Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hvers vegna brást ríkistjórnin ekki strax við þeim upplýsingum sem lágu fyrir í minnisblaðinu?

„Rík­is­stjórn­in fékk minn­is­blað um hvaða að­gerð­ir rík­is­stjórn­in þyrfti að grípa til sam­stund­is til að tryggja í raun­inni ör­yggi fólks ef hita­veitu­lögn­un­um færu í sund­ur.“ Björn Leví Gunn­ars­son, þing­mað­ur Pírata, beindi orð­um sín­um að Þór­dísi Kol­brúnu R. Gylfa­dótt­ur, fjár­mála­ráð­herra. Fyr­ir helgi fjall­aði Heim­ild­in um minn­is­blað sem barst rík­is­stjórn­inni þann 11. nóv­em­ber, dag­inn eft­ir að Grinda­vík var rýmd vegna jarð­hrær­inga.

Hvers vegna brást ríkistjórnin ekki strax við þeim upplýsingum sem lágu fyrir í minnisblaðinu?
Björn Leví Gunnarsson „Minnisblaði sem ríkisstjórnin fékk var mjög skýrt um það hvað þyrfti að gera strax. Af hverju var ekki brugðist við því út af einmitt þessum veikleikum sem eru í kerfinu?“

Fyrir helgi birti Heimildin upplýsingar upp úr minnisblöðum sem ráðherrar fengu afhent. Í minnisblaðinu var varað við hugsanlegum skorti á heitu vatni á Suð­ur­nesj­um skemmda af völdum jarðhræringa. Í skýrslunni var lýst áhyggjum yfir því að skorturinn gæti varið mán­uð­um sam­an og stjórn­völd voru hvött til að hefja und­ir­bún­ings­vinnu til að tak­ast á við verstu sviðs­mynd­irnar. Minnisblaðið fékk litlar undirtektir og um helgina hit­uðu tug þús­und­ir íbúa á Suð­ur­nesj­um upp hús sín með stök­um raf­magn­sofn­um eða hita­blás­ur­um.

Þann 11. nóvember í fyrra, degi eftir að Grindavík var rýmd vegna jarðhræringa sem bentu til þess að eldgos gæti verið yfirvofandi við eða í bænum, sendi Orkustofnun minnisblað til ríkisstjórnar Íslands og Almannavarna. Minnisblaðið var unnið í samvinnu við HS veitur, HS Orku og Verkís, sem hafði unnið að greiningu og mati á aðgerðum sem ráðgjafi fyrirtækjanna tveggja. 

Í óundibúnum fyrirspurnum í dag spurði Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, fjármálaráðherra, hvers vegna ríkisstjórnin hafi ekki brugðist við þeim upplýsingum sem lágu fyrir í minnisblaðinu.

„Ríkisstjórnin fékk minnisblað um hvaða aðgerðir ríkisstjórnin þyrfti að grípa til samstundis til að tryggja í rauninni öryggi fólks ef hitaveitulögnunum færu í sundur, meðal annars var það að setja upp kyndingu við Fitjar olíu kyndistöðvum eins að tryggja heitt vatn á svæðinu.“ Björn Leví spurði hvort það sé ekki tímabært að grípa til þeirra aðgerða nú þegar, þar sem gosið gæti aftur og því gæti þessi staða komið aftur upp og lögnin farið aftur í sundur. 

Hann spurði einnig hver kostnaðurinn verður og skaðinn vegna hitavatnsleysisin sem hefur orðið á undanförnum dögum. „Minnisblaði sem ríkisstjórnin fékk var mjög skýrt um það hvað þyrfti að gera strax. Af hverju var ekki brugðist við því út af einmitt þessum veikleikum sem eru í kerfinu?“

Forgangsröðun verkefna

Í svari Þórdísar sagði hún að kraftaverk hefðu verið unnin seinustu daga. „Við hlaupum hratt á ýmsum stöðum og við þurfum að taka ákvarðanir hratt, sumar stórar, og ég get alveg sagt það hér að hluti af því að standa í stafni og taka stórar ákvarðanir er að vera meðvitaðir um að það eru ekki alltaf allar ákvarðanir sem voru algjörlega réttar eða gerðar í réttri röð.“ Forgangsröðun verkefna byggist á bestu mögulegu upplýsingunum sagði Þórdís stýrir röðinni sem verkefnin falla í. 

Síðustu mánuðir hafa verið áminning um það í hvernig landi við búum sagði Þórdís. Efla þurfi viðbragðsaðila, auka framleiðslu á raforku og aðgengi að heitu vatni og sömuleiðis að sækja meiri lághita. Þetta séu nokkur af þeim verkefnum sem Þórdís telur að þurfi að setja í forgang. 

„Við vitum líka að þarna var ekki vandinn að það vantaði akkúrat raforku inn á svæðið heldur getu dreifikerfisins til að koma því áleiðis þannig að við höfum tekið margar stórar ákvarðanir og þær eldast vel. En verkefninu er ekki lokið og þurfi að gera meira.“

„Upplýsingagjöf til ríkisstjórnar og inn á ráðherrafundi frá ýmsum aðilum inn í stjórnkerfinu ásamt viðbragðsaðilum hafa verið miklar og við hefðum ekki haft burði til að fara í allt það sem bent var á að þyrfti að gera, ýmist til skemmri tíma, millilangs tíma eða lengri tíma.“

Þá taldi ráðherra að uppbygging og viðbrögð stjórnvalda hafi verið að stöðug undanfarið og vonaðist til þess að þingheimurinn gæti sameinast um þau verkefni sem þyrfti að ganga í.

Búið að kortleggja svæðið eins mikið og hægt er

Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði hvort að áætlun lægi fyrir um hvað verði gert til að fyrirbyggja það að íbúar á Reykjanesinu verði án rafmagns og vatns, ef orkuverið í Svartsengi getur ekki skaffað slíkt eða ef flutningskerfið brestur? Beindi hún orðum sínum til Sigurðar Inga Jóhannssyni, innviðaráðherra. 

Sigurður Ingi sagði í svari sínu að plan A, sem var að byggja varnargarðana í kringum Svartsengi, hafi verið auðvelt. Plan B var að leggja lagnir yfir hraunið og sagði hann það plan hafa gengið hraðar heldur en þau þorðu að vænta til. Í svari sínu tók hann þó fram að stjórnvöld viti ekki hvar mun gjósa. Þó er búið að kortleggja svæðið eins mikið og hægt er. Sviðsmyndir hafi verið teiknaðar upp og miðaðist gerð varnargarðanna við það. 

„Allar aðgerðir hafa miðast við það að hafa uppi plan A, plan B og plan C eftir því hvaða atburður verður, hvar veikleikarnir koma fram eða skemmdirnar koma fram svo hægt sé að bregðast við því.“

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    RÍKISSTJÓRNIN ERU LIÐLESKJUR ÞEGAR KEMUR AÐ FORVÖRNUM.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár