Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tæpur helmingur Grindvíkinga vill nýtt brunabótamat

Síð­ustu rúmu vik­una, eft­ir að stjórn­völd gáfu út að þau myndu kaupa íbúð­ar­hús­næði af Grind­vík­ing­um, hafa hrúg­ast inn beiðn­ir um end­ur­mat á virði þeirra.

Tæpur helmingur Grindvíkinga vill nýtt brunabótamat
Tómt Í byrjun nóvember bjuggu um 3.700 manns á 1.120 heimilum í Grindavik. Nú býr enginn þar. Mynd: Golli

Alls hafa fasteignaeigendur í Grindavík lagt fram 502 beiðnir um endurmat á brunabótamati sínu til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar frá því í byrjun nóvember 2023, en bærinn var rýmdur þann 10. nóvember það ár vegna jarðhræringa. Síðan hefur gosið þrívegis í námunda við Grindavík og hraun flætt inn fyrir bæjarmörkin. Af þessum 502 beiðnum varða 493 íbúðarhúsnæði en alls eru 1.120 heimili í Grindavík. Flestar beiðnir, alls 360 talsins, komu inn í þessari eða síðustu viku. Því komu 72 prósent beiðna fram eftir að fyrir lá að stjórnvöld ætluðu sér að kaupa íbúðarhúsnæði allra þeirra Grindvíkinga sem hafa áhuga á því að selja. 

Samkvæmt upplýsingum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er vinnslutími á endurmatsbeiðnum vanalega vika, en það mun hægjast á þeirri vinnu vegna þess hversu margar beiðnir liggi nú inni hjá stofnuninni. 

Fyrir liggur að ekki verður búið í Grindavík í fyrirsjáanlegri framtíð og fjölmörg hús þar eru skemmd eða ónýt. …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Reykjaneseldar

„Yfirgnæfandi líkur“ á eldgosi á næstu þremur dögum
FréttirReykjaneseldar

„Yf­ir­gnæf­andi lík­ur“ á eld­gosi á næstu þrem­ur dög­um

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir yf­ir­gnæf­andi lík­ur á að það byrji að gjósa á Reykja­nesskaga á næstu tveim­ur dög­um. Hann seg­ir að flest bendi til þess að „þak­ið muni rofna á svip­uð­um slóð­um og áð­ur“. Hann tel­ur því ekki hættu á að það byrji inn­an Grinda­vík­ur þó að hraun geti flætt þang­að.
Hraunið gæti flætt yfir fjarskiptastöð Bandaríkjaflota
FréttirReykjaneseldar

Hraun­ið gæti flætt yf­ir fjar­skipta­stöð Banda­ríkja­flota

Bene­dikt G. Ófeigs­son, jarð­eðl­is­fræð­ing­ur og fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veð­ur­stofu Ís­lands, seg­ir gríð­ar­legt magn hrauns flæða úr sprung­unni sem opn­að­ist nærri Sund­hnúk­um norð­an við Grinda­vík í dag. Dragi ekki úr flæð­inu gæti flaum­ur­inn flætt að varn­ar­görð­un­um vest­an við Grinda­vík og að fjar­skipta­stöð banda­ríska flot­ans sem stað­sett ná­lægt Grinda­vík.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár