Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Sema segir engar mútur hafa verið greiddar – Ráðamenn reyni að sverta mannorð sjálfboðaliða

Stofn­andi og for­seti Solar­is, sem hef­ur unn­ið að því að koma dval­ar­leyf­is­höf­um frá Gaza til Ís­lands, seg­ir það „gjör­sam­lega sturl­að“ að fylgj­ast með ráð­herr­um í rík­is­stjórn Ís­lands, stofn­un­um og þing­fólki sem ýji ít­rek­að að því að hún og aðr­ir sjálf­boða­lið­ar séu að brjóta af sér „og jafn­vel fremja lög­brot í við­leitni okk­ar til að koma fólki und­an þjóð­ern­is­hreins­un­um.“

Sema segir engar mútur hafa verið greiddar – Ráðamenn reyni að sverta mannorð sjálfboðaliða
Skilur niðurlægingu stjórnvalda Sema Erla Serdoglu segist vel skilja þá miklu niðurlægingu sem stjórnvöld upplifi þegar íslenskir sjálfboðaliðar hafa komið 20 palestínskum dvalarleyfishöfum út af Gaza og til Íslands og skráð hátt í 50 í viðbót til þess að fara yfir landamærin frá Gaza til Egyptalands á næstu dögum þegar íslensk stjórnvöld hafi gert slíkt hið sama fyrir núll einstaklinga á sama tíma. Mynd: Davíð Þór

„Við höfum ítrekað greint frá því þegar við erum spurð að við erum ekki að greiða mútur og að við höfum kvittanir fyrir allri þeirri þjónustu sem við höfum greitt fyrir. Það vita þessir ráðherrar og þingmenn vel en halda þó áfram herferð sinni gagnvart almennum borgurum sem ekkert hafa af sér gert, nema kannski særa egóið þeirra!?“ Þetta segir Sema Erla Serdaroglu, stofnandi og forseti Solaris samtakanna og aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, í stöðuuppfærslu á Facebook í gærkvöldi.

Tilefni færslunnar eru yfirlýsingar þingmanna um að þeir einstaklingar sem hafa dvalið í Miðausturlöndum og hjálpað palestínskum dvalarleyfishöfum út af Gaza til Íslands séu að greiða mútur.

Á meðal þeirra sem hafa haldið þessu fram er Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Hann sagði í samtali við Heimildina í gær að hann hefði heyrt það að Egyptar krefjist greiðslna upp á 750 þúsund krónur fyrir fullorðna og 350 þúsund fyrir börn gegn því að hleypa fólki yfir landamærin frá Gaza. „Ég fékk þessar upplýsingar frá fólki sem starfar þarna niður frá. Ég get ekki gefið upp hverjir það eru. Ég hef heyrt hærri tölur líka.“ Aðspurður hvort íslensk stjórnvöld mættu ekki greiða landamæravörðum í Egyptalandi með slíkum hætti, því það væri einhvers konar lögbrot eða mútugreiðslur svaraði Birgir því játandi. Það væri meginástæðan fyrir því að diplómatar utanríkisþjónustunnar sem eru á svæðinu eru geti ekki gert það sama og íslenskir sjálfboðaliðar sem komið hafa fólki yfir landamærin í Rafah.

„Það sem utanríkisráðherra og skósveinar hans vilja að við séum að gera“

Sema segir í færslunni að það sé „alveg gjörsamlega sturlað að fylgjast með ráðherrum í ríkisstjórn Íslands og stofnunum þeirra sem og Alþingisfólki leggja sig markvisst fram við að sverta mannorð almennra borgara með því að ýja ítrekað að því að við sem erum í sjálfboðaliðavinnu við að reyna að koma fólki undan þjóðarmorði í Palestínu séum að brjóta af okkur og jafnvel fremja lögbrot í viðleitni okkar til að koma fólki undan þjóðernishreinsunum.

Fjöldi þingfólks, sérstaklega þingfólk Sjálfstæðisflokksins, og annað áhrifafólk tengt flokknum, hafi nú vikum saman haldið því fram, beint eða óbeint, að þeir einstaklingar sem séu í sjálfboðavinnu fyrir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur við að koma palestínskum dvalarleyfishöfum út af Gaza og til Íslands séu að greiða mútur. „Þó slíkar ásakanir séu að sjálfsögðu ekki svaraverðar, sérstaklega þegar þær koma frá þingmönnum sem hafa gerst sekir um að dreifa ísraelskum stríðsáróðri og falsfréttum á Alþingi, þá fer mikil orka í að svara ítrekað fyrir slíkar ásakanir, sem er einmitt það sem utanríkisráðherra og skósveinar hans vilja að við séum að gera.“

Hún snýr sér svo að fréttatilkynningu sem utanríkisráðuneytið, sem stýrt er af Bjarna Benediktssyni, sendi frá sér í gær. Þar sagði meðal annars: „Fyrir liggur að íslensk stjórnvöld munu eingöngu vinna eftir löglegum diplómatískum leiðum og fylgja þeim ferlum sem ísraelsk og egypsk stjórnvöld gera kröfu um. Ekki er því unnt á þessum tímapunkti að fullyrða frekar um tímalínu málsins, en áfram verða veittar upplýsingar um framvinduna hér á vef ráðuneytisins.“

Árás valdhafa gegn almennum borgurum

Sema segir að í þessum hluta tilkynningarinnar sé ýjað sterklega að því að sá hópur sem hafi verið að koma palestínsku fólki sem er þegar komið með dvalarleyfi á Íslandi yfir landamærin til Egyptalands séu að gera það með ólöglegum hætti. „Hvers konar slíkar árásir (já ég sagði árás) valdhafa gegn almennum borgurum eru einungis þeim til minnkunar. Við höfum ítrekað greint frá því þegar við erum spurð að við erum ekki að greiða mútur og að við höfum kvittanir fyrir allri þeirri þjónustu sem við höfum greitt fyrir. Það vita þessir ráðherrar og þingmenn vel en halda þó áfram herferð sinni gagnvart almennum borgurum sem ekkert hafa af sér gert, nema kannski særa egóið þeirra!?“

Hún segist vel skilja þá miklu niðurlægingu sem stjórnvöld upplifi þegar íslenskir sjálfboðaliðar hafa komið 20 palestínskum dvalarleyfishöfum út af Gaza og til Íslands og skráð hátt í 50 í viðbót til þess að fara yfir landamærin frá Gaza til Egyptalands á næstu dögum þegar íslensk stjórnvöld hafi gert slíkt hið sama fyrir núll einstaklinga á sama tíma. „Við ásakanir um lögbrot verður þó ekki unað!“

Kjósa
81
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hanna Þorgrímsdóttir skrifaði
    Frábært framtak hjá henni og hennar fólki....
    4
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Mér hefur sínst Sema & félagar einfær um að sverta mannorð sitt og okkar sem ekkert viljum með þetta hafa ,enn bráðum kemur betri tíð með
    -11
  • Grétar Reynisson skrifaði
    Var Bjarni ekki 3-4 vikur að finna símtólið þegar liðka átti til við björgun fólks frá Gaza ?
    Blessaður ráðherrann var sneggri að rífa upp símann þegar hann lokaði á fjárframlögin til UNWRA. Og nú berast fregnir af því að börn hafi dáið úr þorsta og vannæringu á sjúkrahúsum norðanvert á Gaza.
    En það þarf víst að forgangsraða við flókin og erfið mál. Þetta veit Bjarni 😶
    11
  • Ólafur Garðarsson skrifaði
    Flott hjá Semu Erlu og félögum að koma fólki frá Gaza og sýna svo um munar að Íslensk stjórnvöld hafa engan áhuga á öðru en sýnast vera að gera eitthvað en að tjaldabaki vilja þau að umræddir einstaklingar verði vígvél Ísrael að bráð. Það er deginum ljósara að þessi stjórnvöld hér styðja þau þjóðarmorð sem nú eiga sér stað. Sjaldan hafa stjórnvöld hér lagst eins lágt og nú þegar þau styðja í reynd við þá satanísku stefnu sem Ísrael fylgir gagnvart palestínumönnum.
    10
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Eru ekki fulltrúar Bjarna-bandalagsins uppteknir í Dauða hafinu, sér til heilsubótar?
    Það kostar jú sitt.
    0
  • Magnús Mörður Gígja skrifaði
    Bíðið bara þetta er rétt að byrja, það sem gerist næst er að ELÍTAN fer að kalla þegna lansins "SKÆRULIÐA" og það þurfi að koma böndum á okkur, með lagasetningum, þar sem þeir fá tæki til að þagga niður frjálsan og óháðan fréttaflutning og persónulegar skoðanir.
    7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Föst á Gaza

Dvalarleyfishafar senda kvörtun til umboðsmanns Alþingis
FréttirFöst á Gaza

Dval­ar­leyf­is­haf­ar senda kvört­un til um­boðs­manns Al­þing­is

Móð­ir og þrjú börn hafa feng­ið sam­þykkta fjöl­skyldusam­ein­ingu á Ís­landi en sitja enn föst á Gaza. Fjöl­skyldufað­ir­inn er dval­ar­leyf­is­hafi á Ís­landi. Lög­fræð­ing­ur fjöl­skyld­unn­ar hef­ur sent inn kvört­un til um­boðs­manns Al­þing­is. Er þar hald­ið fram að ís­lenska rík­ið fari á mis við laga­ákvæði og al­þjóð­leg­ar skuld­bind­ing­ar með að­gerða­leysi sínu við að forða fólki frá stríðs­hrjáð­um svæð­um á Gaza.
Ísraelar skoða listann sérstaklega því enginn íslenskur ríkisborgari er á honum
FréttirFöst á Gaza

Ísra­el­ar skoða list­ann sér­stak­lega því eng­inn ís­lensk­ur rík­is­borg­ari er á hon­um

Í til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu seg­ir að tíma­lína mögu­legra fólks­flutn­inga dval­ar­leyf­is­hafa frá Gaza liggi ekki fyr­ir. Verk­efn­ið sé ein­stakt því eng­ir ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar séu á lista stjórn­valda. Þetta hafi í för með sér að ísra­elsk stjórn­völd þurfi að skoða mál­ið sér­stak­lega.
Þórunn sakar utanríkisráðuneytið um sýndarviðbragð
FréttirFöst á Gaza

Þór­unn sak­ar ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið um sýnd­ar­við­bragð

Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að ein­hvers kon­ar sýnd­ar­við­bragð væri um að ræða í mál­efn­um dval­ar­leyf­is­haf­anna á Gaza í störf­um þings­ins í dag. Jakob Frí­mann Magnús­son, þing­mað­ur Flokks fólks­ins, seg­ir að beð­ið sé svara frá Ísra­el­um um hvað megi og megi ekki gera.

Mest lesið

Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
1
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
3
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
2
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
3
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
Fólkið sem nær kjöri - samkvæmt þingmannaspá
5
ÚttektAlþingiskosningar 2024

Fólk­ið sem nær kjöri - sam­kvæmt þing­manna­spá

Þing­manna­spá dr. Bald­urs Héð­ins­son­ar og Heim­ild­ar­inn­ar bygg­ir á fylgi fram­boða á landsvísu í nýj­ustu kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar, auk þess sem til­lit er tek­ið til styrks fram­boða í mis­mun­andi kjör­dæm­um. Fram­kvæmd­ar eru 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ing­ar þar sem flökt er á fylgi og fyr­ir hverja nið­ur­stöðu er þing­sæt­um út­hlut­að, kjör­dæma- og jöfn­un­ar­þing­sæt­um.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
5
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár