Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Leit stendur yfir að Jóni Þresti í almenningsgarði í Dublin

Írska lög­regl­an hef­ur haf­ið leit að nýju að Jóni Þresti Jóns­syni, sem hef­ur ver­ið sakn­að í fimm ár. Hann sást síð­ast yf­ir­gefa hót­el á Dublin 9. fe­brú­ar 2019. Kafar­ar og leit­ar­hund­ar taka þátt í leit­inni.

Leit stendur yfir að Jóni Þresti í almenningsgarði í Dublin
Jón Þröstur Jónsson Síðastliðinn föstudag voru fimm ár liðin frá því að síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar. Hann var á hóteli í Whitehall-hverfinu í Dublin, þar sem hann ætlaði að taka þátt í pókermóti. Mynd: Írska lögreglan/Facebook

Leit stendur nú yfir í almenningsgarði í Dublin að Jóni Þresti Jónssyni, sem hvarf spor­laust í Dublin á Írlandi fyrir fimm árum. Lögreglunni á Írlandi bárust tvær nafnlausar ábendingar í tengslum við hvarfið og hófu leit í dag í almenningsgarðinum Santry Demense. Kafarar og leitarhundar taka þátt í leitinni. 

Síðastliðinn föstudag voru fimm ár liðin frá því að síðast sást til Jóns Þrastar. „Í fimm ár hefur okkur liðið eins og við séum að tala við steinvegg með litlum sem engum stuðningi yfirvalda (íslenskra eða írskra), það tekur sinn toll af okkur öllum í þokkabót að syrgja Jón Þröst,“ segja aðstandendur Jóns Þrastar í færslu sem þau birta á Facebook-síðu þar sem leitinni að Jóni Þresti hefur verið fylgt eftir. 

Jón Þröst­ur fór til Dublin í byrjun febrúar árið 2019 til að taka þátt í pókermóti.

Unn­usta hans, Jana Guðjóns­dótt­ir, var með í för og höfðu þau hugsað sér að skoða borg­ina sam­an að mót­inu loknu. Rann­sókn máls­ins hef­ur lítið sem ekk­ert miðað áfram frá því björg­un­ar­sveit kembdi leit­ar­svæði í borg­inni í byrj­un mars 2019 og ábend­ing barst um að Jón Þröst­ur hefði mögu­lega ferðast með leigu­bíl. 

„Þetta hefur verið langur og grýttur vegur og við höfum enn ekki komist á leiðarenda,“ segir jafnframt í færslunni.

Tvö systkina Jóns Þrastar eru nú stödd á Írlandi í þeirri von að endurvekja samskipti við írsku lögregluna og fá loks einhver svör. Systkinin hafa einnig hitt fulltrúa írskra samtaka sem sérhæfa sig í mannshvörfum og segjast hafa fengið nýjar upplýsingar sem þau þurfa tíma til að meta. Þau munu ekki tjá sig sérstaklega um hvað felst í þeim upplýsingum. 

Systkinin eru þakklát þeim sem hafa sýnt fjölskyldunni stuðning í gegnum árin. „Við kunnum virkilega að meta góðvild ykkar í garð fjölskyldunnar,“ segir í færslunni á Facebook.  

Leit mun standa yfir í almenningsgarðinum í dag og halda áfram á morgun ef þörf þykir, eftir því sem The Irish Sun og Irish Independent greina frá. 

Þau sem kunna að hafa upplýsingar um hvarf Jóns Þrastar eru beðin um að hafa samband við írsku lögregluna í síma 01 6664400, eða ábendingarsíma lögreglunnar: 1800 666 111. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár