Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hagnaður Íslandsbanka stóð í stað milli ára en stefnt að því að skila um 15 milljörðum til hluthafa

Tveir starfs­loka­samn­ing­ar við stjórn­end­ur sem voru látn­ir hætta störf­um eft­ir að Ís­lands­banki við­ur­kenndi að hafa fram­ið marg­þætt lög­brot við sölu á sjálf­um sér kost­uðu bank­ann 146 millj­ón­ir króna í fyrra. Hann greiddi alls um 1,2 millj­arð króna í sekt vegna lög­brot­anna, sem er met hjá fjár­mála­fyr­ir­tæki.

Hagnaður Íslandsbanka stóð í stað milli ára en stefnt að því að skila um 15 milljörðum til hluthafa
Tók við í fyrra Jón Guðni Ómarsson, sem hafði verið fjármálastjóri Íslandsbanka frá 2011, tók við sem bankastjóri í fyrrasumar eftir að Birnu Einarsdóttur var gert að hætta. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Íslandsbanki hagnaðist um 24,6 milljarðar króna á árinu 2023. Það er nánast sami hagnaður og bankinn sýndi árið áður, þegar hann var 24,5 milljarðar króna. Arðsemi eigin fjár dróst hins vegar saman og var 11,3 prósent. Taka verður inn í dæmið að 860 milljónir króna af þeim tæplega 1,2 milljarði króna sem Íslandsbanki þurfti að greiða í stjórnvaldssekt vegna lögbrota í tengslum við söluna í sjálfum sér í mars 2022 var bókfærð í fyrra. Áður hafði bankinn talið að það myndi nægja að reikna með að sektin yrði að hámarki 300 milljónir króna og bókfærðu þann kostnað á árinu 2022. Á grundvelli árangurs síðasta árs stendur til að greiða hluthöfum Íslandsbanka 12,3 milljarða króna í arð auk þess sem til stendur að kaupa eigin bréf á árinu, enda enn eftirstandandi heimild til að gera það fyrir allt að 2,7 milljarða króna. Í fyrra greiddi Íslandsbanki sömu upphæð í arð en keypti auk þess eigin bréf fyrir 2,3 milljarða króna. Því skilaði bankinn samtals um 14,6 milljörðum króna til hluthafa á síðasta ári.

Í ársreikningi Íslandsbanka kemur fram að hreinar vaxtatekjur bankans hafi aukist um 12,7 prósent á síðasta ári þegar þær voru 48,6 milljarðar króna. Slíkar tekjur voru 76 prósent allra hreinna rekstrartekna Íslandsbanka á árinu 2023. Vaxtamunur bankans, munurinn á því sem bankinn rukkar fyrir að lána fólki og fyrirtækjum peninga og því sem hann borgar fyrir að fá peninga lánaða, var 3,0 prósent í fyrra, og hækkaði um 0,1 prósentustig milli ára. Það er sambærilegur vaxtamunur og var hjá hinum tveimur stóru bönkunum, Landsbankanum og Arion banka. Innlán sem Íslandsbanki fékk að láni frá viðskiptavinum sínum í fyrra jukust um 7,7 milljarða króna og voru 851 milljarður króna um síðustu áramót. Á móti rýrnaði virði fjáreigna um rúman milljarð króna eftir að hafa verið jákvæð um tæplega 1,6 milljarða króna á árinu 2022. 

Hreinar þóknanatekjur jukust líka lítillega milli ára, alls um 1,3 prósent, og voru 14,2 milljarðar króna. Þá varð sú breyting á frá fyrra ári að hreinar fjármagnstekjur voru jákvæðar um 241 milljónir króna á árinu 2023, en höfðu verið neikvæðar um tæplega 1,3 milljarða króna ári áður. 

Kostnaðarhlutfall bankans var það sama og árið áður, eða 41,6 prósent. Það er undir fjárhagslegu markmiði Íslandsbanka, sem er að kostnaðarhlutfallið sé lægra en 45 prósent. 

Dýrir starfslokasamningar

Árið 2023 var ár mikilla sviptinga hjá Íslandsbanka. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands komst að þeirri niðurstöðu að bankinn hefði gerst brotlegur við lög með framferði sínu i söluferli á 22,5 prósent hlut ríkisins í honum sem fram fór með tilboðsfyrirkomulagi í mars 2022. Þá fengu 207 fjárfestar að kaupa hlut í bankanum í lokuðu útboði og Íslandsbanki var á meðal ráðgjafa sem völdu þann hóp. 

Eftir að bankinn viðurkenndi lögbrot sín í fyrrasumar og samþykkti að greiða metsekt upp á tæplega 1,2 milljarða króna í ríkissjóð voru ýmsir stjórnendur látnir taka poka sinn og stjórnarmenn viku sömuleiðis. Þar ber helst að nefna Birnu Einarsdóttur, sem hafði verið bankastjóri Íslandsbanka frá haustinu 2008, og Ásmund Tryggvason, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækja og fjárfesta. 

Bæði Birna og Ásmundur gerðu starfslokasamninga sem gerð er grein fyrir í ársreikningnum. Birna fékk um sex milljónir króna í mánuði í laun og mótframlag í lífeyrissjóð á því hálfa ári sem hún var við störf í bankanum á síðasta ári en auk þess fékk hún tólf mánuði greidda við starfslok. Bankinn gjaldfærði 82,6 milljónir króna í laun og launatengd gjöld í tengslum við samkomulagið á öðrum ársfjórðungi ársins 2023.

Starfslokasamningur Ásmundar gerði líka ráð fyrir tólf mánaða greiddum uppsagnarfresti sem ekki var gerð krafa um að yrði unnin. Íslandsbanki gjaldfærði  63,4 milljónir króna í laun og launatengd gjöld í tengslum við samkomulagið á þriðja ársfjórðungi ársins 2023.

Við starfi Birnu tók Jón Guðni Ómarsson, sem hafði verið fjármálastjóri Íslandsbanka frá 2011. Meðallaun hans á mánuði í fyrra, sem voru bæði vegna starfs hans sem fjármálastjóra og bankastjóra, voru um 4,8 milljónir króna.

Stefnt á frekari sölu

Íslenska ríkið er enn langstærsti hluthafinn í Íslandsbanka með 42,5 prósent eignarhlut. Aðrir stórir hluthafar eru að uppistöðu íslenskir lífeyrissjóðir og fjárfestingasjóðir. Í fjárlögum ársins 2023 var gert ráð fyrir að sá hlutur yrði allur seldur og myndi skila ríkissjóði 76 milljarða króna í tekjur.

Þá fjármuni átti að nota til að greiða niður skuldir ríkissjóðs og lækka þar með vaxtakostnað. Af þessu varð ekki. Hærra vaxtastig og breyttar forsendur á bankasölunni gerðu þess í stað það að verkum að vaxtagreiðslur ríkissjóðs voru sex milljörðum krónum hærri í fyrra en stefnt hafði verið að. 

Enn var gert ráð fyrir að selja hlut í Íslandsbanka á fjárlögum ársins 2024, en nú á einungis að selja helming þess sem ríkið á, eða 21,25 prósent. Áætlaðar tekjur vegna þessa eru 48,3 milljarðar króna. Eftirstandandi hlut á svo að selja á næsta ári. Þessi sala er boðuð þrátt fyrir að upplýsingar Heimildarinnar hermi að það sé alls ekki eining innan ríkisstjórnarinnar með þessa tímalínu auk þess sem Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands er enn að rannsaka ýmsa anga síðasta söluferils. 

Þegar Bjarni Benediktsson sagði af sér embætti fjármála- og efnahagsráðherra í október sagðist hann gera það til að skapa „frið um verkefni ráðuneytisins og ég er að undirstrika að völdum fylgir ábyrgð“. Þegar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir tók við af honum sagði hún að forgangsverkefnið í ráðuneytinu væri að selja það sem eftir sé af hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hún boðaði almennt útboð og að ráðist yrði í það eins fljótt og verða mætti. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
6
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu