Fyrrverandi forstjóri OR til liðs við Landvernd

Bjarni Bjarna­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Orku­veitu Reykja­vík­ur, tók ný­ver­ið sæti í fagráði Land­vernd­ar. Hann er þar með kom­inn í hóp sér­fræð­inga á ýms­um svið­um sem veita sam­tök­un­um ráð­gjöf, t.d. um laga­frum­vörp, stór­ar fram­kvæmd­ir sem áform­að­ar eru og skipu­lags­breyt­ing­ar sveit­ar­fé­laga.

Fyrrverandi forstjóri OR til liðs við Landvernd

Bjarni Bjarnason, fyrrverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, tók nýverið sæti í fagráði Landverndar. Bjarni, sem er bæði jarðfræðingur og verkfræðingur að mennt, er þar með kominn í hóp sérfræðinga á ýmsum sviðum sem veita samtökunum ráðgjöf, t.d. um lagafrumvörp, stórar framkvæmdir og skipulagsbreytingar sveitarfélaga. 

„Við erum mjög ánægð með að Bjarni Bjarnason bætist í frábæran hóp  sérfræðinga Landverndar,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. „Hann hefur víðtæka þekkingu, ekki aðeins sem fyrrverandi forstjóri Orkuveitunnar, heldur á mörgum sviðum sem jarðfræðingur og verkfræðingur í margvíslegum störfum tengdum orkugeiranum.“

Bjarni var forstjóri OR í tólf ár en lét af störfum í fyrra. Á forstjóratíð sinni deildi hann oftar en einu sinni þeirri sýn sinni að varlega ætti að fara í virkjanamálum og að ekki þyrfti að virkja sérstaklega til að rafvæða samgöngur. Hann gagnrýndi einnig stórtæk áform um vindorkuver. „Verði þessi sýn að veru­leika ættum við engu umhverf­isslysi til að jafna úr Íslands­sög­unni,“ skrifaði hann í árslok 2022. „Hér væri reyndar ekki um slys að ræða, því myll­urnar yrðu reistar af ásetn­ingi, með fullri vit­neskju um hin víð­tæku umhverf­is­á­hrif.“

Kjósa
40
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Gunnlaugur H. Jónsson skrifaði
    Bjarni mætti lesa þessa grein og ganga í að minnka olíubrennslu og vinna gegn hlýnun jarðar.
    Skrifaði grein og bendi á ámælisveröa sóun á milljónum lítra af olíu og milljörðum króna vegna lítilla miðlana í raforkukerfinu. Með veitu úr Þjórsá í Þórisvatn og miðlun á rennsli Jõkulsár í Fljótsdal ykist orkugeta raforkukerfisins sem samsvarar meira en tveim Hvammsvirkjunum.

    https://www.visir.is/g/20242513812d/milljonir-litra-af-oliu-brenndar-vegna-litilla-midlana-i-raforkukerfinu
    0
  • Sverrir Karlsson skrifaði
    þar fá þeir góðan starfsmann.
    1
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Velkominn!
    1
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Frábært að fá þennan góða liðsauka í raðir Landverndar
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár