Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

„Að hjálpa öllum byrjar kannski á því að hjálpa einum“

Berg­hild­ur Pálma­dótt­ir er fé­lags­fræð­ing­ur að mennt og hef­ur unn­ið sem fanga­vörð­ur á Kvía­bryggju. Hún og mað­ur­inn henn­ar hafa opn­að úr­ræði fyr­ir fólk með fjöl­þætt­an vanda á bæn­um Dunki í Dala­byggð og fengu til þess styrk úr Frum­kvæð­is­sjóði og Upp­bygg­ing­ar­sjóði Vest­ur­lands.

„Að hjálpa öllum byrjar kannski á því að hjálpa einum“
Hjón Fyrir kaupin á Dunki bjuggu þau Berghildur og Kári í Grundarfirði. Mynd: ÚR VÖR

Á bænum Dunki í Dalasýslu búa þau Berghildur Pálmadóttir og Kári Gunnarsson. Fyrir mikla tilviljun keyptu þau jörð og gerðust bændur þar fyrir rúmum fjórum árum síðan. En þau létu ekki þar við sitja heldur hafa sett á fót búsetu- og vinnuúrræði og segja þörfina fyrir slíkt vera mjög mikla. 

Fyrir kaupin á Dunki bjuggu þau Berghildur og Kári í Grundarfirði og starfaði Berghildur sem fangavörður. Hún hafði því hitt fullt af fólki sem talaði um að það væri mikil vöntun á úrræði sem væri ekki á höfuðborgarsvæðinu. Það var svo eftir flutningana á Dunk, nánar tiltekið árið 2021, að Berghildur vann við afleysingastörf í fangelsi og rak augun í auglýsingu varðandi styrkveitingu fyrir ýmiss konar verkefni. 

„Ég ákvað að sækja um styrk til að breyta öðru íbúðarhúsinu okkar hér á jörðinni í áfangaheimili. Hugmyndin var að breyta sem sagt húsinu sem við búum í, í þetta áfangaheimili og gera upp hitt húsið sem er mjög gamalt og búa þar sjálf. Ég sendi umsóknina inn í einhverjum flýti og gleymdi að segja manninum mínum frá þessu. Svo varð raunin að ég fékk styrkinn og sagði honum þá frá þessu og hann spurði mig hvar ég ætlaði þá að búa. Því í gamla húsinu hefur ekki verið búið síðan árið 1981, það er í raun og veru bara fokhelt nánast, og er byggt árið 1930,“ segir Berghildur og hlær. 

Fékk styrk til að vinna í kostnaðarmati

Styrkinn fékk hún til að vinna í kostnaðarmati og rekstraráætlunargerð og hófst handa við það en var svo kölluð til starfa við kennslu, starf sem hún hafði sótt um og því lagðist hugmyndin um áfangaheimilið í dvala. Það var svo í lok árs 2022 að haft var samband við þau og leitað eftir úrræði fyrir einstakling á vegum félagsþjónustu.

„Við sögðum já við því og þá hafði starfsmaður félagsþjónustu samband við okkur og við tókum við einstaklingi í lok mars á síðasta ári. Sá einstaklingur bjó bara hér inni hjá okkur en á sama tíma fórum við í að byggja gestahús aftur upp sem hafði verið hér á jörðinni en hafði fokið. Þannig að allt í einu erum við komin í rekstur og þessi einstaklingur var hjá okkur í nokkra mánuði síðastliðið vor og svo kom annar einstaklingur síðastliðið haust. Þetta eru t.d. einstaklingar sem eru heimilislausir og eru með tvígreiningu, þ.e. eru að eiga við fíknivanda og með einhverja aðra greiningu líka,“ segir Berghildur.

Með dýrÁ Dunki eru staðarhaldarar með kindur, geitur, hesta og svo með mjög stórt svæði þar sem hægt er að fara í gönguferðir.

Að sögn Berghildar er vinnuheitið enn þá Áfangaheimilið á Dunki en í raun og veru reka þau úrræði sem fellur undir málefni fatlaðra og er annars konar stuðningsúrræði sem hentar einstaklingum með fjölþættan vanda. Og í þeim málaflokki er gerð krafa um að það þurfi sér húsnæði fyrir þá einstaklinga sem nýta sér úrræðið. Og Berghildur segir að gestahúsið sé nú loksins alveg að verða tilbúið, þeim til mikillar gleði. 

„Við þurfum í raun að breyta um nafn, við erum komin á aðra stefnu en upprunalega. Eins og er þá erum við með einn einstakling og það er spurning hvort við byggjum annað hús til að taka á móti fleirum. En þetta er sem sagt vinnu- og búsetuúrræði, fólk þarf að vakna á morgnana, sinna einhverjum einföldum verkefnum og byggja upp vinnuþol. Það er gerður skriflegur samningur og svo er það undir einstaklingnum komið hvort hann vilji vera áfram eða ekki að loknum þeim tíma sem í samningnum er getið. Við erum með kindur, geitur, hesta og svo með mjög stórt svæði þar sem hægt er að fara í gönguferðir. Þarna komum við á þægilegri rútínu fyrir þessa einstaklinga og lokamarkmiðið er jafnvel að viðkomandi gæti farið að vinna hefðbundna vinnu á vinnustað. En það má ekki gleyma því að þetta eru einstaklingar sem geta oft bara unnið takmarkað. Fólk getur komið úr alls kyns aðstæðum, einstaklingar sem eru að glíma við geðrænar áskoranir til dæmis,“ segir Berghildur hugsi. 

Veit ekki til þess að aðrir bjóði upp á úrræði sem þetta

Berghildur er með B.A. gráðu í félagsráðgjöf og hefur starfsreynslu frá félagsþjónustu og barnavernd, auk þess að vera með diplómu í áfengis- og vímuefnamálum og býr hún því að góðri reynslu og menntun sem nýtist við þjónustuna. Hún segist ekki vita til þess að einhver annar hér á landi bjóði upp á úrræði sem þetta og leggur áherslu á hversu mikil þörfin fyrir svona lagað sé.

„Við erum sem stendur í samstarfi við eitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu. Við myndum vilja þjónusta fleiri sveitarfélög en af því við erum með einn í einu, þá er bara í raun biðlisti og næsti kemur strax inn. Í framtíðinni myndum við kannski gera samning við fleiri sveitarfélög en eins og er látum við þetta duga. Ég áttaði mig ekki á þegar við fórum í þetta að þarna væri markaður. Maður vill oft hugsa stórt og ætlar að hjálpa öllum, en að hjálpa öllum byrjar kannski með því að hjálpa einum,“ segir Berghildur að lokum.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Thordis Arnadottir skrifaði
    Frábært framtak. Það er nauðsyn fyrir svona lausnir því kærleik og húmanisma þarf í betrun á fólki. Serstaklega ungu fólki.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
5
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
„Finnst ég vera að heyja dauðastríð“
7
Fréttir

„Finnst ég vera að heyja dauða­stríð“

Níg­er­ísku kon­urn­ar þrjár sem flúðu til Ís­lands und­an man­sali fyr­ir nokkr­um ár­um verða send­ar úr landi í kvöld. Þær eru í fang­els­inu á Hólms­heiði og ræddu við Heim­ild­ina í síma síð­deg­is. Ein kvenn­anna er al­var­lega veik og seg­ist líða eins og hún sé að heyja dauða­stríð. Þær segja að lækn­ir verði með í för þeg­ar þær verða flutt­ar úr landi. „Lækn­ir á að sjá til þess að hún andi út fyr­ir loft­helgi Ís­lands,“ seg­ir ís­lensk vin­kona kvenn­anna þriggja.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
8
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“
Viktor Traustason tekur lítið mark á skoðanakönnunum
9
Fréttir

Vikt­or Trausta­son tek­ur lít­ið mark á skoð­ana­könn­un­um

Vikt­or Trausta­son for­setafram­bjóð­andi seg­ist taka lít­ið mark skoð­ana­könn­un­um enn sem kom­ið er. Í síð­asta þætti Pressu mætti Vikt­or ásamt öðr­um fram­bjóð­end­um til þess að ræða fram­boð sitt og helstu stefnu­mál sín. Vikt­or tel­ur sig geta náð kjöri og benti á að flest­ar kann­an­ir hafi ver­ið fram­kvæmd­ar áð­ur en hon­um gafst tæki­færi á að kynna sig fyr­ir kjós­end­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
7
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
9
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár