Teitur Guðmundsson, læknir og forstjóri Heilsuverndar, er ósáttur við að embætti Landlæknis hafi tjáð sig um notkun starfsmanns fyrirtækisins á forritinu Heilsuveru áður en skoðun á málinu lauk. Starfsmaðurinn, Valur Helgi Kristinsson heimilislæknir, hætti nýverið á opinberu heilsugæslunni á Akureyri og réði sig til Heilsuverndar og hafði í kjölfarið samband við fyrrverandi skjólstæðinga sína í gegnum Heilusveru og bauð þeim að koma í viðskipti við Heilsuvernd.
„Við munum koma athugasemdum á framfæri við embætti Landlæknis og höfum einnig leitað til Læknafélagsins til að leiðrétta umfjöllunina.“
Teitur er einnig ósáttur við umfjöllun Heimildarinnar um málið um helgina og telur að fjölmiðillinn hefði ekki átt að greina frá málinu fyrr en skoðun á því var lokið og fyrir lægi niðurstaða hjá embætti Landlæknis. Hann telur einnig að það sé óeðlileg stjórnsýsla að embætti Landlæknis hafi ekki fyrst …
Athugasemdir (1)