Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Embætti Landlæknis skoðar notkun læknis á Heilsuveru í markaðstilgangi

Heim­il­is­lækn­ir hjá einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­inu Heilsu­vernd hafði sam­band við fyrr­ver­andi skjól­stæð­inga sína hjá op­in­beru heilsu­gæsl­unni á Ak­ur­eyri og bauð þeim í við­skipti. Embætti Land­lækn­is hef­ur tek­ið þessa notk­un á Heilsu­veru til skoð­un­ar.

Embætti Landlæknis skoðar notkun læknis á Heilsuveru í markaðstilgangi
Segja notkunina ranga miðað við fyrirliggjandi upplýsingar Embætti Landlæknis, sem Alma Möller stýrir, segir að svo virðist sem notkun læknis Heiluverndar á upplýsingaforritinu Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Embætti Landlæknis segir að notkun læknis fyrirtækisins Heilsuverndar á forritinu Heilsuveru sé röng, miðað við fyrirliggjandi upplýsingar, og að hún sé til skoðunar hjá stofnuninni. Læknirinn hafði samband við fyrrverandi skjólstæðinga sína, sjúkratryggða einstaklinga á Akureyri, og bauð þeim að koma í viðskipti við Heilsuvernd. Heimildin fjallaði um mál læknisins í byrjun febrúar.

Þetta kemur fram í svörum frá embætti Landlæknis við spurningum Heimildarinnar:  „Miðað við þær upplýsingar sem komið hafa fram í umfjöllun um málið þá virðist þetta vera röng notkun á Heilsuveru sem er hugsuð fyrir sendingar á klínískum upplýsingum og samskiptum milli læknis og sjúklings í tengslum við meðferð. Málið er til skoðunar hjá embættinu.

Heilusvera er forrit sem er samstarfsverkefni Landslæknisembættisins, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Landspítala-háskólasjúkrahúss. Þar getur fólk skráð sig í heilsugæslustöð, átt í samskiptum við heimilislækna, fengið endurnýjun á lyfseðlum og fleira.

„Embætti landlæknis hefur aftur á móti eftirlit með heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstarfsmönnum og af þeim sökum er umrætt mál sem áður segir til skoðunar hjá embættinu.“
Úr svari embættis landlæknis

Heilsugæsla í Kópavogi en læknir á Akureyri

Teitur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Heilsuverndar, hefur sagt  að hann vilji opna heilsugæslustöð á Akureyri. Hann hefur ráðið til sína lækna í bænum og er einn þeirra Valur Helgi Kristinsson, sá sem sendi skilaboðin úr Heilsuveru. Sjúkratryggðir einstaklingar á Íslandi geta valið á hvaða heilsugæslustöð þeir skrá sig, hvort svo sem hún er ríkis- eða einkarekin, og fylgir þeim þá fjármagn frá Sjúkratryggingum Íslands. 

Heilsuvernd er hins vegar ekki komin með samning við Sjúkratryggingar Íslands um að opna heilsugæslustöð á Akureyri. Þetta breytir því hins vegar, miðað við skilaboð Vals Helga, að hann getur þjónustað viðskiptavini Heilsuverndar á Akureyri. 

Í skilaboðunum sagði orðrétt: „Nú hef ég látið af störfum á Heilsugæslunni á Akureyri og er farinn að vinna á Heilsugæslunni í Urðarhvarfi í Kópavogi en verð á Akureyri með starfsaðstöðu á Læknastofum Akureyrar á Glerártorgi. Þeir sem vilja halda áfram hjá mér þrátt fyrir þetta geta flutt sig yfir því að breyta skráningu á heilsugæslustöð, annars mun HSN halda áfram að sinna þér ef þú vilt það frekar.

Bara notkun sem tengist sjúkraskrá heimil

Í svari embættis Landlæknis kemur fram að þær reglur gildi um notkun Heilsuveru að eingöngu megi nota forritið þegar um er að ræða notkun á sjúkraskrá einstaklinga. Í tilfelli Vals Helga var hins vegar um markaðslegan tilgang að ræða þar sem hann bauð skjólstæðingum sínum að skipta úr opinberri heilsugæslu og yfir í einkarekna. 

Um tilgang Heilsuveru segir í svari Landlæknis: „Í stuttu máli má segja að notkun Heilsuveru af hálfu læknis eða annars heilbrigðisstarfsmanns eigi ekki að vera með öðrum hætti en þegar um notkun sjúkraskrár er að ræða. Embætti landlæknis hefur ekki gefið út leiðbeiningar eða verklagsreglur um almenna notkun á viðmótinu, enda á heilbrigðisstarfsfólk að þekkja ákvæði laga nr. 55/2009 um sjúkraskrá. Enn fremur er það svo að embætti landlæknis heldur úti Heilsuveru en stýrir ekki notkun hennar eða hefur aðgang að þeim upplýsingum sem þar er að finna. Slíkt er, líkt og kveður á um í fyrrnefndum lögum, á ábyrgð starfstöðva heilbrigðisstarfsfólks hverju sinni.

Landlæknir segir að embættið hafi eftirlit með heilbrigðisstarfsmönnum og þjónustu heilbrigðisstofnana og að þess vegna sé umrætt mál inn á borði þess nú  „Heilbrigðisstofnanir hafa eftirlit með aðgengi að sjúkraskrá og notkun þeirra, og Heilsuvera er í raun framlenging á sjúkraskrá. Embætti landlæknis hefur aftur á móti eftirlit með heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstarfsmönnum og af þeim sökum er umrætt mál sem áður segir til skoðunar hjá embættinu.

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Íslenska útrásin í bresku elliheimilin
Úttekt

Ís­lenska út­rás­in í bresku elli­heim­il­in

Fjár­festa­hóp­ur sem Kvika setti sam­an hef­ur á síð­ustu ár­um ver­ið eig­andi breskra elli­heim­ila. For­svars­menn elli­heim­il­is­ins hafa kom­ið hing­að til lands til að mæla fyr­ir auk­inni einka­væð­ingu í vel­ferð­ar­þjón­ustu á Ís­landi. Kvika sjálf, og þar með ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir, er hlut­hafi í elli­heim­il­un­um sem skil­uðu arð­semi um­fram vænt­ing­ar á síð­asta ári.
Spyr ráðherra um eftirlit Sjúkratrygginga með einkarekstri í heilbrigðiskerfinu
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Spyr ráð­herra um eft­ir­lit Sjúkra­trygg­inga með einka­rekstri í heil­brigðis­kerf­inu

Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur stað­ið fyr­ir stór­auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu frá því að hann tók við starf­inu. Eft­ir­lit með þeim fjár­mun­um sem fara frá rík­inu til einka­að­ila hef­ur sam­hliða því ekki ver­ið auk­ið. Will­um Þór svar­aði spurn­ing­um um með­al ann­ars á Al­þingi um miðj­an mán­uð­inn.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Sjúkratryggingar kanna gagnrýni lækna á útvistun aðgerða
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Sjúkra­trygg­ing­ar kanna gagn­rýni lækna á út­vist­un að­gerða

Rík­is­stofn­un­in Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands seg­ist ætla að kanna þá gagn­rýni sem kom­ið hef­ur fram frá lækn­um á Land­spít­al­an­um á út­vist­un á að­gerð­um gegn legs­límuflakki. Sjúkra­trygg­ing­ar segja að heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið telji að þörf sé á að út­vista að­gerð­un­um jafn­vel þó lækn­ar á Land­spít­al­an­um segi að svo sé ekki.
Aðgerðir einkavæddar til Klíníkurinnar að ástæðulausu
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­gerð­ir einka­vædd­ar til Klíník­ur­inn­ar að ástæðu­lausu

Eng­ir bið­list­ar eru eft­ir að­gerð­um gegn en­dómetríósu á Land­spít­al­an­um en þrátt fyr­ir það ætla Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands að einka­væða slík­ar að­gerð­ir með samn­ingi til fimm ára. Kven­sjúk­dóma­lækn­ar á Land­spít­al­an­um eru ósátt­ir við þetta og segja út­vist­un­ina óþarfa og lýsa yf­ir áhyggj­um af þró­un­inni.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár