Ahmad Al-Shaghanoubi er 26 ára gamall Palestínumaður. Hann er svo kvíðinn að hann þarf að nota svefnlyf til þess að geta sofið en nær samt bara að festa svefn í eina til tvær klukkustundir. Hann borðar eina máltíð á dag, meira getur hann ekki borðað fyrir kvíða og hann þurfti að hætta vinna vegna þessa. Ahmad sótti um dvalarleyfi á Íslandi fyrir mömmu sína Khitam, pabba sinn Muhammad, bróður sinn Musa og Mayu eiginkonu sína á grundvelli fjölskyldusameiningar en þau eru öll föst á Gaza.Ahmad fannst óbærilegt að geta ekki svarað fjölskyldunni sinni þegar þau hringdu því hann var í vinnunni, vegna þess og vegna þess hve kvíðinn hann var orðinn, hætti hann að vinna.
„Ég get ekki sinnt vinnunni, ég geri ekkert, ég er bara heima kvíðinn. Konan mín hringir í mig daglega og grætur og ég veit ekki hvað ég á að gera. Ég segi henni að bíða …
Hræðilegt að lesa þetta viðtal.