Nýsköpunarmiðstöðin Hraðið var sett á fót í desembermánuði árið 2022 og hafa viðtökurnar farið langt fram úr væntingum samkvæmt verkefnastjóranum Stefáni Pétri Sólveigarsyni. Um er að ræða einkaframtak á vegum Þekkingarnets Þingeyinga, sem er símenntunar- og rannsóknarstöð. Stefán var ráðinn til að stýra Hraðinu sem hefur það markmið að veita víðtæka þjónustu í nýsköpun fyrir frumkvöðla og fyrirtæki. Ýmsir viðburðir eru haldnir í Hraðinu á borð við Hönnunarþing og Krubb, en það síðarnefnda verður haldið í byrjun mars og vonar Stefán eftir að það verði vel sótt.
„Í Hraðinu bjóðum við upp á margþætta þjónustu, við erum með skrifborð fyrir óstaðbundin störf og er það verulega stór partur af starfinu og hefur stækkað mikið. Við byrjuðum með sex föst skrifborð sem eru frátekin og við ætluðum að hafa fjögur sveigjanleg skrifborð í viðbót sem fólk gæti bókað með stuttum fyrirvara. En í dag erum við, eftir að hafa stækkað enn …
Athugasemdir