Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Kjaraviðræður sigla í strand – Breiðfylkingin lýsir „djúpum vonbrigðum“ með SA

Breið­fylk­ing stétt­ar­fé­laga seg­ir að Sam­tök at­vinnu­lífs­ins hafi hafn­að því að for­sendu­ákvæði verði í kjara­samn­ingi, sem verji launa­fólk ef markmið um lægri verð­bólgu og vexti nást ekki. Í ljósi þess sé tíma­bært að lýsa við­ræð­ur milli deilu­að­ila „ár­ang­urs­laus­ar“.

Kjaraviðræður sigla í strand – Breiðfylkingin lýsir „djúpum vonbrigðum“ með SA
Fundað stíft Deiluaðilar hafa fundað meira og minna sleitulaust síðan milli jóla og nýárs, án árangurs. Mynd: Golli

Breiðfylking stærstu landssambanda og stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði, sem fara með samningsumboð fyrir 93 prósent þeirra sem starfa á honum, sendi rétt í þessu frá sér tilkynningu þar sem hún  lýsti viðræður við Samtök atvinnulífsins (SA) árangurslausar. „Ásteytingarsteinninn er forsenduákvæði um þróun verðbólgu og vaxta. SA hafa hafnað með öllu að í fjögurra ára samningi verði forsenduákvæði til varnar launafólki, hafi markmið varðandi verðbólgu og vexti ekki náðst.“

Í tilkynningunni segir að allir langtíma kjarasamningar á síðustu áratugum hafi verið undirritaðir með forsenduákvæðum sem heimila uppsögn að uppfylltum vissum skilyrðum. SA hafi hins vegar gert kröfu um afnám slíkra forsenduákvæða í komandi kjarasamningi, sem Breiðfylkingin segir að sé fáheyrð í kjarasamningagerð á Íslandi. „Krafan myndi þýða að launafólk eitt ber ábyrgðina og áhættuna af afleiðingum þess ef markmið samnings nást ekki. Furðulegt er að SA séu ekki reiðubúin að festa í langtímasamning þau markmið sem samtökin sjálf hafa margítrekað lýst sem algjöru meginmarkmiði hans: Að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ef meginmarkmið kjarasamnings nást ekki, þá þurfa varnir að vera til staðar fyrir launafólk.“

Breiðfylkingin lýsir því djúpum vonbrigðum með að SA kjósi að sigla viðræðum í strand vegna þessa atriðis. „Sérstaklega er það sorglegt í ljósi þess að aðilar hafa lagt mikið á sig til að ná saman um hóflegar launahækkanir og samkomulag varðandi launalið er í meginatriðum í höfn. Undirritun kjarasamnings var í sjónmáli. Breiðfylkingin stendur sameinuð í kröfum sínum og í ákvörðun sinni um að lýsa viðræður árangurslausar. Formenn þeirra sambanda og félaga sem standa að Breiðfylkingunni munu funda saman strax á mánudag og nýta tímann í millitíðinni til upplýsingagjafar og samráðs við sitt bakland.“

Undir tilkynninguna rita Eiður Stefánsson, formaður samninganefndar Landssambands íslenzkra verzlunarmanna, Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar – sambands iðnfélaga, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ALLTAF ER HÚN ÓSTÖÐUGBARÁTTAN UM BRAUÐIÐ OG VERÐURALLTAF ÞANNIG OG ÞANNIG HEFUR ÞAÐ ALLTAF VERIÐ Í GEGNUM ALDIRNAR OG ÞAÐ BREYTIST LÍTIÐ
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár