Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fyrrverandi forstjóri OR til liðs við Landvernd

Bjarni Bjarna­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Orku­veitu Reykja­vík­ur, tók ný­ver­ið sæti í fagráði Land­vernd­ar. Hann er þar með kom­inn í hóp sér­fræð­inga á ýms­um svið­um sem veita sam­tök­un­um ráð­gjöf, t.d. um laga­frum­vörp, stór­ar fram­kvæmd­ir sem áform­að­ar eru og skipu­lags­breyt­ing­ar sveit­ar­fé­laga.

Fyrrverandi forstjóri OR til liðs við Landvernd

Bjarni Bjarnason, fyrrverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, tók nýverið sæti í fagráði Landverndar. Bjarni, sem er bæði jarðfræðingur og verkfræðingur að mennt, er þar með kominn í hóp sérfræðinga á ýmsum sviðum sem veita samtökunum ráðgjöf, t.d. um lagafrumvörp, stórar framkvæmdir og skipulagsbreytingar sveitarfélaga. 

„Við erum mjög ánægð með að Bjarni Bjarnason bætist í frábæran hóp  sérfræðinga Landverndar,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. „Hann hefur víðtæka þekkingu, ekki aðeins sem fyrrverandi forstjóri Orkuveitunnar, heldur á mörgum sviðum sem jarðfræðingur og verkfræðingur í margvíslegum störfum tengdum orkugeiranum.“

Bjarni var forstjóri OR í tólf ár en lét af störfum í fyrra. Á forstjóratíð sinni deildi hann oftar en einu sinni þeirri sýn sinni að varlega ætti að fara í virkjanamálum og að ekki þyrfti að virkja sérstaklega til að rafvæða samgöngur. Hann gagnrýndi einnig stórtæk áform um vindorkuver. „Verði þessi sýn að veru­leika ættum við engu umhverf­isslysi til að jafna úr Íslands­sög­unni,“ skrifaði hann í árslok 2022. „Hér væri reyndar ekki um slys að ræða, því myll­urnar yrðu reistar af ásetn­ingi, með fullri vit­neskju um hin víð­tæku umhverf­is­á­hrif.“

Kjósa
40
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Gunnlaugur H. Jónsson skrifaði
    Bjarni mætti lesa þessa grein og ganga í að minnka olíubrennslu og vinna gegn hlýnun jarðar.
    Skrifaði grein og bendi á ámælisveröa sóun á milljónum lítra af olíu og milljörðum króna vegna lítilla miðlana í raforkukerfinu. Með veitu úr Þjórsá í Þórisvatn og miðlun á rennsli Jõkulsár í Fljótsdal ykist orkugeta raforkukerfisins sem samsvarar meira en tveim Hvammsvirkjunum.

    https://www.visir.is/g/20242513812d/milljonir-litra-af-oliu-brenndar-vegna-litilla-midlana-i-raforkukerfinu
    0
  • Sverrir Karlsson skrifaði
    þar fá þeir góðan starfsmann.
    1
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Velkominn!
    1
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Frábært að fá þennan góða liðsauka í raðir Landverndar
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár