Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

„Að hjálpa öllum byrjar kannski á því að hjálpa einum“

Berg­hild­ur Pálma­dótt­ir er fé­lags­fræð­ing­ur að mennt og hef­ur unn­ið sem fanga­vörð­ur á Kvía­bryggju. Hún og mað­ur­inn henn­ar hafa opn­að úr­ræði fyr­ir fólk með fjöl­þætt­an vanda á bæn­um Dunki í Dala­byggð og fengu til þess styrk úr Frum­kvæð­is­sjóði og Upp­bygg­ing­ar­sjóði Vest­ur­lands.

„Að hjálpa öllum byrjar kannski á því að hjálpa einum“
Hjón Fyrir kaupin á Dunki bjuggu þau Berghildur og Kári í Grundarfirði. Mynd: ÚR VÖR

Á bænum Dunki í Dalasýslu búa þau Berghildur Pálmadóttir og Kári Gunnarsson. Fyrir mikla tilviljun keyptu þau jörð og gerðust bændur þar fyrir rúmum fjórum árum síðan. En þau létu ekki þar við sitja heldur hafa sett á fót búsetu- og vinnuúrræði og segja þörfina fyrir slíkt vera mjög mikla. 

Fyrir kaupin á Dunki bjuggu þau Berghildur og Kári í Grundarfirði og starfaði Berghildur sem fangavörður. Hún hafði því hitt fullt af fólki sem talaði um að það væri mikil vöntun á úrræði sem væri ekki á höfuðborgarsvæðinu. Það var svo eftir flutningana á Dunk, nánar tiltekið árið 2021, að Berghildur vann við afleysingastörf í fangelsi og rak augun í auglýsingu varðandi styrkveitingu fyrir ýmiss konar verkefni. 

„Ég ákvað að sækja um styrk til að breyta öðru íbúðarhúsinu okkar hér á jörðinni í áfangaheimili. Hugmyndin var að breyta sem sagt húsinu sem við búum í, í þetta áfangaheimili og gera upp hitt húsið sem er mjög gamalt og búa þar sjálf. Ég sendi umsóknina inn í einhverjum flýti og gleymdi að segja manninum mínum frá þessu. Svo varð raunin að ég fékk styrkinn og sagði honum þá frá þessu og hann spurði mig hvar ég ætlaði þá að búa. Því í gamla húsinu hefur ekki verið búið síðan árið 1981, það er í raun og veru bara fokhelt nánast, og er byggt árið 1930,“ segir Berghildur og hlær. 

Fékk styrk til að vinna í kostnaðarmati

Styrkinn fékk hún til að vinna í kostnaðarmati og rekstraráætlunargerð og hófst handa við það en var svo kölluð til starfa við kennslu, starf sem hún hafði sótt um og því lagðist hugmyndin um áfangaheimilið í dvala. Það var svo í lok árs 2022 að haft var samband við þau og leitað eftir úrræði fyrir einstakling á vegum félagsþjónustu.

„Við sögðum já við því og þá hafði starfsmaður félagsþjónustu samband við okkur og við tókum við einstaklingi í lok mars á síðasta ári. Sá einstaklingur bjó bara hér inni hjá okkur en á sama tíma fórum við í að byggja gestahús aftur upp sem hafði verið hér á jörðinni en hafði fokið. Þannig að allt í einu erum við komin í rekstur og þessi einstaklingur var hjá okkur í nokkra mánuði síðastliðið vor og svo kom annar einstaklingur síðastliðið haust. Þetta eru t.d. einstaklingar sem eru heimilislausir og eru með tvígreiningu, þ.e. eru að eiga við fíknivanda og með einhverja aðra greiningu líka,“ segir Berghildur.

Með dýrÁ Dunki eru staðarhaldarar með kindur, geitur, hesta og svo með mjög stórt svæði þar sem hægt er að fara í gönguferðir.

Að sögn Berghildar er vinnuheitið enn þá Áfangaheimilið á Dunki en í raun og veru reka þau úrræði sem fellur undir málefni fatlaðra og er annars konar stuðningsúrræði sem hentar einstaklingum með fjölþættan vanda. Og í þeim málaflokki er gerð krafa um að það þurfi sér húsnæði fyrir þá einstaklinga sem nýta sér úrræðið. Og Berghildur segir að gestahúsið sé nú loksins alveg að verða tilbúið, þeim til mikillar gleði. 

„Við þurfum í raun að breyta um nafn, við erum komin á aðra stefnu en upprunalega. Eins og er þá erum við með einn einstakling og það er spurning hvort við byggjum annað hús til að taka á móti fleirum. En þetta er sem sagt vinnu- og búsetuúrræði, fólk þarf að vakna á morgnana, sinna einhverjum einföldum verkefnum og byggja upp vinnuþol. Það er gerður skriflegur samningur og svo er það undir einstaklingnum komið hvort hann vilji vera áfram eða ekki að loknum þeim tíma sem í samningnum er getið. Við erum með kindur, geitur, hesta og svo með mjög stórt svæði þar sem hægt er að fara í gönguferðir. Þarna komum við á þægilegri rútínu fyrir þessa einstaklinga og lokamarkmiðið er jafnvel að viðkomandi gæti farið að vinna hefðbundna vinnu á vinnustað. En það má ekki gleyma því að þetta eru einstaklingar sem geta oft bara unnið takmarkað. Fólk getur komið úr alls kyns aðstæðum, einstaklingar sem eru að glíma við geðrænar áskoranir til dæmis,“ segir Berghildur hugsi. 

Veit ekki til þess að aðrir bjóði upp á úrræði sem þetta

Berghildur er með B.A. gráðu í félagsráðgjöf og hefur starfsreynslu frá félagsþjónustu og barnavernd, auk þess að vera með diplómu í áfengis- og vímuefnamálum og býr hún því að góðri reynslu og menntun sem nýtist við þjónustuna. Hún segist ekki vita til þess að einhver annar hér á landi bjóði upp á úrræði sem þetta og leggur áherslu á hversu mikil þörfin fyrir svona lagað sé.

„Við erum sem stendur í samstarfi við eitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu. Við myndum vilja þjónusta fleiri sveitarfélög en af því við erum með einn í einu, þá er bara í raun biðlisti og næsti kemur strax inn. Í framtíðinni myndum við kannski gera samning við fleiri sveitarfélög en eins og er látum við þetta duga. Ég áttaði mig ekki á þegar við fórum í þetta að þarna væri markaður. Maður vill oft hugsa stórt og ætlar að hjálpa öllum, en að hjálpa öllum byrjar kannski með því að hjálpa einum,“ segir Berghildur að lokum.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Thordis Arnadottir skrifaði
    Frábært framtak. Það er nauðsyn fyrir svona lausnir því kærleik og húmanisma þarf í betrun á fólki. Serstaklega ungu fólki.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
3
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
4
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Secret Recording Exposes Political Deals Behind Iceland’s Whaling Licenses
6
English

Secret Record­ing Exposes Political Deals Behind Ice­land’s Whal­ing Licens­es

Prime Mini­ster Bjarni Bene­dikts­son has gran­ted whal­ing licens­es to two Icelandic whal­ing operati­ons. But secret record­ings of the son and bus­iness partner of a mem­ber of parlia­ment revea­led a political scheme behind the decisi­on, alle­ged­ly in­volving Bjarni tra­ding political favours that ensured that the MP’s close friend would recei­ve a whal­ing licen­se, even if political parties oppos­ing whal­ing were to take power.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár