Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Eftirlaun Ólafs og Vigdísar hafa á síðustu fimm árum kostað ríkissjóð 287 milljónir króna

Fyrr­ver­andi for­set­ar Ís­lands, Vig­dís Finn­boga­dótt­ir og Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son eiga bæði rétt á 80 pró­sent af laun­um for­seta eins og þau eru hverju sinni. Laun for­seta eru nú tæp­ar fjór­ar millj­ón­ir á mán­uði en voru ár­ið 2019 rétt und­ir þrem­ur millj­ón­um. Frá júní 2019 til fe­brú­ar 2024 má áætla að Vig­dís og Ólaf­ur hafi sam­an­lagt feng­ið um 287 millj­ón­ir króna í eft­ir­laun.

Eftirlaun Ólafs og Vigdísar hafa á síðustu fimm árum kostað ríkissjóð 287 milljónir króna
Vigdís Finnbogadóttir og Ólafur Ragnar Grímsson hafa samanlagt fengið um 287 milljónir króna í eftirlaun Mynd: Heimildin / TDV

Vigdís Finnbogadóttir og Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrum forsetar Íslands, hafa síðastliðin fimm ár, samanlagt þegið um 287 milljónir króna í eftirlaun. Heimildin sendi fyrirspurn á Fjársýslu ríkisins og fékk það staðfest að Vigdís og Ólafur eiga bæði rétt á um 80 prósent af launum forseta Íslands eins og þau eru hverju sinni. 

Laun forseta eru í dag 3.957.185 krónur á mánuði, en þau taka breytingum 1. júlí ár hvert samkvæmt sérákvæðum í lögum um laun embættismanna tóku gildi árið 2019. Sem þýðir að Vigdís og Ólafur munu fá um 3,1 milljónir króna á mánuði í eftirlaun fram að júní þegar laun forseta taka aftur breytingum. Á þessu tólf mánuðum munu Vigdís og Ólafur samanlagt hafa fengið um 76 milljónir króna í eftirlaun.  

Til samanburðar voru laun forseta 2.985.000 í júní 2019 þegar ný lög um laun æðstu embættismanna landsins tóku gildi eftir að kjararáð var lagt niður. Á fimm árum hafa mánaðarlaun forseta hækkað um rétt tæpa milljón krónur. Í júní á þessu ári munu Vigdís og Ólafur samanlagt hafa fengið um 335 milljónir króna frá því að lög um laun forseta Íslands tóku gildi árið 2019.  

Eldri lög gilda um Vigdísi og Ólaf

Skömmu eftir að Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri birti Heimildin frétt um að Guðni myndi ekki njóta sömu réttinda til eftirlauna og forverar sínir í embætti.

Bæði mun það vera vegna aldurs Guðna, sem verður brátt yngsti fyrrverandi forseti í sögu lýðveldisins, 56 ára aldri. En líka vegna þess að önnur lög munu gilda um hann, sem samþykkt voru árið 2009.  

Vigdís lét af embætti árið 1996 og á rétt af eftirlaunum samkvæmt gildandi lögum um laun forseta sem samþykkt voru árið 1990. Eftirlaunaréttur Ólafs byggir hins vegar á umdeildum lögum um laun forseta Íslands, ráðherra, alþingismenn og hæstaréttardómara sem tóku gildi árið 2003. 

Lögin voru afnumin skömmu eftir efnahagshrunið árið 2009. Aftur á móti voru forseti Íslands og hæstaréttardómarar sem tekið höfðu við embætti fyrir gildistöku laganna undanskildir lagabreytingunni og fengu að halda sínum réttindum.

Sérákvæði sem laun forseta byggja á í uppnámi

Í núverandi lögum um laun forseta Íslands, annara þjóðkjörinna manna og ákveðinna embættismanna kemur fram að árlegar launabreytingar þeirra skuli taka mið af hlutfallslegri breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins.

Í júní 2022 kom hins vegar í ljós að útreikningurinn hafi allt frá setningu laganna byggt á röngum tölum. Notast hafi verið við launavísitölu ríkisstarfsmanna í stað meðaltals reglulegra launa starfsmanna ríkisins. Nokkur munur er á þessu mælingum sem gerði það að verkum að laun hækkuðu umfram það sem tilgreint var í lögunum. 

Fjármála- og efnahagsráðuneytið brást við þessu með því skipa Fjársýslunni leiðrétta launataxtanna og greiða framvegis laun sem væru í samræmi við rétt viðmið. Þá krafði ráðuneytið sömuleiðis aðila sem höfðu fengið ofgreitt um endurgreiðslu. Óvíst er þó hvort Vigdís og Ólafur hafi verið beðin um að endurgreiða hluta af eftirlaunum sínum. Heimildin hefur sent fyrirspurn á Fjársýsluna sem á enn eftir að svara. 

Málið var kært til héraðsdóms af Ástríði Grímsdóttur, dómara við héraðsdóm Reykjaness, sem taldi uppfærsluna á launaútreikningi stjórnvalda, launalækkunina sem í henni felst og endurgreiðslukröfuna ekki standast lög. 

Héraðsdómur féllst á allar aðalkröfur Ástríðar. Íslenska ríkið áfrýjað málinu beint til Hæstaréttar sem staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms. Ríkinu hafi verið óheimilt að víkja frá þeirri framkvæmd sem fólst í launaútreikningunum og krefja dómara um endurgreiðslu. 

Þörf á nýjum viðmiðum og lagasetningu

Lög um laun forseta og annara háttsettra embættismanna eru því komin á lagalegt uppnám. Í svörum við fyrirspurn Heimildarinnar sagði Elva Björk Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytisins að breyta þurfi viðmiðunum með lagabreytingu.

Vinna við að uppfæra lögin er nú þegar hafin. Þann 23. nóvember, mánuði áður en dómur Hæstaréttar féll, skipaði fjármála- efnahagsráðherra starfshóp um breytingar á gildandi fyrirkomulagi launaákvarðana æðstu embættismanna.  

„Eitt af verkefnum starfshópsins er að leggja mat á gildandi viðmið þeirra sem fá laun ákvörðuð samkvæmt lagaákvæðum sem dómur Hæstaréttar vísar í. Gert er ráð fyrir því að starfshópurinn skili áfangaskýrslu fyrir lok febrúar,“ sagði Elva. 

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár