Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Vísbendingar um stór holrými í Grindavík

Enn rík­ir mik­il óvissa um hætt­ur sem leynst geta á opn­um svæð­um í Grinda­vík, sér­stak­lega við stærri sprung­ur. Mik­il­vægt er að girða af fleiri svæði. Al­manna­varn­ir vinna að heild­aráhættumati fyr­ir bæ­inn en verk­ið er tíma­frekt og mið­ar hægt.

Vísbendingar um stór holrými í Grindavík
Framgangur verksins Kortið sýnir framvindu jarðkönnunar í Grindavík í heild. Grænn litur sýnir svæði þar sem jarðkönnun er lokið, gulur litur táknar að jarðkönnun sé hafin en túlkun gagna ólokið, sá appelsínuguli táknar svæði þar sem frekari rannsókna/aðgerða er þörf til að ljúka jarðkönnun. Rauður litur táknar að jarðkönnun sé ekki hafin. Mynd: Almannavarnir

Við jarðkönnun í Grindavík hafa fundist vísbendingar um stór holrými undir jörðinni á Hópsbraut og við Vesturhóp og Suðurhóp sem tengjast Stamphólagjánni, tveggja kílómetra langri sprungu sem liggur í gegnum bæinn. Einnig tengjast Ránargata og Austurvegur gjánni og allar lóðir austan Víkurbrautar. „Öll þessi svæði þarf að skoða sérstaklega með mikilli varkárni,“ segir í samantekt almannavarna um stöðu rannsókna á sprungum í bænum sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur.

„Mikilvægt er að girða af svæði þar sem grunur leikur á um sprungur eða þar sem frekari jarðkönnun þarf að fara fram.“

Jarðkönnunin er hluti af heildaráhættumati fyrir Grindavík og er unnið í samstarfi við verkfræðistofurnar Verkís og Eflu, Lögreglustjórann á Suðurnesjum, Grindavíkurbæ, Vegagerðina, ÍSOR og Háskóla Íslands. Verkefnið hefur að sögn almannavarna þann tilgang að auka öryggi fólks með því að rannsaka og kortleggja sprunguhættu. Jarðkönnunin einskorðast að mestu leyti við þéttbýlið í Grindavík. 

Framkvæmd jarðkönnunar hefur verið flokkuð í þrjá fasa. Í fyrsta fasa, sem er hafinn, er unnið að því að tryggja öruggt aðgengi viðbragðsaðila sem sinna verðmætabjörgun. Framkvæmd er sjónskoðun en jarðkönnunin er hins vegar aðeins gerð á vegum og götum. „Af því leiðir að ekki er búið að jarðkanna íbúðasvæði eða önnur svæði í Grindavík, t.a.m. göngustíga, bílastæði, lóðir (bæði einkalóðir og sameiginlegar), opin svæði við og á milli fasteigna og önnur opin og/eða sameiginleg svæði innan Grindavíkur eða á víðavangi,“ segir í samantekt almannavarna.

Jarðkönnun er einnig hafin á vinnusvæðum fyrirtækja í Grindavík sem tilheyra 2. fasa verkefnisins. Sjónskoðanir hafa verið framkvæmdar á hafnarsvæðinu og þar hafa fundist sprungur á yfirborði sem ráðlagt er að skoða með dýpri jarðsjárskoðun og gryfjum. 

Stóru sprungurnarVinna er hafin við skoðun á stærstu sprungum bæjarins sem hafa hreyfst hvað mest í jarðhræringunum. Kortið sýnir hvar þessar sprungur eru staðsettar og hvað er búið að skoða með jarðsjá á dróna.

Iðnaðarsvæðið (hólf S4 á kortinu hér að ofan) er illa farið, segja almannavarnir. Tvær stórar sprungur liggja gegnum svæðið og eyðilegging mikil. Jarðsjártúlkun gatna er í vinnslu og fljótlega verður farið í sjónskoðun. „Ráðlagt er að klára úrvinnslu og meta aðgerðir á þessu svæði áður en það er opnað fyrir almenning.“ Sú vinna mun taka um 2-3 vikur.

Jarðkönnun á opnum svæðum bæjarins tilheyrir 3. fasa. Þau svæði eru þar með ekki í forgangi og því er skipulagning og vinna jarðkönnunar ekki hafin nema að takmörkuðu leyti, segja almannavarnir.

Vinna sé hins vegar hafin við skoðun á stærstu sprungum bæjarins sem hafa hreyfst hvað mest í jarðhræringunum enda fellur jarðkönnun á þeim undir alla þrjá fasa verkefnisins. „Sprungurnar eru á mörgum stöðum óaðgengilegar og hættulegar og því hafa þau svæði ekki verið í forgangi.“

Rannsakað í fjórar vikur

Jarðkönnun á sprungum í Grindavík hófst formlega fyrir fjórum vikum. Almannavarnir segja mikið verk hafa verið unnið á þeim tíma en tímafrekt hafi verið að skipuleggja verkefnið, m.a. Að forgangsraða og  skipta bænum niður í hólf af viðráðanlegri stærð fyrir túlkun gagna. Þá hafi verið mikilvægt að útbúa aðgerðaráætlun til að stuðla að kerfisbundinni rannsókn á svæðinu.

SundursprungiðRúmlega þrír mánuðir eru síðan að jarðhræringarnar miklu gengu yfir Grindavík og sprungur opnuðust í bænum. Kerfisbundin rannsókn á þeim hefur hins vegar aðeins staðið í fjórar vikur.

Almannavarnir segja að „ágætlega“ hafi gengið að manna verkefnið en um þrjátíu manns hafa komið að framkvæmd þess. Þá hafi gengið vel að finna nauðsynlegan búnað til verksins. „Túlkun jarðsjárgagna hefur tekið tíma þar sem það krefst sérfræðiþekkingar og hefur það á vissan hátt virkað takmarkandi á framvindu. Slæm veður, eldgos og lokanir í bænum hafa jafnframt seinkað framkvæmd. Framvinda verkefnisins telst þó yfir væntingum miðað við þann stutta tíma sem er liðinn frá því að rannsóknir hófust. Ef auka ætti afköstin þyrfti meiri mannskap og búnað í verkefnið sem gæti þá farið yfir fleiri svæði samtímis. Í skoðun er einnig að beita öðrum aðferðum við rannsóknir.“

Mikil óvissa

Í samantekt almannavarna er svo áréttað að enn ríki mikil óvissa um opin svæði í Grindavík. Megi þar sérstaklega nefna stærri sprungur og Stamphólagjánna og svæðin sunnan og norðan við þekktar sprungur. „Rétt er að girða þessi svæði af þangað til jarðkönnun er lokið og gæta þarf að öðrum mótvægisaðgerðum gagnvart þeim hættum sem þar kunna að vera til staðar.“

Ljóst þykir að sögn almannavarna að jarðkönnun á allri Grindavík muni taka talsverðan tíma. „Mikilvægt er að girða af svæði þar sem grunur leikur á um sprungur eða þar sem frekari jarðkönnun þarf að fara fram. Jafnframt er mikilvægt að sem skýrustum upplýsingum sé komið til fólks um hvaða svæði ber að varast í Grindavík.“

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum tók þá ákvörðun í byrjun vikunnar að heimila Grindvíkingum og forsvarsmönnum og öðrum starfsmönnum fyrirtækja að dvelja í bænum allan sólarhringinn. Innviðir eru hins vegar í lamasessi og hættur leynast víða.  

Kjósa
37
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Grindavík er, því miður, óbyggileg eins og sakir standa og um ófyrirsjáanlega framtíð. Íbúar staðarins eru í sorgarferli, sem lýsir sér m.a. í reyði og afneitun. Það þarf að gefa blessuðu fólkinu hæfilegan tíma til að ná áttum.
    1
  • Árni Guðnýar skrifaði
    ÞÐ er likt & fyrri dagin hér er það frekjan & fjármagnið sem ræður för en ekki þeking og öryggi
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Reykjaneseldar

„Yfirgnæfandi líkur“ á eldgosi á næstu þremur dögum
FréttirReykjaneseldar

„Yf­ir­gnæf­andi lík­ur“ á eld­gosi á næstu þrem­ur dög­um

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir yf­ir­gnæf­andi lík­ur á að það byrji að gjósa á Reykja­nesskaga á næstu tveim­ur dög­um. Hann seg­ir að flest bendi til þess að „þak­ið muni rofna á svip­uð­um slóð­um og áð­ur“. Hann tel­ur því ekki hættu á að það byrji inn­an Grinda­vík­ur þó að hraun geti flætt þang­að.
Hraunið gæti flætt yfir fjarskiptastöð Bandaríkjaflota
FréttirReykjaneseldar

Hraun­ið gæti flætt yf­ir fjar­skipta­stöð Banda­ríkja­flota

Bene­dikt G. Ófeigs­son, jarð­eðl­is­fræð­ing­ur og fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veð­ur­stofu Ís­lands, seg­ir gríð­ar­legt magn hrauns flæða úr sprung­unni sem opn­að­ist nærri Sund­hnúk­um norð­an við Grinda­vík í dag. Dragi ekki úr flæð­inu gæti flaum­ur­inn flætt að varn­ar­görð­un­um vest­an við Grinda­vík og að fjar­skipta­stöð banda­ríska flot­ans sem stað­sett ná­lægt Grinda­vík.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
6
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár