis. „Það er alltaf betra að eiga en …

Kjósa
46
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Forystufólk í VG skilur ekki hvers vegna þjóðin meti ekki afrekin , sem VG liðar hafi unnið í ríkisstjórn ? Hvers vegna hefur bara lýgi og ómerkilegheit verið afrakstur af verkum VG liða í ríkisstjórn ?
    0
  • Gunnar Björgvinsson skrifaði
    Burtu með sorann.
    0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Það er fákeppni milli Íslands-og Landsbanka. Ríkið á að sameina þessa banka í einn, einokun er íllskárri en fákeppni.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár