Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Sex vikna og kemst ekki til föður síns án vegabréfs

Abdul­karim Alzaq er að­eins sex vikna gam­all. Þessa stuttu ævi hef­ur hann bú­ið í tjaldi á Gaza­svæð­inu. Hann á föð­ur á Ís­landi sem hef­ur ekki tek­ist að fá sam­þykkt dval­ar­leyfi hér fyr­ir son­inn unga vegna þess að hann á ekki vega­bréf; ekki frek­ar en flest önn­ur börn sem hafa fæðst á Gaza­svæð­inu á síð­ustu mán­uð­um. Lög­in heim­ila und­an­þágu frá þess­ari kröfu en þeirri und­an­þágu hef­ur Út­lend­inga­stofn­un ekki beitt.

Sex vikna og kemst ekki til föður síns án vegabréfs
Sex vikna Foreldrarnir nefndu Abdulkarim í höfuðið á frænda Mohammeds sem lést í árásum Ísraelshers.

Til þess að palestínskar fjölskyldur sem eiga ættingja á Íslandi eigi svo mikið sem möguleika á því að komast af svæðinu og til feðra sinna, mæðra eða barna, þurfa þær að fá samþykkta fjölskyldusameiningu frá Útlendingastofnun. Því ferli hefur verið flýtt og 128 palestínskir ríkisborgarar sem eiga hér dvalarleyfi eru enn fastir á Gaza. 

En sumir, eins og Mohammed Alsaq – palestínskur fimm barna faðir sem er með stöðu flóttamanns hér á landi, hafa ekki einu sinni fengið samþykki fyrir sameiningu, þrátt fyrir að eiga ung börn sem búa í tjöldum eða á götunni á Gazasvæðinu, hrædd um að þau geti orðið fyrir ísraelskri sprengju á hverri stundu. Það þýðir að börnin hans fimm og eiginkona eru ekki einu sinni á lista sjálfboðaliða sem hafa farið til Kaíró til þess að reyna að koma fólkinu út af Gaza. Listann eru einnig íslenskir diplómatar með sem eru staddir úti á vegum …

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Föst á Gaza

Sema segir engar mútur hafa verið greiddar – Ráðamenn reyni að sverta mannorð sjálfboðaliða
FréttirFöst á Gaza

Sema seg­ir eng­ar mút­ur hafa ver­ið greidd­ar – Ráða­menn reyni að sverta mann­orð sjálf­boða­liða

Stofn­andi og for­seti Solar­is, sem hef­ur unn­ið að því að koma dval­ar­leyf­is­höf­um frá Gaza til Ís­lands, seg­ir það „gjör­sam­lega sturl­að“ að fylgj­ast með ráð­herr­um í rík­is­stjórn Ís­lands, stofn­un­um og þing­fólki sem ýji ít­rek­að að því að hún og aðr­ir sjálf­boða­lið­ar séu að brjóta af sér „og jafn­vel fremja lög­brot í við­leitni okk­ar til að koma fólki und­an þjóð­ern­is­hreins­un­um.“
Dvalarleyfishafar senda kvörtun til umboðsmanns Alþingis
FréttirFöst á Gaza

Dval­ar­leyf­is­haf­ar senda kvört­un til um­boðs­manns Al­þing­is

Móð­ir og þrjú börn hafa feng­ið sam­þykkta fjöl­skyldusam­ein­ingu á Ís­landi en sitja enn föst á Gaza. Fjöl­skyldufað­ir­inn er dval­ar­leyf­is­hafi á Ís­landi. Lög­fræð­ing­ur fjöl­skyld­unn­ar hef­ur sent inn kvört­un til um­boðs­manns Al­þing­is. Er þar hald­ið fram að ís­lenska rík­ið fari á mis við laga­ákvæði og al­þjóð­leg­ar skuld­bind­ing­ar með að­gerða­leysi sínu við að forða fólki frá stríðs­hrjáð­um svæð­um á Gaza.
Ísraelar skoða listann sérstaklega því enginn íslenskur ríkisborgari er á honum
FréttirFöst á Gaza

Ísra­el­ar skoða list­ann sér­stak­lega því eng­inn ís­lensk­ur rík­is­borg­ari er á hon­um

Í til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu seg­ir að tíma­lína mögu­legra fólks­flutn­inga dval­ar­leyf­is­hafa frá Gaza liggi ekki fyr­ir. Verk­efn­ið sé ein­stakt því eng­ir ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar séu á lista stjórn­valda. Þetta hafi í för með sér að ísra­elsk stjórn­völd þurfi að skoða mál­ið sér­stak­lega.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár