Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Alvotech selur hlutabréf fyrir 23 milljarða króna

Al­votech hef­ur sam­þykkt kaup fag­fjár­festa á hluta­bréf­um fyr­ir tæpa 23 millj­arða króna. Um helg­ina fékk fé­lag­ið lang­þráð mark­aðs­leyfi banda­ríska lyfja­eft­ir­lits­ins fyr­ir lyf­inu Simlandi, líf­tækni­lyfja­hlið­stæðu við lyf­ið Humira.

Alvotech selur hlutabréf fyrir 23 milljarða króna
Róbert Wessman er forstjóri og stjórnarformaður Alvotech. Mynd: Mynd: Alvotech

Líftæknifyrirtækið Alvotech gekk í morgun að tilboði fagfjárfesta um sölu á hlutabréfum að andvirði 23 milljarða króna. Þetta segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Seld verða 10,1 milljón hlutabréf í fyrirtækinu á 2.250 krónur á hlut. Viðskiptin verða í gegnum Kauphöllina, Nasdaq Iceland.

Hlutabréfaverð Alvotech hækkaði um meira en 13% í fyrstu viðskiptum í morgun. Nú, þegar þessi frétt er skrifuð, er gengi hlutabréfa félagsins 2.450 krónur á hlut. 

Langþráð leyfisveiting FDA

Þessar sviptingar í hlutabréfaverði Alvotech eiga sér stað í kjölfar þess að Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) veitti félaginu leyfi til sölu og markaðssetningar á Simlandi, líftæknilyfjahliðstæðu við lyfið Humira, í Bandaríkjunum. Gert er ráð fyrir markaðssetningu þess fljótlega. 

Á síðasta ári var Humira eitt mest selda lyf heims. Sala þess í Bandaríkjunum nam um 1.680 milljörðum króna. Lyf Alvotech, Simlandi, er fyrsta líftæknilyfjahliðstæða við Humira sem ekki inniheldur sítrat.

Alvotech hefur beðið þess að fá leyfið lengi en fengið ítrekaðar synjanir. Í apríl 2023 tilkynnti bandaríska lyfjaeftirlitið að það gæti ekki veitt Alvotech markaðsleyfi fyrir Simlandi. Daginn eftir féll markaðsvirði félagsins gríðarlega. Það náði sér þó á strik og er nú verðmætasta félagið í íslensku kauphöllinni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár