Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Varla von á víðtækri búsetu í Grindavík

Það er ekki hægt að sturta nið­ur úr kló­sett­um í Grinda­vík. Ekki hita hús að ráði. En fólki er engu að síð­ur heim­ilt að dvelja í bæn­um all­an sól­ar­hring­inn. Bú­seta við þess­ar að­stæð­ur stang­ast ekki á við lög og regl­ur, að mati fram­kvæmda­stjóra Heil­brigðis­eft­ir­lits Suð­ur­nesja, en rekst­ur fyr­ir­tækja gæti gert það.

Varla von á víðtækri búsetu í Grindavík
Innviðir í lamasessi Allt frá því í jarðhræringunum miklu í nóvember hefur verið unnið að viðgerðum á lögnum þegar skemmda verður vart. Mynd: Heimildin / Golli

„Heilbrigðiseftirlitið lítur svo að opnun Grindavíkur í gær sé hugsuð til að gefa íbúum og fyrirtækjum möguleika á að huga að eigum sínum og að fyrirtæki geti undirbúið starfsemi,“ segir Ásmundur E Þorkelsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.  „Varla er von á víðtækri búsetu við núverandi aðstæður, enda ber ákvörðun lögreglustjóra Suðurnesja með sér að ýmsir annmarkar séu á búsetunni og vissum hópum ráðið frá henni.“  

Í Grindavík er ekkert kalt vatn og verulegur skortur á heitu vatni. Ásmundur segir að  samkvæmt upplýsingum sem hann hafi aflað sé stefnt að opnun vatnsveitu í áföngum næstu daga. Þá sé fráveita talin ósködduð og vel nothæf í nokkrum hlutum bæjarins. „Heilbrigðiseftirlitinu er ekki kunnugt um að starfsemi á starfssviði embættisins svo sem veitingaþjónusta, gistirekstur, skólar, dvalarheimili fari fram á þeim svæðum þar sem vatns- og fráveitu nýtur ekki við.“

Heimildin leitaði til Ásmundar vegna hinna löskuðu innviða og þeirra tíðinda að Grindvíkingum og þeim sem reka fyrirtæki sé nú heimilt að dvelja í Grindavík allan sólarhringinn. Annmarkarnir sem lögreglustjórinn áréttaði í tilkynningu sinni um þessa opnun, og Ásmundur vísa til, snúa fyrst og fremst að þeim hættum sem geta leynst í bænum. Þar er fjöldi sprunga, margar djúpar og ekki allar augljósar á yfirborði. Lögreglustjórinn ráðið fólki frá því að dvelja í bænum allan sólarhringinn og sagt að Grindavík sé ekki staður fyrir börn.  

En er heimilt samkvæmt lögum og reglum um t.d. hollustuhætti að dvelja og starfa í Grindavík við þær aðstæður sem eru uppi, þ.e. ekkert neysluvatn er tiltækt og heitt vatn af skornum skammti?

„Það er ekkert í hollustuháttalögunum sem tekur á búsetu,“ svarar Ásmundur.  „Lögin fjalla fyrst og fremst um hvernig tekið er á mengun frá ýmis konar starfsemi og hvernig hollustuhættir eru tryggðir í þjónustustarfsemi af ýmsum toga.“ 

Svo slæmt er ástandið í augnablikinu að fólk getur ekki notað salerni í húsum sínum og ekki hækkað í ofnum svo hiti innandyra er jafnvel aðeins rétt yfir frostmarki. „Löggjöfin tekur að afar takmörkuðu leyti á því hvernig aðbúnaður fólks er á einkaheimilum,“ segir Ásmundur. „Ekki verður séð að tímabundið vatnsleysi gangi gegn löggjöfinni þó slíkt ástand geri fólki augljóslega erfitt um vik.“

Munu sinna eftirliti

Ef ætlunin sé að nota húsnæði fyrir leyfisskylda starfsemi s.s. fyrir hótel, dvalarheimili, fangelsi, leikskóla eða sambærilegt, þá gæti langvarandi skortur á húshitun stangast á við fyrrnefnd lög, að sögn Ásmundar. Hann bendir þó á að hægt sé að hita hús með öðrum leiðum en heitu vatni, s.s. Með rafhitun, jafnvel með aðkomu rafstöðva, ef rafveitan annar ekki þeirri þörf.

„Verksvið heilbrigðisnefnda er fyrst og fremst ákveðið í lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir og lögum um matvæli og felst í leyfisveitingum og eftirliti með starfsemi sem fellur undir þessa löggjöf,“ segir Ásmundur. „Eftir sem áður verður fylgst með þeirri starfsemi sem fellur undir starfssvið heilbrigðisnefndar eftir því sem slík starfsemi kann að hefjast á ný í Grindavík.“

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Reykjaneseldar

„Yfirgnæfandi líkur“ á eldgosi á næstu þremur dögum
FréttirReykjaneseldar

„Yf­ir­gnæf­andi lík­ur“ á eld­gosi á næstu þrem­ur dög­um

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir yf­ir­gnæf­andi lík­ur á að það byrji að gjósa á Reykja­nesskaga á næstu tveim­ur dög­um. Hann seg­ir að flest bendi til þess að „þak­ið muni rofna á svip­uð­um slóð­um og áð­ur“. Hann tel­ur því ekki hættu á að það byrji inn­an Grinda­vík­ur þó að hraun geti flætt þang­að.
Hraunið gæti flætt yfir fjarskiptastöð Bandaríkjaflota
FréttirReykjaneseldar

Hraun­ið gæti flætt yf­ir fjar­skipta­stöð Banda­ríkja­flota

Bene­dikt G. Ófeigs­son, jarð­eðl­is­fræð­ing­ur og fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veð­ur­stofu Ís­lands, seg­ir gríð­ar­legt magn hrauns flæða úr sprung­unni sem opn­að­ist nærri Sund­hnúk­um norð­an við Grinda­vík í dag. Dragi ekki úr flæð­inu gæti flaum­ur­inn flætt að varn­ar­görð­un­um vest­an við Grinda­vík og að fjar­skipta­stöð banda­ríska flot­ans sem stað­sett ná­lægt Grinda­vík.

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Bára Hlín býður heim: Jólahefðir og mínimalismi
3
Viðtal

Bára Hlín býð­ur heim: Jóla­hefð­ir og míni­mal­ismi

Ung hjón festu í hittifyrra kaup á ein­lyftu, stíl­hreinu ein­býl­is­húsi. Þau tóku hús­ið í gegn, breyttu skipu­lag­inu og í dag ræð­ur þar míni­mal­ism­inn ríkj­um. Bára Hlín Vign­is­dótt­ir er út­still­ing­ar­hönn­uð­ur og er bú­in að skreyta svo­lít­ið fyr­ir jól­in. Út­kom­an er stíl­hrein og míni­malísk, eins og hús­ið sjálft. Bára er frá Grinda­vík og henn­ar nán­ustu misstu sum­ir heim­ili sín vegna nátt­úru­ham­fara. Hún er að ná sér eft­ir ham­far­irn­ar, enda áfall fyr­ir þau öll.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
6
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár