„Ég er mjög, mjög hamingjusamur,“ segir palestínski faðirinn Mohammed Alsaq um nýjustu vendingar í máli fjölskyldu hans sem föst er á Gazasvæðinu.
Mohammed, sem er menntaður lögfræðingur og með stöðu flóttamanns hér á landi, hafði gengið illa að fá samþykkta fjölskyldusameiningu fyrir eiginkonu sína og fimm börn af þeim sökum að yngsti sonurinn – hinn sex vikna Abdulkarim – átti ekki vegabréf.
Mohammed sagði sögu sína í Heimildinni síðastliðinn föstudag. Síðar sama dag fékk hann tölvupóst frá Útlendingastofnun þess efnis að fjölskyldusameiningin hefði verið samþykkt.
Nú bíður Mohammed, eins og fleiri palestínskir foreldrar og börn, eftir því að fjölskyldan komist út af Gaza og hingað til lands. Það hefur gengið illa fyrir meginþorrann af fólkinu á Gaza sem er komið með dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Sjálfboðaliðar hafa farið út til Kaíró, höfuðborgar Egyptalands, til þess …
Athugasemdir (2)