Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

„Að hjálpa öllum byrjar kannski á því að hjálpa einum“

Berg­hild­ur Pálma­dótt­ir er fé­lags­fræð­ing­ur að mennt og hef­ur unn­ið sem fanga­vörð­ur á Kvía­bryggju. Hún og mað­ur­inn henn­ar hafa opn­að úr­ræði fyr­ir fólk með fjöl­þætt­an vanda á bæn­um Dunki í Dala­byggð og fengu til þess styrk úr Frum­kvæð­is­sjóði og Upp­bygg­ing­ar­sjóði Vest­ur­lands.

„Að hjálpa öllum byrjar kannski á því að hjálpa einum“
Hjón Fyrir kaupin á Dunki bjuggu þau Berghildur og Kári í Grundarfirði. Mynd: ÚR VÖR

Á bænum Dunki í Dalasýslu búa þau Berghildur Pálmadóttir og Kári Gunnarsson. Fyrir mikla tilviljun keyptu þau jörð og gerðust bændur þar fyrir rúmum fjórum árum síðan. En þau létu ekki þar við sitja heldur hafa sett á fót búsetu- og vinnuúrræði og segja þörfina fyrir slíkt vera mjög mikla. 

Fyrir kaupin á Dunki bjuggu þau Berghildur og Kári í Grundarfirði og starfaði Berghildur sem fangavörður. Hún hafði því hitt fullt af fólki sem talaði um að það væri mikil vöntun á úrræði sem væri ekki á höfuðborgarsvæðinu. Það var svo eftir flutningana á Dunk, nánar tiltekið árið 2021, að Berghildur vann við afleysingastörf í fangelsi og rak augun í auglýsingu varðandi styrkveitingu fyrir ýmiss konar verkefni. 

„Ég ákvað að sækja um styrk til að breyta öðru íbúðarhúsinu okkar hér á jörðinni í áfangaheimili. Hugmyndin var að breyta sem sagt húsinu sem við búum í, í þetta áfangaheimili og gera upp hitt húsið sem er mjög gamalt og búa þar sjálf. Ég sendi umsóknina inn í einhverjum flýti og gleymdi að segja manninum mínum frá þessu. Svo varð raunin að ég fékk styrkinn og sagði honum þá frá þessu og hann spurði mig hvar ég ætlaði þá að búa. Því í gamla húsinu hefur ekki verið búið síðan árið 1981, það er í raun og veru bara fokhelt nánast, og er byggt árið 1930,“ segir Berghildur og hlær. 

Fékk styrk til að vinna í kostnaðarmati

Styrkinn fékk hún til að vinna í kostnaðarmati og rekstraráætlunargerð og hófst handa við það en var svo kölluð til starfa við kennslu, starf sem hún hafði sótt um og því lagðist hugmyndin um áfangaheimilið í dvala. Það var svo í lok árs 2022 að haft var samband við þau og leitað eftir úrræði fyrir einstakling á vegum félagsþjónustu.

„Við sögðum já við því og þá hafði starfsmaður félagsþjónustu samband við okkur og við tókum við einstaklingi í lok mars á síðasta ári. Sá einstaklingur bjó bara hér inni hjá okkur en á sama tíma fórum við í að byggja gestahús aftur upp sem hafði verið hér á jörðinni en hafði fokið. Þannig að allt í einu erum við komin í rekstur og þessi einstaklingur var hjá okkur í nokkra mánuði síðastliðið vor og svo kom annar einstaklingur síðastliðið haust. Þetta eru t.d. einstaklingar sem eru heimilislausir og eru með tvígreiningu, þ.e. eru að eiga við fíknivanda og með einhverja aðra greiningu líka,“ segir Berghildur.

Með dýrÁ Dunki eru staðarhaldarar með kindur, geitur, hesta og svo með mjög stórt svæði þar sem hægt er að fara í gönguferðir.

Að sögn Berghildar er vinnuheitið enn þá Áfangaheimilið á Dunki en í raun og veru reka þau úrræði sem fellur undir málefni fatlaðra og er annars konar stuðningsúrræði sem hentar einstaklingum með fjölþættan vanda. Og í þeim málaflokki er gerð krafa um að það þurfi sér húsnæði fyrir þá einstaklinga sem nýta sér úrræðið. Og Berghildur segir að gestahúsið sé nú loksins alveg að verða tilbúið, þeim til mikillar gleði. 

„Við þurfum í raun að breyta um nafn, við erum komin á aðra stefnu en upprunalega. Eins og er þá erum við með einn einstakling og það er spurning hvort við byggjum annað hús til að taka á móti fleirum. En þetta er sem sagt vinnu- og búsetuúrræði, fólk þarf að vakna á morgnana, sinna einhverjum einföldum verkefnum og byggja upp vinnuþol. Það er gerður skriflegur samningur og svo er það undir einstaklingnum komið hvort hann vilji vera áfram eða ekki að loknum þeim tíma sem í samningnum er getið. Við erum með kindur, geitur, hesta og svo með mjög stórt svæði þar sem hægt er að fara í gönguferðir. Þarna komum við á þægilegri rútínu fyrir þessa einstaklinga og lokamarkmiðið er jafnvel að viðkomandi gæti farið að vinna hefðbundna vinnu á vinnustað. En það má ekki gleyma því að þetta eru einstaklingar sem geta oft bara unnið takmarkað. Fólk getur komið úr alls kyns aðstæðum, einstaklingar sem eru að glíma við geðrænar áskoranir til dæmis,“ segir Berghildur hugsi. 

Veit ekki til þess að aðrir bjóði upp á úrræði sem þetta

Berghildur er með B.A. gráðu í félagsráðgjöf og hefur starfsreynslu frá félagsþjónustu og barnavernd, auk þess að vera með diplómu í áfengis- og vímuefnamálum og býr hún því að góðri reynslu og menntun sem nýtist við þjónustuna. Hún segist ekki vita til þess að einhver annar hér á landi bjóði upp á úrræði sem þetta og leggur áherslu á hversu mikil þörfin fyrir svona lagað sé.

„Við erum sem stendur í samstarfi við eitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu. Við myndum vilja þjónusta fleiri sveitarfélög en af því við erum með einn í einu, þá er bara í raun biðlisti og næsti kemur strax inn. Í framtíðinni myndum við kannski gera samning við fleiri sveitarfélög en eins og er látum við þetta duga. Ég áttaði mig ekki á þegar við fórum í þetta að þarna væri markaður. Maður vill oft hugsa stórt og ætlar að hjálpa öllum, en að hjálpa öllum byrjar kannski með því að hjálpa einum,“ segir Berghildur að lokum.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Thordis Arnadottir skrifaði
    Frábært framtak. Það er nauðsyn fyrir svona lausnir því kærleik og húmanisma þarf í betrun á fólki. Serstaklega ungu fólki.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
5
Erlent

Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

Fátt hef­ur vak­ið meiri at­hygli að und­an­förnu en yf­ir­lýs­ing­ar Don­alds Trump um Græn­land og áhuga hans á því að kom­ast þar til áhrifa, jafn­vel með hervaldi. „Make Green­land great again”, sagði for­set­inn til­von­andi í ræðu með stuðn­ings­fólki sínu. Trump er ekki fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna sem hef­ur lýst áhuga á að ná yf­ir­ráð­um á Græn­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
5
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár