Tilnefninganefnd almenningshlutafélagsins Festi leggur til að Þórður Már Jóhannesson, fjárfestir og fyrrverandi stjórnarformaður félagsins, verði aftur kjörinn í stjórn á aðalfundinum sem fer fram þann 6. mars.
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) er stærsti hluthafinn í Festi og jafnframt einn umfangsmesti fjárfestir á íslenska hlutabréfamarkaðnum. Stjórn sjóðsins lýsir „yfir vonbrigðum með störf tilnefningarnefndar Festis,“ samkvæmt svari til Heimildarinnar þar sem spurt var um afstöðu til þess að Þórður Már taki aftur sæti í stjórn.
„Við kosningu stjórnarmanna sé litið til þess að stjórnarmenn hafi ekki sýnt af sér hegðun sem kann að rýra traust þeirra og trúverðugleika“
Þar er vísar LSR í eigendastefnu sjóðsins og segir ennfremur: „Í stefnunni er fjallað um helstu atriði sem líta ber til við beitingu hluthafaréttinda í starfsemi sjóðsins. Í kafla 8.c. er fjallað um val á stjórnarmönnum og kröfur til þeirra og segir þar meðal annars að við kosningu stjórnarmanna sé …
Athugasemdir