Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Með vatnsbirgðir til að ráða við einn „venjulegan húsbruna“

Vegna lask­aðra inn­viða eru að­stæð­ur í Grinda­vík til slökkvistarfa ekki þær ákjós­an­leg­ustu. Slökkvi­lið Grinda­vík­ur býr yf­ir vatns­birgð­um fyr­ir fyrsta við­bragð ef upp kæmi elds­voði en þyrfti að sækja vatn í sjó eða til Svartseng­is ef þær duga ekki til. „Nei, nei, nei,“ svar­ar slökkvi­liðs­stjór­inn, spurð­ur hvort hann ætli að gista í bæn­um.

Með vatnsbirgðir til að ráða við einn „venjulegan húsbruna“
Innviðir í lamasessi Heitt vatn er af skornum skammti og kalt vatn ekki á Grindavík. Mynd: Golli

„Það horfir svo sem ágætlega við okkur,“ segir Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, spurður um hvernig honum litist á að fyrirtækjum í bænum sé heimilt að hefja starfsemi og Grindvíkingum að dvelja þar allan sólarhringinn.  „Við náttúrlega sníðum okkur stakk eftir vexti.“ 

Hann segist ekki eiga von á því að mikill fjöldi íbúa vilji gista í Grindavík við þær aðstæður sem uppi eru. Það er ekkert kalt vatn og þar af leiðandi ekki hægt að nota salerni og fleira. Það er lítið heitt vatn og því takmarkaður hiti á húsum. Margir séu búnir að koma sér annars staðar fyrir til bráðabirgða eða langframa og flytja alla búslóðina sína í burtu. „Ég á ekki von á því að það verði gist í mörgum húsum í nótt. Þannig að okkar viðbúnaður miðast við það að tryggja öryggi þessara fáu sem eru í bænum.“

SlökkviliðsstjórinnEinar Sveinn Jónsson.

Einar Sveinn er nokkuð brattur en segir þó að það sé að sjálfsögðu snúið að hanna viðbragð slökkviliðs við þær aðstæður sem uppi eru í Grindavík. „Þetta er snúið og krefjandi,“ segir hann, „en við leysum það eins og önnur verkefni sem við höfum tekist á við síðastliðna mánuði“.

Fjölmenn vakt er nú í bænum að sögn Einars en hingað til hefur lítið viðbragð verið til taks á nóttunni enda enginn dvalið þar næturlangt um hríð. TIl standi að auka viðveru slökkviliðsins eftir því hversu margir ákveða að snúa til baka og hver virknin verður, t.d. hjá fyrirtækjum. 

Samræmist þetta öllum reglum um brunavarnir að heimild sé til dvalar allan sólarhringinn?

„Já, við munum að sjálfsögðu tryggja það að við uppfyllum allar reglur og lög, annars værum við ekki að heimila íbúagistingu,“ svarar Einar. „Við erum að yfirfara með Húsnæðis- og mannvirkjastofnun allar áætlanir út frá breyttum sviðsmyndum. Það eru breytingar frá því sem var. Og við erum að sníða okkur stakk eftir vexti og endurskoða allar áætlanir og hvaða viðbragð þarf að vera. Þetta er í endurskoðun og í dag erum við með fulltrúa frá HMS í heimsókn þar sem við erum að yfirfara hvert viðbragðið þarf raunverulega að vera miðað við mannfjölda og umfang í bænum.“

Hann segir það sína skyldu sem slökkviliðsstjóra að fólk sé öruggt í Grindavík út frá ákvæðum brunareglugerðar. „Og við erum búin að hugsa það út.“ Vatnsbirgðir séu „klárar í húsi“ til að takast á við „venjulegan“ húsbruna. „Öll stærstu fyrirtækin sem eru að fara í gang eru við sjó þannig að við eigum búnað og lagnir til þess að leggja að þeim.“

Ertu með ráð eða viðvörunarorð fyrir fólk sem ætlar að vera þarna, hvort sem er yfir dag eða nótt?

„Það er bara að ganga hægt um gleðinnar dyr og bera virðingu fyrir öllu sem er í kring, bæði náttúru og umhverfinu sem fólk er að ganga inn í,“ svarar Einar Sveinn. „Auðvitað getur í þessum hræringum margt farið úrskeiðis. Rafbúnaður laskast og vatnskerfin. Það á nú að hleypa á kaldavatnskerfin á morgun og það þarf að vera vel vakandi fyrir lekum svo að það verði ekki tjón af því.“

Bærinn að lifna við

Laust fyrir hádegi í dag þegar blaðamaður Heimildarinnar ræddi við Einar var fólk farið að koma til bæjarins. „það er svolítið af fólki komið til að kanna sín fyrirtæki og kveikja ljós og koma sér aðeins á stað. Það er ánægjulegt að sjá að það er aðeins meira líf í bænum heldur en er búið að vera lengi.“ 

„Þannig að okkar viðbúnaður miðast við það að tryggja öryggi þessara fáu sem eru í bænum.“

Góð tilfinning?

„Já, við erum búin að vera svolítið einmana i bænum síðastliðnar vikur. Það er alltaf ánægjulegt að sjá fólk koma aftur.“

Einar Sveinn er Grindvíkingur og hefur sinnt vöktum líkt og kollegar hans í slökkviliðinu í bænum allt frá 10. nóvember. „Þannig að við erum búin að standa lengi vaktina og reyna að halda þessu góðu.“

Spurður hvort hann sé uggandi yfir því að eitthvað komi upp á, s.s. miklir vatnslekar eða eldsvoði, nú þegar líf er að færast í bæinn svarar Einar Sveinn: „Ég er kannski ekki beint hræddur um það en að sjálfsögðu, með auknum umsvifum eru meiri möguleikar á að það komi upp eitthvað frávik, að eitthvað komi upp á. En það er bara partur af þessu. Ef við ætlum að kveikja ljósin í Grindavík þá verðum við bara að kveikja. Það geta fylgt því frávik og við bara tökumst á við það og erum að reyna að undirbúa okkur hvað við getum til þess að geta það.“

Verðið þið með vakt í nótt?

„Það verður einhver vakt í nótt. Það er ekki fast mótað. VIð verðum bara að sjá hvernig dagurinn þróast. Fjöldinn og annað. Við spilum þetta að fingrum fram fram eftir degi.“

Ætlar þú að gista?

„Nei, nei, nei.“

Einn sjúkrabíll á dagvinnutíma

Brunavarnir Suðurnesja, sem eru með höfuðstöðvar sínar í Reykjanesbæ, sjá um sjúkraflutninga frá Grindavík og eru auk þess tilbúnar til aðstoðar ef slökkviliðið í Grindavík óskar eftir því. Sigurður Skarphéðinsson, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja, segir einn sjúkrabíl alltaf til taks í Grindavík á dagvinnutíma og til greina komi að hafa hann einnig á staðnum á nóttunni nú þegar aðgangur að bænum, íbúðarhúsum og fyrirtækjum, er orðinn rúmur. „Auðvitað eru þetta hvorki góðar aðstæður né ákjósanlegar,“ segir hann. Allt verði vissulega erfiðara þegar ekki sé hægt að taka vatn með hefðbundnum hætti. Hann segist þó skilja fullvel að fólk vilji komast heim til sín, þrátt fyrir að innviðir séu laskaðir. 

Aðgengi að Gríndavík fyrir viðbragðsaðila er ekki jafn gott og áður. „Það er ekki hægt að neita því,“ segir Sigurður, enda flæddi hraun yfir Grindavíkurveg og því um lengri veg að fara fyrir slökkvibíla frá Reykjanesbæ, verði aðstoðar þeirra óskað. Unnið er að úrbótum með hjáleiðum hvað það varðar sem vonandi komist í gagnið sem fyrst.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Reykjaneseldar

„Yfirgnæfandi líkur“ á eldgosi á næstu þremur dögum
FréttirReykjaneseldar

„Yf­ir­gnæf­andi lík­ur“ á eld­gosi á næstu þrem­ur dög­um

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir yf­ir­gnæf­andi lík­ur á að það byrji að gjósa á Reykja­nesskaga á næstu tveim­ur dög­um. Hann seg­ir að flest bendi til þess að „þak­ið muni rofna á svip­uð­um slóð­um og áð­ur“. Hann tel­ur því ekki hættu á að það byrji inn­an Grinda­vík­ur þó að hraun geti flætt þang­að.
Hraunið gæti flætt yfir fjarskiptastöð Bandaríkjaflota
FréttirReykjaneseldar

Hraun­ið gæti flætt yf­ir fjar­skipta­stöð Banda­ríkja­flota

Bene­dikt G. Ófeigs­son, jarð­eðl­is­fræð­ing­ur og fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veð­ur­stofu Ís­lands, seg­ir gríð­ar­legt magn hrauns flæða úr sprung­unni sem opn­að­ist nærri Sund­hnúk­um norð­an við Grinda­vík í dag. Dragi ekki úr flæð­inu gæti flaum­ur­inn flætt að varn­ar­görð­un­um vest­an við Grinda­vík og að fjar­skipta­stöð banda­ríska flot­ans sem stað­sett ná­lægt Grinda­vík.

Mest lesið

Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
1
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.
Önnur vaxtalækkun Hadiu Helgu
2
Viðtal

Önn­ur vaxta­lækk­un Hadiu Helgu

Þeg­ar fjöl­skylda í Kópa­vogi tók á móti stúlku­barni í heim­inn í nóv­em­ber ár­ið 2020 voru nokkr­ir dag­ar í sein­ustu vaxta­lækk­un Seðla­bank­ans í hart­nær fjög­ur ár. Hadia Helga Ás­dís­ar­dótt­ir Virk á hag­fræði­mennt­aða for­eldra sem náðu að festa sögu­lega lága vexti til fimm ára þeg­ar hún var ein­ung­is mán­að­ar­göm­ul. Nú lækka vext­ir á ný. For­eldr­ar henn­ar búa sig samt und­ir skell að ári.
Bjarni vildi ekki þykjast - Svandís segir hann óhæfan
4
FréttirStjórnarslit 2024

Bjarni vildi ekki þykj­ast - Svandís seg­ir hann óhæf­an

Full­trú­ar allra flokka á þingi nýttu þing­fund­inn í dag til að hefja kosn­inga­bar­áttu sína. Bjarni Bene­dikts­son sagð­ist hafa lit­ið svo á að hann væri að bregð­ast sjálf­um sér og lands­mönn­um ef hann myndi þykj­ast geta leitt áfram stjórn án sátt­ar. Svandís Svavars­dótt­ir fór yf­ir at­burða­rás­ina í að­drag­anda þingrofs og sagði Bjarna óhæf­an til að leiða rík­is­stjórn.
„Ég sakna þess að stinga fólk“
9
FréttirHeilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“

78 sjúk­ling­ar liggja á göng­um Land­spít­al­ans því ekki er pláss fyr­ir þá ann­ars stað­ar og spít­al­inn hef­ur ver­ið á efsta við­bragðs­stigi í tæp­an mán­uð. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem hafa skipt yf­ir í tækni­geir­ann sakna þess stund­um að vinna á „á gólf­inu“ en á með­an álag­ið og streit­an í heil­brigðis­kerf­inu held­ur áfram að aukast er það ekki mögu­leiki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
4
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
5
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.
Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
7
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Hjúkrunarfræðingar í tæknigeiranum ætla að leysa vanda heilbrigðiskerfisins
10
Viðtal

Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar í tækni­geir­an­um ætla að leysa vanda heil­brigðis­kerf­is­ins

Fimm hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem sögðu skil­ið við spít­al­ann og heilsu­gæsl­una og skiptu yf­ir í heil­brigðis­tækni­geir­ann vilja gera það sem þær geta til að bæta starfs­um­hverfi heil­brigð­is­starfs­fólks og breyta því hvernig heil­brigð­is­þjón­usta er veitt. Þær sakna þess að starfa „á gólf­inu“ en minni streita, sveigj­an­leg­ur vinnu­tími og hærri laun halda þeim í tækni­geir­an­um.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
5
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
6
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
7
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
9
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu