Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Grindvíkingar fá rýmri heimildir frá Seðlabanka til að taka lán

Þeir sem áttu íbúð­ar­hús­næði í Grinda­vík áð­ur en skjálfta­hrina hófst í nóv­em­ber á síð­asta ári fá rýmri heim­ild­ir til að taka lán en aðr­ir. Fjár­mála­stöð­ug­leika­nefnd Seðla­bank­ans til­kynnti þetta í morg­un.

Grindvíkingar fá rýmri heimildir frá Seðlabanka til að taka lán
Formaðurinn Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður fjármálastöðugleikanefndar.

Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið að leyfa öllum þeim sem áttu íbúðarhúsnæði í Grindavík 10. nóvember á síðasta ári að taka hærri lán en öðrum er heimilt. Hámark greiðslubyrgði þessa hóps er nú 40 prósent af ráðstöfunartekjum og veðsetning má vera allt að 85 prósent. Þetta á við vegna lántöku til húsnæðiskaupa. 

NefndinFjármálastöðugleikanefnd tilkynnti um ákvörðun sína í morgun. Í nefndinni sitja Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sem formaður, Gunnar Jakobsson varaformaður, Rannveig Sigurðardóttir, Björk Sigurgísladóttir, Guðmundur Kristinn Tómasson, Axel Hall, Bryndís Ásbjarnardóttir og Guðrún Þorleifsdóttir. Rósa Björk Sveinsdóttir, ritari nefndarinnar er einnig á myndinni.

Í tilkynningu frá nefndinni, sem birt er í morgunsárið, segir að þetta sé gert í ljósi sérstakra aðstæðna sem blasa við í Grindavík. „Það er mat nefndarinnar að undanþágan sé ekki til þess fallin að hafa teljandi áhrif á viðnámsþrótt lánveitenda og muni því ekki hafa marktæk áhrif á fjármálastöðugleika,“ segir þar einnig. …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár