Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Vísbendingar um stór holrými í Grindavík

Enn rík­ir mik­il óvissa um hætt­ur sem leynst geta á opn­um svæð­um í Grinda­vík, sér­stak­lega við stærri sprung­ur. Mik­il­vægt er að girða af fleiri svæði. Al­manna­varn­ir vinna að heild­aráhættumati fyr­ir bæ­inn en verk­ið er tíma­frekt og mið­ar hægt.

Vísbendingar um stór holrými í Grindavík
Framgangur verksins Kortið sýnir framvindu jarðkönnunar í Grindavík í heild. Grænn litur sýnir svæði þar sem jarðkönnun er lokið, gulur litur táknar að jarðkönnun sé hafin en túlkun gagna ólokið, sá appelsínuguli táknar svæði þar sem frekari rannsókna/aðgerða er þörf til að ljúka jarðkönnun. Rauður litur táknar að jarðkönnun sé ekki hafin. Mynd: Almannavarnir

Við jarðkönnun í Grindavík hafa fundist vísbendingar um stór holrými undir jörðinni á Hópsbraut og við Vesturhóp og Suðurhóp sem tengjast Stamphólagjánni, tveggja kílómetra langri sprungu sem liggur í gegnum bæinn. Einnig tengjast Ránargata og Austurvegur gjánni og allar lóðir austan Víkurbrautar. „Öll þessi svæði þarf að skoða sérstaklega með mikilli varkárni,“ segir í samantekt almannavarna um stöðu rannsókna á sprungum í bænum sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur.

„Mikilvægt er að girða af svæði þar sem grunur leikur á um sprungur eða þar sem frekari jarðkönnun þarf að fara fram.“

Jarðkönnunin er hluti af heildaráhættumati fyrir Grindavík og er unnið í samstarfi við verkfræðistofurnar Verkís og Eflu, Lögreglustjórann á Suðurnesjum, Grindavíkurbæ, Vegagerðina, ÍSOR og Háskóla Íslands. Verkefnið hefur að sögn almannavarna þann tilgang að auka öryggi fólks með því að rannsaka og kortleggja sprunguhættu. Jarðkönnunin einskorðast að mestu leyti við þéttbýlið í Grindavík. 

Framkvæmd jarðkönnunar hefur verið flokkuð í þrjá fasa. Í fyrsta fasa, sem er hafinn, er unnið að því að tryggja öruggt aðgengi viðbragðsaðila sem sinna verðmætabjörgun. Framkvæmd er sjónskoðun en jarðkönnunin er hins vegar aðeins gerð á vegum og götum. „Af því leiðir að ekki er búið að jarðkanna íbúðasvæði eða önnur svæði í Grindavík, t.a.m. göngustíga, bílastæði, lóðir (bæði einkalóðir og sameiginlegar), opin svæði við og á milli fasteigna og önnur opin og/eða sameiginleg svæði innan Grindavíkur eða á víðavangi,“ segir í samantekt almannavarna.

Jarðkönnun er einnig hafin á vinnusvæðum fyrirtækja í Grindavík sem tilheyra 2. fasa verkefnisins. Sjónskoðanir hafa verið framkvæmdar á hafnarsvæðinu og þar hafa fundist sprungur á yfirborði sem ráðlagt er að skoða með dýpri jarðsjárskoðun og gryfjum. 

Stóru sprungurnarVinna er hafin við skoðun á stærstu sprungum bæjarins sem hafa hreyfst hvað mest í jarðhræringunum. Kortið sýnir hvar þessar sprungur eru staðsettar og hvað er búið að skoða með jarðsjá á dróna.

Iðnaðarsvæðið (hólf S4 á kortinu hér að ofan) er illa farið, segja almannavarnir. Tvær stórar sprungur liggja gegnum svæðið og eyðilegging mikil. Jarðsjártúlkun gatna er í vinnslu og fljótlega verður farið í sjónskoðun. „Ráðlagt er að klára úrvinnslu og meta aðgerðir á þessu svæði áður en það er opnað fyrir almenning.“ Sú vinna mun taka um 2-3 vikur.

Jarðkönnun á opnum svæðum bæjarins tilheyrir 3. fasa. Þau svæði eru þar með ekki í forgangi og því er skipulagning og vinna jarðkönnunar ekki hafin nema að takmörkuðu leyti, segja almannavarnir.

Vinna sé hins vegar hafin við skoðun á stærstu sprungum bæjarins sem hafa hreyfst hvað mest í jarðhræringunum enda fellur jarðkönnun á þeim undir alla þrjá fasa verkefnisins. „Sprungurnar eru á mörgum stöðum óaðgengilegar og hættulegar og því hafa þau svæði ekki verið í forgangi.“

Rannsakað í fjórar vikur

Jarðkönnun á sprungum í Grindavík hófst formlega fyrir fjórum vikum. Almannavarnir segja mikið verk hafa verið unnið á þeim tíma en tímafrekt hafi verið að skipuleggja verkefnið, m.a. Að forgangsraða og  skipta bænum niður í hólf af viðráðanlegri stærð fyrir túlkun gagna. Þá hafi verið mikilvægt að útbúa aðgerðaráætlun til að stuðla að kerfisbundinni rannsókn á svæðinu.

SundursprungiðRúmlega þrír mánuðir eru síðan að jarðhræringarnar miklu gengu yfir Grindavík og sprungur opnuðust í bænum. Kerfisbundin rannsókn á þeim hefur hins vegar aðeins staðið í fjórar vikur.

Almannavarnir segja að „ágætlega“ hafi gengið að manna verkefnið en um þrjátíu manns hafa komið að framkvæmd þess. Þá hafi gengið vel að finna nauðsynlegan búnað til verksins. „Túlkun jarðsjárgagna hefur tekið tíma þar sem það krefst sérfræðiþekkingar og hefur það á vissan hátt virkað takmarkandi á framvindu. Slæm veður, eldgos og lokanir í bænum hafa jafnframt seinkað framkvæmd. Framvinda verkefnisins telst þó yfir væntingum miðað við þann stutta tíma sem er liðinn frá því að rannsóknir hófust. Ef auka ætti afköstin þyrfti meiri mannskap og búnað í verkefnið sem gæti þá farið yfir fleiri svæði samtímis. Í skoðun er einnig að beita öðrum aðferðum við rannsóknir.“

Mikil óvissa

Í samantekt almannavarna er svo áréttað að enn ríki mikil óvissa um opin svæði í Grindavík. Megi þar sérstaklega nefna stærri sprungur og Stamphólagjánna og svæðin sunnan og norðan við þekktar sprungur. „Rétt er að girða þessi svæði af þangað til jarðkönnun er lokið og gæta þarf að öðrum mótvægisaðgerðum gagnvart þeim hættum sem þar kunna að vera til staðar.“

Ljóst þykir að sögn almannavarna að jarðkönnun á allri Grindavík muni taka talsverðan tíma. „Mikilvægt er að girða af svæði þar sem grunur leikur á um sprungur eða þar sem frekari jarðkönnun þarf að fara fram. Jafnframt er mikilvægt að sem skýrustum upplýsingum sé komið til fólks um hvaða svæði ber að varast í Grindavík.“

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum tók þá ákvörðun í byrjun vikunnar að heimila Grindvíkingum og forsvarsmönnum og öðrum starfsmönnum fyrirtækja að dvelja í bænum allan sólarhringinn. Innviðir eru hins vegar í lamasessi og hættur leynast víða.  

Kjósa
37
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Grindavík er, því miður, óbyggileg eins og sakir standa og um ófyrirsjáanlega framtíð. Íbúar staðarins eru í sorgarferli, sem lýsir sér m.a. í reyði og afneitun. Það þarf að gefa blessuðu fólkinu hæfilegan tíma til að ná áttum.
    1
  • Árni Guðnýar skrifaði
    ÞÐ er likt & fyrri dagin hér er það frekjan & fjármagnið sem ræður för en ekki þeking og öryggi
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Reykjaneseldar

Hraunið gæti flætt yfir fjarskiptastöð Bandaríkjaflota
FréttirReykjaneseldar

Hraun­ið gæti flætt yf­ir fjar­skipta­stöð Banda­ríkja­flota

Bene­dikt G. Ófeigs­son, jarð­eðl­is­fræð­ing­ur og fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veð­ur­stofu Ís­lands, seg­ir gríð­ar­legt magn hrauns flæða úr sprung­unni sem opn­að­ist nærri Sund­hnúk­um norð­an við Grinda­vík í dag. Dragi ekki úr flæð­inu gæti flaum­ur­inn flætt að varn­ar­görð­un­um vest­an við Grinda­vík og að fjar­skipta­stöð banda­ríska flot­ans sem stað­sett ná­lægt Grinda­vík.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár