Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Varla von á víðtækri búsetu í Grindavík

Það er ekki hægt að sturta nið­ur úr kló­sett­um í Grinda­vík. Ekki hita hús að ráði. En fólki er engu að síð­ur heim­ilt að dvelja í bæn­um all­an sól­ar­hring­inn. Bú­seta við þess­ar að­stæð­ur stang­ast ekki á við lög og regl­ur, að mati fram­kvæmda­stjóra Heil­brigðis­eft­ir­lits Suð­ur­nesja, en rekst­ur fyr­ir­tækja gæti gert það.

Varla von á víðtækri búsetu í Grindavík
Innviðir í lamasessi Allt frá því í jarðhræringunum miklu í nóvember hefur verið unnið að viðgerðum á lögnum þegar skemmda verður vart. Mynd: Heimildin / Golli

„Heilbrigðiseftirlitið lítur svo að opnun Grindavíkur í gær sé hugsuð til að gefa íbúum og fyrirtækjum möguleika á að huga að eigum sínum og að fyrirtæki geti undirbúið starfsemi,“ segir Ásmundur E Þorkelsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.  „Varla er von á víðtækri búsetu við núverandi aðstæður, enda ber ákvörðun lögreglustjóra Suðurnesja með sér að ýmsir annmarkar séu á búsetunni og vissum hópum ráðið frá henni.“  

Í Grindavík er ekkert kalt vatn og verulegur skortur á heitu vatni. Ásmundur segir að  samkvæmt upplýsingum sem hann hafi aflað sé stefnt að opnun vatnsveitu í áföngum næstu daga. Þá sé fráveita talin ósködduð og vel nothæf í nokkrum hlutum bæjarins. „Heilbrigðiseftirlitinu er ekki kunnugt um að starfsemi á starfssviði embættisins svo sem veitingaþjónusta, gistirekstur, skólar, dvalarheimili fari fram á þeim svæðum þar sem vatns- og fráveitu nýtur ekki við.“

Heimildin leitaði til Ásmundar vegna hinna löskuðu innviða og þeirra tíðinda að Grindvíkingum og þeim sem reka fyrirtæki sé nú heimilt að dvelja í Grindavík allan sólarhringinn. Annmarkarnir sem lögreglustjórinn áréttaði í tilkynningu sinni um þessa opnun, og Ásmundur vísa til, snúa fyrst og fremst að þeim hættum sem geta leynst í bænum. Þar er fjöldi sprunga, margar djúpar og ekki allar augljósar á yfirborði. Lögreglustjórinn ráðið fólki frá því að dvelja í bænum allan sólarhringinn og sagt að Grindavík sé ekki staður fyrir börn.  

En er heimilt samkvæmt lögum og reglum um t.d. hollustuhætti að dvelja og starfa í Grindavík við þær aðstæður sem eru uppi, þ.e. ekkert neysluvatn er tiltækt og heitt vatn af skornum skammti?

„Það er ekkert í hollustuháttalögunum sem tekur á búsetu,“ svarar Ásmundur.  „Lögin fjalla fyrst og fremst um hvernig tekið er á mengun frá ýmis konar starfsemi og hvernig hollustuhættir eru tryggðir í þjónustustarfsemi af ýmsum toga.“ 

Svo slæmt er ástandið í augnablikinu að fólk getur ekki notað salerni í húsum sínum og ekki hækkað í ofnum svo hiti innandyra er jafnvel aðeins rétt yfir frostmarki. „Löggjöfin tekur að afar takmörkuðu leyti á því hvernig aðbúnaður fólks er á einkaheimilum,“ segir Ásmundur. „Ekki verður séð að tímabundið vatnsleysi gangi gegn löggjöfinni þó slíkt ástand geri fólki augljóslega erfitt um vik.“

Munu sinna eftirliti

Ef ætlunin sé að nota húsnæði fyrir leyfisskylda starfsemi s.s. fyrir hótel, dvalarheimili, fangelsi, leikskóla eða sambærilegt, þá gæti langvarandi skortur á húshitun stangast á við fyrrnefnd lög, að sögn Ásmundar. Hann bendir þó á að hægt sé að hita hús með öðrum leiðum en heitu vatni, s.s. Með rafhitun, jafnvel með aðkomu rafstöðva, ef rafveitan annar ekki þeirri þörf.

„Verksvið heilbrigðisnefnda er fyrst og fremst ákveðið í lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir og lögum um matvæli og felst í leyfisveitingum og eftirliti með starfsemi sem fellur undir þessa löggjöf,“ segir Ásmundur. „Eftir sem áður verður fylgst með þeirri starfsemi sem fellur undir starfssvið heilbrigðisnefndar eftir því sem slík starfsemi kann að hefjast á ný í Grindavík.“

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Reykjaneseldar

„Yfirgnæfandi líkur“ á eldgosi á næstu þremur dögum
FréttirReykjaneseldar

„Yf­ir­gnæf­andi lík­ur“ á eld­gosi á næstu þrem­ur dög­um

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir yf­ir­gnæf­andi lík­ur á að það byrji að gjósa á Reykja­nesskaga á næstu tveim­ur dög­um. Hann seg­ir að flest bendi til þess að „þak­ið muni rofna á svip­uð­um slóð­um og áð­ur“. Hann tel­ur því ekki hættu á að það byrji inn­an Grinda­vík­ur þó að hraun geti flætt þang­að.
Hraunið gæti flætt yfir fjarskiptastöð Bandaríkjaflota
FréttirReykjaneseldar

Hraun­ið gæti flætt yf­ir fjar­skipta­stöð Banda­ríkja­flota

Bene­dikt G. Ófeigs­son, jarð­eðl­is­fræð­ing­ur og fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veð­ur­stofu Ís­lands, seg­ir gríð­ar­legt magn hrauns flæða úr sprung­unni sem opn­að­ist nærri Sund­hnúk­um norð­an við Grinda­vík í dag. Dragi ekki úr flæð­inu gæti flaum­ur­inn flætt að varn­ar­görð­un­um vest­an við Grinda­vík og að fjar­skipta­stöð banda­ríska flot­ans sem stað­sett ná­lægt Grinda­vík.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár