Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kjaraviðræður sigla í strand – Breiðfylkingin lýsir „djúpum vonbrigðum“ með SA

Breið­fylk­ing stétt­ar­fé­laga seg­ir að Sam­tök at­vinnu­lífs­ins hafi hafn­að því að for­sendu­ákvæði verði í kjara­samn­ingi, sem verji launa­fólk ef markmið um lægri verð­bólgu og vexti nást ekki. Í ljósi þess sé tíma­bært að lýsa við­ræð­ur milli deilu­að­ila „ár­ang­urs­laus­ar“.

Kjaraviðræður sigla í strand – Breiðfylkingin lýsir „djúpum vonbrigðum“ með SA
Fundað stíft Deiluaðilar hafa fundað meira og minna sleitulaust síðan milli jóla og nýárs, án árangurs. Mynd: Golli

Breiðfylking stærstu landssambanda og stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði, sem fara með samningsumboð fyrir 93 prósent þeirra sem starfa á honum, sendi rétt í þessu frá sér tilkynningu þar sem hún  lýsti viðræður við Samtök atvinnulífsins (SA) árangurslausar. „Ásteytingarsteinninn er forsenduákvæði um þróun verðbólgu og vaxta. SA hafa hafnað með öllu að í fjögurra ára samningi verði forsenduákvæði til varnar launafólki, hafi markmið varðandi verðbólgu og vexti ekki náðst.“

Í tilkynningunni segir að allir langtíma kjarasamningar á síðustu áratugum hafi verið undirritaðir með forsenduákvæðum sem heimila uppsögn að uppfylltum vissum skilyrðum. SA hafi hins vegar gert kröfu um afnám slíkra forsenduákvæða í komandi kjarasamningi, sem Breiðfylkingin segir að sé fáheyrð í kjarasamningagerð á Íslandi. „Krafan myndi þýða að launafólk eitt ber ábyrgðina og áhættuna af afleiðingum þess ef markmið samnings nást ekki. Furðulegt er að SA séu ekki reiðubúin að festa í langtímasamning þau markmið sem samtökin sjálf hafa margítrekað lýst sem algjöru meginmarkmiði hans: Að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ef meginmarkmið kjarasamnings nást ekki, þá þurfa varnir að vera til staðar fyrir launafólk.“

Breiðfylkingin lýsir því djúpum vonbrigðum með að SA kjósi að sigla viðræðum í strand vegna þessa atriðis. „Sérstaklega er það sorglegt í ljósi þess að aðilar hafa lagt mikið á sig til að ná saman um hóflegar launahækkanir og samkomulag varðandi launalið er í meginatriðum í höfn. Undirritun kjarasamnings var í sjónmáli. Breiðfylkingin stendur sameinuð í kröfum sínum og í ákvörðun sinni um að lýsa viðræður árangurslausar. Formenn þeirra sambanda og félaga sem standa að Breiðfylkingunni munu funda saman strax á mánudag og nýta tímann í millitíðinni til upplýsingagjafar og samráðs við sitt bakland.“

Undir tilkynninguna rita Eiður Stefánsson, formaður samninganefndar Landssambands íslenzkra verzlunarmanna, Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar – sambands iðnfélaga, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ALLTAF ER HÚN ÓSTÖÐUGBARÁTTAN UM BRAUÐIÐ OG VERÐURALLTAF ÞANNIG OG ÞANNIG HEFUR ÞAÐ ALLTAF VERIÐ Í GEGNUM ALDIRNAR OG ÞAÐ BREYTIST LÍTIÐ
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár