Bjarni Bjarnason, fyrrverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, tók nýverið sæti í fagráði Landverndar. Bjarni, sem er bæði jarðfræðingur og verkfræðingur að mennt, er þar með kominn í hóp sérfræðinga á ýmsum sviðum sem veita samtökunum ráðgjöf, t.d. um lagafrumvörp, stórar framkvæmdir og skipulagsbreytingar sveitarfélaga.
„Við erum mjög ánægð með að Bjarni Bjarnason bætist í frábæran hóp sérfræðinga Landverndar,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. „Hann hefur víðtæka þekkingu, ekki aðeins sem fyrrverandi forstjóri Orkuveitunnar, heldur á mörgum sviðum sem jarðfræðingur og verkfræðingur í margvíslegum störfum tengdum orkugeiranum.“
Bjarni var forstjóri OR í tólf ár en lét af störfum í fyrra. Á forstjóratíð sinni deildi hann oftar en einu sinni þeirri sýn sinni að varlega ætti að fara í virkjanamálum og að ekki þyrfti að virkja sérstaklega til að rafvæða samgöngur. Hann gagnrýndi einnig stórtæk áform um vindorkuver. „Verði þessi sýn að veruleika ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni,“ skrifaði hann í árslok 2022. „Hér væri reyndar ekki um slys að ræða, því myllurnar yrðu reistar af ásetningi, með fullri vitneskju um hin víðtæku umhverfisáhrif.“
Skrifaði grein og bendi á ámælisveröa sóun á milljónum lítra af olíu og milljörðum króna vegna lítilla miðlana í raforkukerfinu. Með veitu úr Þjórsá í Þórisvatn og miðlun á rennsli Jõkulsár í Fljótsdal ykist orkugeta raforkukerfisins sem samsvarar meira en tveim Hvammsvirkjunum.
https://www.visir.is/g/20242513812d/milljonir-litra-af-oliu-brenndar-vegna-litilla-midlana-i-raforkukerfinu