Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

„Fagnaðaróp um alla ganga og öllum rýmum skólans“

Lista­há­skóli Ís­lands var fljót­ur að sam­þykkja til­boð há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra um óskert fjár­fram­lög gegn af­námi skóla­gjalda. Sama dag og ráð­herra kynnti breyt­ing­arn­ar á há­skóla­kerf­inu sendi Krist­ín Ey­steins­dótt­ir, rektor Lista­há­skól­ans, út tölvu­póst þar sem nem­end­um og starfs­fólki var til­kynnt um að skóla­gjöld verði felld nið­ur frá og með næsta hausti.

„Fagnaðaróp um alla ganga og öllum rýmum skólans“
Kristín Eysteinsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, segir að mikil fagnaðarlæti hafi brotist út meðal nemenda og starfsfólks skólans þegar tilkynnt var um afnám skólagjalda Mynd: Golli

Mikill fögnuður braust út meðal nemenda og starfsfólks Listaháskóla Íslands þegar þeir fengu að vita að stjórnendur skólans hafi ákveðið að fella niður skólagjöld frá og með næsta hausti. Rektor Listaháskóla Íslands, Kristín Eysteinsdóttir, segir í samtali við Heimildina að það hafi verið mjög ánægjulegt að geta fært nemendum og kennurum þessar fréttir.

Skólinn greindi frá ákvörðun sinni um afnám skólagjalda skömmu eftir að háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tilkynnti að skólastjórnendum einkarekinna háskóla stæði til boða að fá óskert fjárframlög frá ríkinu gegn því að þeir afnemi skólagjöldin.

„Ég var þarna í Þverholtinu þar sem skrifstofan mín er og ég bara heyrði fagnaðaróp um alla ganga og öllum rýmum skólans,“ segir Kristín um viðbrögð nemenda og starfsfólk skólans við tölvupóstinum sem hún sendi út síðastliðinn þriðjudag. 

Mikil sóknarfæri fyrir háskólann

Hún segir stjórnendur skólans hafa verið í virku samtali við stjórnvöld í aðdraganda tilkynningar ráðherra og að skólinn hafi verið vel undirbúinn að taka afdráttarlausa afstöðu gagnvart úrræðinu um leið og það lá fyrir. „Við vorum búin að ræða þetta við stjórn skólans og reikna þetta allt saman út hvort við gætum þegið þetta úrræði.“

Kristín segir að ákvörðun skólans um að þiggja tilboð stjórnvalda muni ekki hafa mikil áhrif á reksturinn. Í stað þess að fá 75 prósent fjármögnun fær skólinn nú 100 prósent fjármögnun gegn niðurfellingu skólagjalda. Kristín tekur þó fram að skólanum sé hins vegar enn þá heimilt að rukka skráningargjald eins og opinberu háskólarnir gera.  

„Þannig að rekstur skólans breytist ekki að því leyti en auðvitað erum við þá kannski ekki lengur að stóla á skólagjöldin sem sjálfsaflafé. Við munum þá kannski leita að sértekjum í öðrum tækifærum. Það eru mikil sóknarfæri þar eins og til dæmis varðandi Opna listaháskólann og svona hlutir sem við erum að skoða í okkar stefnumótun þessa dagana.“ 

Reiðubúinn til þess að taka við fleiri umsóknum 

Kristín segist vænta þess að umsóknum muni fjölga talsvert í kjölfar breytinganna. Sömuleiðis telur hún að breytingin „muni skila sér í fjölbreyttari umsóknum og þar af leiðandi fjölbreyttari nemendahópi og fjölbreyttara menningar- og listalífi á endanum“. En það hefur verið eitt af meginmarkmiðum skólans frá upphafi að auka aðgengi að háskólanámi í listum. „Það er mikið jafnréttismál.“ 

„Kristín segist vænta þess að umsóknum muni fjölga talsvert í kjölfar breytinganna“

Spurð hvort inntökuferli skólans muni taka breytingum í ljósi þess að aðsókn muni aukast segir Kristín ekki vera þörf á því. Inntökuferlið verði með sama móti og skólinn sé vel í stakk búinn til þess að taka á móti miklum fjölda umsókna sem honum berst á hverju ári.  „Við erum með mjög þróuð umsóknarferli þar sem eru fagaðilar í hverri deild sem fara yfir umsækjendur, umsóknir og stýra umsóknarferlunum,“ segir Kristín. 

Listaháskólinn á krossgötum

Listaháskólinn stendur á miklum tímamótum. Ásamt niðurfellingu skólagjalda stendur til að færa starfsemi skólans undir eitt þak í Tollhúsið sem stendur milli Tryggvagötu og Geirsgötu. Í nóvember í fyrra tilkynnti skólinn um að dómnefnd í hönnunarsamkeppni um það hvernig skuli sníða húsnæðið að þörfum skólans hafi tekið til starfa.

Spurð hvar verkefnið standi um þessar mundir segir Kristín að verið sé að leggja lokahönd á matslíkan dómnefndar fyrir samkeppnina. Gert sé ráð fyrir því að opnað verði fyrir samkeppnina í þessum mánuði eða næsta. „Samkeppnin sjálf, það ferli, mun taka 10 til 12 mánuði þangað til vinningstillaga liggur fyrir og þá er auðvitað bara farið af stað,“ segir Kristín.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Ruglað saman við Höllu T. og drakk frítt allt kvöldið
Allt af létta

Rugl­að sam­an við Höllu T. og drakk frítt allt kvöld­ið

Anna Þóra Björns­dótt­ir vissi ekki hvað­an á sig stæði veðr­ið þeg­ar fólk fór að vinda sér upp að henni fyrr í maí og tjá henni að það ætl­aði að kjósa hana til for­seta Ís­lands. Svo átt­aði hún sig á því hvað væri í gangi, kjós­end­urn­ir héldu að þeir væru að tala við Höllu Tóm­as­dótt­ur for­setafram­bjóð­anda, ekki Önnu Þóru, eig­anda Sjáðu.
„Ég hef að góðu að hverfa aftur“
Allt af létta

„Ég hef að góðu að hverfa aft­ur“

Guð­mund­ur Karl Brynj­ars­son, sókn­ar­prest­ur í Linda­kirkju, laut í lægra haldi í bisk­ups­kjöri sem fram fór síðaslið­inn þriðju­dag. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist Guð­mund­ur ganga sátt­ur frá borði. Bisk­ups­kjör­ið hafi ver­ið ánægju­leg og lær­dóms­rík reynsla sem hann sé þakk­lát­ur fyr­ir. Hann seg­ist nú snúa sér aft­ur að sókn­ar­starf­inu í Linda­kirkju. Þar bíði hans mörg verk­efni.
„Mjög skrítið að sjá andlitið á sér alls staðar“
Allt af létta

„Mjög skrít­ið að sjá and­lit­ið á sér alls stað­ar“

Þeg­ar Heim­ild­in ræddi við Sig­ríði Hrund Pét­urs­dótt­ur hafði hún ekki náð til­skild­um fjölda með­mæl­enda til að geta boð­ið sig fram í kom­andi for­seta­kosn­ing­um. Hún dró fram­boð sitt til baka dag­inn sem for­setafram­bjóð­end­urn­ir skil­uðu und­ir­skriftal­ist­an­um. Sig­ríð­ur svar­aði ekki hversu mikl­um fjár­hæð­um hún eyddi í fram­boð­ið.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár