Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík og formaður borgarráðs, segir augljóst að það hefði töluverðar afleiðingar ef mikilvægar aðflutningsæðar til höfuðborgarsvæðisins á heitu vatni yrðu fyrir skaða eða stöðvuðust af einhverjum ástæðum.
Nú er heitavatnsleysi á Suðurnesjum eftir að hraun flæddi yfir stofnlögn HS Veitna sem sá Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ, Grindavík og Vogum fyrir heitu vatni. Í ljósi þessara atburða sköpuðust umræður á Facebook um hverjar afleiðingarnar af hraunflæði við Nesjavallalögnina eða virkjunina gætu verið.
Nesjavallavirkjun liggur austan við höfuðborgarsvæðið og sér stórum hluta þess fyrir heitu vatni. Ekki er hægt að útiloka að hraun gæti flætt þar sem hún er staðsett. Í hættumati fyrir Nesjavallavirkjun sem Orkuveita Reykjavíkur gerði árið 2000 segir: „Gosið getur á sprungu eftir Kýrdalshrygg, Stangarhálsi eða jafnvel getur opnast sprunga á virkjunarsvæðinu sjálfu.“
Borgarstjórinn fyrrverandi benti á að heitt vatn til Reykjavíkur og höfuðborgarsvæðisins kæmi úr …
Athugasemdir (2)