Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Varla von á víðtækri búsetu í Grindavík

Það er ekki hægt að sturta nið­ur úr kló­sett­um í Grinda­vík. Ekki hita hús að ráði. En fólki er engu að síð­ur heim­ilt að dvelja í bæn­um all­an sól­ar­hring­inn. Bú­seta við þess­ar að­stæð­ur stang­ast ekki á við lög og regl­ur, að mati fram­kvæmda­stjóra Heil­brigðis­eft­ir­lits Suð­ur­nesja, en rekst­ur fyr­ir­tækja gæti gert það.

Varla von á víðtækri búsetu í Grindavík
Innviðir í lamasessi Allt frá því í jarðhræringunum miklu í nóvember hefur verið unnið að viðgerðum á lögnum þegar skemmda verður vart. Mynd: Heimildin / Golli

„Heilbrigðiseftirlitið lítur svo að opnun Grindavíkur í gær sé hugsuð til að gefa íbúum og fyrirtækjum möguleika á að huga að eigum sínum og að fyrirtæki geti undirbúið starfsemi,“ segir Ásmundur E Þorkelsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.  „Varla er von á víðtækri búsetu við núverandi aðstæður, enda ber ákvörðun lögreglustjóra Suðurnesja með sér að ýmsir annmarkar séu á búsetunni og vissum hópum ráðið frá henni.“  

Í Grindavík er ekkert kalt vatn og verulegur skortur á heitu vatni. Ásmundur segir að  samkvæmt upplýsingum sem hann hafi aflað sé stefnt að opnun vatnsveitu í áföngum næstu daga. Þá sé fráveita talin ósködduð og vel nothæf í nokkrum hlutum bæjarins. „Heilbrigðiseftirlitinu er ekki kunnugt um að starfsemi á starfssviði embættisins svo sem veitingaþjónusta, gistirekstur, skólar, dvalarheimili fari fram á þeim svæðum þar sem vatns- og fráveitu nýtur ekki við.“

Heimildin leitaði til Ásmundar vegna hinna löskuðu innviða og þeirra tíðinda að Grindvíkingum og þeim sem reka fyrirtæki sé nú heimilt að dvelja í Grindavík allan sólarhringinn. Annmarkarnir sem lögreglustjórinn áréttaði í tilkynningu sinni um þessa opnun, og Ásmundur vísa til, snúa fyrst og fremst að þeim hættum sem geta leynst í bænum. Þar er fjöldi sprunga, margar djúpar og ekki allar augljósar á yfirborði. Lögreglustjórinn ráðið fólki frá því að dvelja í bænum allan sólarhringinn og sagt að Grindavík sé ekki staður fyrir börn.  

En er heimilt samkvæmt lögum og reglum um t.d. hollustuhætti að dvelja og starfa í Grindavík við þær aðstæður sem eru uppi, þ.e. ekkert neysluvatn er tiltækt og heitt vatn af skornum skammti?

„Það er ekkert í hollustuháttalögunum sem tekur á búsetu,“ svarar Ásmundur.  „Lögin fjalla fyrst og fremst um hvernig tekið er á mengun frá ýmis konar starfsemi og hvernig hollustuhættir eru tryggðir í þjónustustarfsemi af ýmsum toga.“ 

Svo slæmt er ástandið í augnablikinu að fólk getur ekki notað salerni í húsum sínum og ekki hækkað í ofnum svo hiti innandyra er jafnvel aðeins rétt yfir frostmarki. „Löggjöfin tekur að afar takmörkuðu leyti á því hvernig aðbúnaður fólks er á einkaheimilum,“ segir Ásmundur. „Ekki verður séð að tímabundið vatnsleysi gangi gegn löggjöfinni þó slíkt ástand geri fólki augljóslega erfitt um vik.“

Munu sinna eftirliti

Ef ætlunin sé að nota húsnæði fyrir leyfisskylda starfsemi s.s. fyrir hótel, dvalarheimili, fangelsi, leikskóla eða sambærilegt, þá gæti langvarandi skortur á húshitun stangast á við fyrrnefnd lög, að sögn Ásmundar. Hann bendir þó á að hægt sé að hita hús með öðrum leiðum en heitu vatni, s.s. Með rafhitun, jafnvel með aðkomu rafstöðva, ef rafveitan annar ekki þeirri þörf.

„Verksvið heilbrigðisnefnda er fyrst og fremst ákveðið í lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir og lögum um matvæli og felst í leyfisveitingum og eftirliti með starfsemi sem fellur undir þessa löggjöf,“ segir Ásmundur. „Eftir sem áður verður fylgst með þeirri starfsemi sem fellur undir starfssvið heilbrigðisnefndar eftir því sem slík starfsemi kann að hefjast á ný í Grindavík.“

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Reykjaneseldar

„Yfirgnæfandi líkur“ á eldgosi á næstu þremur dögum
FréttirReykjaneseldar

„Yf­ir­gnæf­andi lík­ur“ á eld­gosi á næstu þrem­ur dög­um

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir yf­ir­gnæf­andi lík­ur á að það byrji að gjósa á Reykja­nesskaga á næstu tveim­ur dög­um. Hann seg­ir að flest bendi til þess að „þak­ið muni rofna á svip­uð­um slóð­um og áð­ur“. Hann tel­ur því ekki hættu á að það byrji inn­an Grinda­vík­ur þó að hraun geti flætt þang­að.
Hraunið gæti flætt yfir fjarskiptastöð Bandaríkjaflota
FréttirReykjaneseldar

Hraun­ið gæti flætt yf­ir fjar­skipta­stöð Banda­ríkja­flota

Bene­dikt G. Ófeigs­son, jarð­eðl­is­fræð­ing­ur og fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veð­ur­stofu Ís­lands, seg­ir gríð­ar­legt magn hrauns flæða úr sprung­unni sem opn­að­ist nærri Sund­hnúk­um norð­an við Grinda­vík í dag. Dragi ekki úr flæð­inu gæti flaum­ur­inn flætt að varn­ar­görð­un­um vest­an við Grinda­vík og að fjar­skipta­stöð banda­ríska flot­ans sem stað­sett ná­lægt Grinda­vík.

Mest lesið

Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
2
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Nærri tveggja milljarða gjaldþrotaslóð Björns Inga
5
Viðskipti

Nærri tveggja millj­arða gjald­þrota­slóð Björns Inga

Út­gáfu­fé­lag­ið sem stofn­að var ut­an um rekst­ur fjöl­mið­ils­ins Vilj­ans er gjald­þrota. Fé­lag­ið var í eigu for­eldra Björns Inga Hrafns­son­ar, sem er rit­stjóri og stofn­andi fjöl­mið­ils­ins. Út­gáfu­fé­lag­ið bæt­ist á lista yf­ir fjöl­mörg gjald­þrota fyr­ir­tæki sem hafa ver­ið und­ir stjórn og í eigu rit­stjór­ans. 1.800 millj­ón­um króna hef­ur ver­ið lýst í gjald­þrota­bú tengd Birni Inga þó enn liggi ekki fyr­ir hvaða kröf­ur voru gerð­ar í móð­ur­fé­lag fjöl­miðla­veld­is hans sem féll með lát­um ár­ið 2018.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
1
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
4
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
5
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár