Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Háskólinn í Reykjavík hafnar tilboði háskólaráðherra

Stjórn Há­skól­ans í Reykja­vík tel­ur sig ekki geta tek­ið til­boði há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra um að fá full­an rík­is­styrk gegn af­námi skóla­gjalda. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu seg­ir að með því að sam­þykkja hug­mynd­ir ráð­herra skerð­ist rekstr­ar­tekj­ur skól­ans um 1200 millj­ón­ir króna ár­lega.

Háskólinn í Reykjavík hafnar tilboði háskólaráðherra
Háskólinn í Reykjavík hafnar tilboði háskólaráðherra og segir að í því felist umtalsverð tekjuskerðing Mynd: Wikipedia

Háskólinn í Reykjavík ætlar ekki að þekkjast boð háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra um að fá fullan ríkisstyrk gegn því að afnema skólagjöld. Í fréttatilkynningu sem háskólinn sendi frá sér fyrir stuttu segir að stjórn skólans  „telur sér ekki fært að skerða rekstrartekjur skólans um 1200 milljónir  á ári með því að samþykkja hugmynd háskóla,- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins um aukið ríkisframlag.“ 

Ákvörðun stjórnar Háskólans í Reykjavík byggir að mörgu leyti á röksemdum sem komu fram ályktun Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík sem var birt fyrr í morgun. Í þeirri ályktun kom fram að nemendur telji að í tilboði ráðherra felist í raun fjárskerðing til skólans.

Ekki sé hægt að samþykkja tilboðið og varðveita á sama tíma gæði náms og sérstöðu skólans. „Við í stúdentaráði teljum ómögulegt að halda þessari sérstöðu sem nemendur í HR kjósa með svona fjárskerðingum,“ segir í ályktuninni.  

Í tilkynningunni er haft eftir Ragnhildi Helgadóttur, rektor Háskólans í Reykjavík, sem segir það sé „mikilvægt að það komi fram að ekki er verið að auka við það fjármagn sem fer inn í háskólakerfið í heild sinni heldur er verið að breyta því hvernig kökunni er skipt.“ 

Ragnhildur bendir á að heildarfjármagn til háskólanna myndi í raun minnka ef allir tæku þátt í því. Það komi ekki aðeins illa niður á Háskólanum í Reykjavík heldur öðrum háskólum líka.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hermann Óskarsson skrifaði
    Þetta svokallaða boð er auðvitað ekkert annað en aðför að fjármögnun ríkisháskólanna sem þurfa að deila með hinum sem þyggja boðið sameiginlegum fjármunapotti sem þýðir að tekjur þeirra lækka.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár