Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Vísbendingar um stór holrými í Grindavík

Enn rík­ir mik­il óvissa um hætt­ur sem leynst geta á opn­um svæð­um í Grinda­vík, sér­stak­lega við stærri sprung­ur. Mik­il­vægt er að girða af fleiri svæði. Al­manna­varn­ir vinna að heild­aráhættumati fyr­ir bæ­inn en verk­ið er tíma­frekt og mið­ar hægt.

Vísbendingar um stór holrými í Grindavík
Framgangur verksins Kortið sýnir framvindu jarðkönnunar í Grindavík í heild. Grænn litur sýnir svæði þar sem jarðkönnun er lokið, gulur litur táknar að jarðkönnun sé hafin en túlkun gagna ólokið, sá appelsínuguli táknar svæði þar sem frekari rannsókna/aðgerða er þörf til að ljúka jarðkönnun. Rauður litur táknar að jarðkönnun sé ekki hafin. Mynd: Almannavarnir

Við jarðkönnun í Grindavík hafa fundist vísbendingar um stór holrými undir jörðinni á Hópsbraut og við Vesturhóp og Suðurhóp sem tengjast Stamphólagjánni, tveggja kílómetra langri sprungu sem liggur í gegnum bæinn. Einnig tengjast Ránargata og Austurvegur gjánni og allar lóðir austan Víkurbrautar. „Öll þessi svæði þarf að skoða sérstaklega með mikilli varkárni,“ segir í samantekt almannavarna um stöðu rannsókna á sprungum í bænum sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur.

„Mikilvægt er að girða af svæði þar sem grunur leikur á um sprungur eða þar sem frekari jarðkönnun þarf að fara fram.“

Jarðkönnunin er hluti af heildaráhættumati fyrir Grindavík og er unnið í samstarfi við verkfræðistofurnar Verkís og Eflu, Lögreglustjórann á Suðurnesjum, Grindavíkurbæ, Vegagerðina, ÍSOR og Háskóla Íslands. Verkefnið hefur að sögn almannavarna þann tilgang að auka öryggi fólks með því að rannsaka og kortleggja sprunguhættu. Jarðkönnunin einskorðast að mestu leyti við þéttbýlið í Grindavík. 

Framkvæmd jarðkönnunar hefur verið flokkuð í þrjá fasa. Í fyrsta fasa, sem er hafinn, er unnið að því að tryggja öruggt aðgengi viðbragðsaðila sem sinna verðmætabjörgun. Framkvæmd er sjónskoðun en jarðkönnunin er hins vegar aðeins gerð á vegum og götum. „Af því leiðir að ekki er búið að jarðkanna íbúðasvæði eða önnur svæði í Grindavík, t.a.m. göngustíga, bílastæði, lóðir (bæði einkalóðir og sameiginlegar), opin svæði við og á milli fasteigna og önnur opin og/eða sameiginleg svæði innan Grindavíkur eða á víðavangi,“ segir í samantekt almannavarna.

Jarðkönnun er einnig hafin á vinnusvæðum fyrirtækja í Grindavík sem tilheyra 2. fasa verkefnisins. Sjónskoðanir hafa verið framkvæmdar á hafnarsvæðinu og þar hafa fundist sprungur á yfirborði sem ráðlagt er að skoða með dýpri jarðsjárskoðun og gryfjum. 

Stóru sprungurnarVinna er hafin við skoðun á stærstu sprungum bæjarins sem hafa hreyfst hvað mest í jarðhræringunum. Kortið sýnir hvar þessar sprungur eru staðsettar og hvað er búið að skoða með jarðsjá á dróna.

Iðnaðarsvæðið (hólf S4 á kortinu hér að ofan) er illa farið, segja almannavarnir. Tvær stórar sprungur liggja gegnum svæðið og eyðilegging mikil. Jarðsjártúlkun gatna er í vinnslu og fljótlega verður farið í sjónskoðun. „Ráðlagt er að klára úrvinnslu og meta aðgerðir á þessu svæði áður en það er opnað fyrir almenning.“ Sú vinna mun taka um 2-3 vikur.

Jarðkönnun á opnum svæðum bæjarins tilheyrir 3. fasa. Þau svæði eru þar með ekki í forgangi og því er skipulagning og vinna jarðkönnunar ekki hafin nema að takmörkuðu leyti, segja almannavarnir.

Vinna sé hins vegar hafin við skoðun á stærstu sprungum bæjarins sem hafa hreyfst hvað mest í jarðhræringunum enda fellur jarðkönnun á þeim undir alla þrjá fasa verkefnisins. „Sprungurnar eru á mörgum stöðum óaðgengilegar og hættulegar og því hafa þau svæði ekki verið í forgangi.“

Rannsakað í fjórar vikur

Jarðkönnun á sprungum í Grindavík hófst formlega fyrir fjórum vikum. Almannavarnir segja mikið verk hafa verið unnið á þeim tíma en tímafrekt hafi verið að skipuleggja verkefnið, m.a. Að forgangsraða og  skipta bænum niður í hólf af viðráðanlegri stærð fyrir túlkun gagna. Þá hafi verið mikilvægt að útbúa aðgerðaráætlun til að stuðla að kerfisbundinni rannsókn á svæðinu.

SundursprungiðRúmlega þrír mánuðir eru síðan að jarðhræringarnar miklu gengu yfir Grindavík og sprungur opnuðust í bænum. Kerfisbundin rannsókn á þeim hefur hins vegar aðeins staðið í fjórar vikur.

Almannavarnir segja að „ágætlega“ hafi gengið að manna verkefnið en um þrjátíu manns hafa komið að framkvæmd þess. Þá hafi gengið vel að finna nauðsynlegan búnað til verksins. „Túlkun jarðsjárgagna hefur tekið tíma þar sem það krefst sérfræðiþekkingar og hefur það á vissan hátt virkað takmarkandi á framvindu. Slæm veður, eldgos og lokanir í bænum hafa jafnframt seinkað framkvæmd. Framvinda verkefnisins telst þó yfir væntingum miðað við þann stutta tíma sem er liðinn frá því að rannsóknir hófust. Ef auka ætti afköstin þyrfti meiri mannskap og búnað í verkefnið sem gæti þá farið yfir fleiri svæði samtímis. Í skoðun er einnig að beita öðrum aðferðum við rannsóknir.“

Mikil óvissa

Í samantekt almannavarna er svo áréttað að enn ríki mikil óvissa um opin svæði í Grindavík. Megi þar sérstaklega nefna stærri sprungur og Stamphólagjánna og svæðin sunnan og norðan við þekktar sprungur. „Rétt er að girða þessi svæði af þangað til jarðkönnun er lokið og gæta þarf að öðrum mótvægisaðgerðum gagnvart þeim hættum sem þar kunna að vera til staðar.“

Ljóst þykir að sögn almannavarna að jarðkönnun á allri Grindavík muni taka talsverðan tíma. „Mikilvægt er að girða af svæði þar sem grunur leikur á um sprungur eða þar sem frekari jarðkönnun þarf að fara fram. Jafnframt er mikilvægt að sem skýrustum upplýsingum sé komið til fólks um hvaða svæði ber að varast í Grindavík.“

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum tók þá ákvörðun í byrjun vikunnar að heimila Grindvíkingum og forsvarsmönnum og öðrum starfsmönnum fyrirtækja að dvelja í bænum allan sólarhringinn. Innviðir eru hins vegar í lamasessi og hættur leynast víða.  

Kjósa
37
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • PB
  Páll Bragason skrifaði
  Grindavík er, því miður, óbyggileg eins og sakir standa og um ófyrirsjáanlega framtíð. Íbúar staðarins eru í sorgarferli, sem lýsir sér m.a. í reyði og afneitun. Það þarf að gefa blessuðu fólkinu hæfilegan tíma til að ná áttum.
  1
 • Árni Guðnýar skrifaði
  ÞÐ er likt & fyrri dagin hér er það frekjan & fjármagnið sem ræður för en ekki þeking og öryggi
  2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Reykjaneseldar

Mest lesið

Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
RÚV frestaði sýningu dagskrárliða til að forðast tap á síðasta ári
2
Greining

RÚV frest­aði sýn­ingu dag­skrárliða til að forð­ast tap á síð­asta ári

RÚV fékk 5,7 millj­arða króna úr rík­is­sjóði í fyrra og afl­aði 2,9 millj­arða króna tekna af sam­keppn­is­rekstri, sem er að­al­lega sala á aug­lýs­ing­um. Tekj­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafa auk­ist mik­ið á síð­ustu ár­um, ann­ars veg­ar vegna þess að íbú­um lands­ins hef­ur fjölg­að og hins veg­ar vegna þess að aug­lýs­inga­tekj­ur hafa auk­ist.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
4
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
Þöggunarmálsóknir gegn fjölmiðlum mæta andstöðu Evrópuráðs
8
Erlent

Þögg­un­ar­mál­s­ókn­ir gegn fjöl­miðl­um mæta and­stöðu Evr­ópu­ráðs

Ráð­herr­a­ráð Evr­ópu­ráðs hef­ur birt til­mæli til allra að­ild­ar­ríkja, þar með tal­ið Ís­lands, um að vinna eigi gegn SLAPP-mál­sókn­um, sem séu skað­leg­ar lýð­ræð­inu og al­manna­hag. Slík­um mál­sókn­um hef­ur ver­ið beitt gegn al­menn­ingi og fjöl­miðl­um til að þagga nið­ur eða refsa fyr­ir óþægi­lega um­fjöll­un. Tölu­vert er um SLAPP-mál­sókn­ir á Ís­landi, en ekk­ert ból­ar á inn­leið­ingu slíkra til­mæla af rík­is­stjórn, seg­ir Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
9
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Þetta er móðgun við okkur“
5
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
7
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
8
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
9
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu