Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

„Fagnaðaróp um alla ganga og öllum rýmum skólans“

Lista­há­skóli Ís­lands var fljót­ur að sam­þykkja til­boð há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra um óskert fjár­fram­lög gegn af­námi skóla­gjalda. Sama dag og ráð­herra kynnti breyt­ing­arn­ar á há­skóla­kerf­inu sendi Krist­ín Ey­steins­dótt­ir, rektor Lista­há­skól­ans, út tölvu­póst þar sem nem­end­um og starfs­fólki var til­kynnt um að skóla­gjöld verði felld nið­ur frá og með næsta hausti.

„Fagnaðaróp um alla ganga og öllum rýmum skólans“
Kristín Eysteinsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, segir að mikil fagnaðarlæti hafi brotist út meðal nemenda og starfsfólks skólans þegar tilkynnt var um afnám skólagjalda Mynd: Golli

Mikill fögnuður braust út meðal nemenda og starfsfólks Listaháskóla Íslands þegar þeir fengu að vita að stjórnendur skólans hafi ákveðið að fella niður skólagjöld frá og með næsta hausti. Rektor Listaháskóla Íslands, Kristín Eysteinsdóttir, segir í samtali við Heimildina að það hafi verið mjög ánægjulegt að geta fært nemendum og kennurum þessar fréttir.

Skólinn greindi frá ákvörðun sinni um afnám skólagjalda skömmu eftir að háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tilkynnti að skólastjórnendum einkarekinna háskóla stæði til boða að fá óskert fjárframlög frá ríkinu gegn því að þeir afnemi skólagjöldin.

„Ég var þarna í Þverholtinu þar sem skrifstofan mín er og ég bara heyrði fagnaðaróp um alla ganga og öllum rýmum skólans,“ segir Kristín um viðbrögð nemenda og starfsfólk skólans við tölvupóstinum sem hún sendi út síðastliðinn þriðjudag. 

Mikil sóknarfæri fyrir háskólann

Hún segir stjórnendur skólans hafa verið í virku samtali við stjórnvöld í aðdraganda tilkynningar ráðherra og að skólinn hafi verið vel undirbúinn að taka afdráttarlausa afstöðu gagnvart úrræðinu um leið og það lá fyrir. „Við vorum búin að ræða þetta við stjórn skólans og reikna þetta allt saman út hvort við gætum þegið þetta úrræði.“

Kristín segir að ákvörðun skólans um að þiggja tilboð stjórnvalda muni ekki hafa mikil áhrif á reksturinn. Í stað þess að fá 75 prósent fjármögnun fær skólinn nú 100 prósent fjármögnun gegn niðurfellingu skólagjalda. Kristín tekur þó fram að skólanum sé hins vegar enn þá heimilt að rukka skráningargjald eins og opinberu háskólarnir gera.  

„Þannig að rekstur skólans breytist ekki að því leyti en auðvitað erum við þá kannski ekki lengur að stóla á skólagjöldin sem sjálfsaflafé. Við munum þá kannski leita að sértekjum í öðrum tækifærum. Það eru mikil sóknarfæri þar eins og til dæmis varðandi Opna listaháskólann og svona hlutir sem við erum að skoða í okkar stefnumótun þessa dagana.“ 

Reiðubúinn til þess að taka við fleiri umsóknum 

Kristín segist vænta þess að umsóknum muni fjölga talsvert í kjölfar breytinganna. Sömuleiðis telur hún að breytingin „muni skila sér í fjölbreyttari umsóknum og þar af leiðandi fjölbreyttari nemendahópi og fjölbreyttara menningar- og listalífi á endanum“. En það hefur verið eitt af meginmarkmiðum skólans frá upphafi að auka aðgengi að háskólanámi í listum. „Það er mikið jafnréttismál.“ 

„Kristín segist vænta þess að umsóknum muni fjölga talsvert í kjölfar breytinganna“

Spurð hvort inntökuferli skólans muni taka breytingum í ljósi þess að aðsókn muni aukast segir Kristín ekki vera þörf á því. Inntökuferlið verði með sama móti og skólinn sé vel í stakk búinn til þess að taka á móti miklum fjölda umsókna sem honum berst á hverju ári.  „Við erum með mjög þróuð umsóknarferli þar sem eru fagaðilar í hverri deild sem fara yfir umsækjendur, umsóknir og stýra umsóknarferlunum,“ segir Kristín. 

Listaháskólinn á krossgötum

Listaháskólinn stendur á miklum tímamótum. Ásamt niðurfellingu skólagjalda stendur til að færa starfsemi skólans undir eitt þak í Tollhúsið sem stendur milli Tryggvagötu og Geirsgötu. Í nóvember í fyrra tilkynnti skólinn um að dómnefnd í hönnunarsamkeppni um það hvernig skuli sníða húsnæðið að þörfum skólans hafi tekið til starfa.

Spurð hvar verkefnið standi um þessar mundir segir Kristín að verið sé að leggja lokahönd á matslíkan dómnefndar fyrir samkeppnina. Gert sé ráð fyrir því að opnað verði fyrir samkeppnina í þessum mánuði eða næsta. „Samkeppnin sjálf, það ferli, mun taka 10 til 12 mánuði þangað til vinningstillaga liggur fyrir og þá er auðvitað bara farið af stað,“ segir Kristín.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.
Yazan mjög verkjaður eftir örfáar vikur án heilbrigðisþjónustu
Allt af létta

Yaz­an mjög verkj­að­ur eft­ir ör­fá­ar vik­ur án heil­brigð­is­þjón­ustu

Lík­am­lega van­líð­an­in sem Yaz­an Tamimi, 12 ára gam­all dreng­ur með vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm­inn duchenne, sem senda á úr landi, upp­lifði eft­ir ör­fárra vikna rof á heil­brigð­is­þjón­ustu í sum­ar sýn­ir hve lít­ið þarf til svo að drengn­um hraki, seg­ir formað­ur Duchenne á Ís­landi: „Þetta er mjög krí­tísk­ur tími.“

Mest lesið

Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
2
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.
Hjúkrunarfræðingar í tæknigeiranum ætla að leysa vanda heilbrigðiskerfisins
5
Viðtal

Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar í tækni­geir­an­um ætla að leysa vanda heil­brigðis­kerf­is­ins

Fimm hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem sögðu skil­ið við spít­al­ann og heilsu­gæsl­una og skiptu yf­ir í heil­brigðis­tækni­geir­ann vilja gera það sem þær geta til að bæta starfs­um­hverfi heil­brigð­is­starfs­fólks og breyta því hvernig heil­brigð­is­þjón­usta er veitt. Þær sakna þess að starfa „á gólf­inu“ en minni streita, sveigj­an­leg­ur vinnu­tími og hærri laun halda þeim í tækni­geir­an­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
1
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
8
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
9
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
8
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár