Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Deilan um ráðningu Lúðvíks Arnar: „Á þetta hlusta bara ekki bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins“

Sara Dögg Svan­hild­ar­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi Við­reisn­ar í Garða­bæ, seg­ir að minni­hlut­inn í sveit­ar­fé­lag­inu sé ekki hætt­ur að gagn­rýna ráðn­ingu Lúð­víks Arn­ar Stein­ars­son­ar til bæj­ar­ins. Þóra Hjaltested, sem Lúð­vík var ráð­inn fram yf­ir, seg­ist ekki ætla að tjá sig um mál­ið.

Deilan um ráðningu Lúðvíks Arnar: „Á þetta hlusta bara ekki bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins“
Ekki lokið Sara Dögg Svanhildardóttir segir að málinu um ráðningu Lúðvíks Arnar Steinarssonar til Garðabæjar sé ekki lokið.

Sara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ, segir að minnihlutinn í bæjarstjórn sveitarfélagsins sé ekki hættur að gagnrýna ráðningu Lúðvíks Arnar Steinarssonar í starf sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs. Sjálfstæðisflokkurinn er með meirihluta í bænum og hefur lengi Lúðvík Arnar lengi verið starfandi innan flokksins. Hann var valinn fram yfir Þóru Hjaltested, bæjarritara í Mosfellsbæ, en í ráðningarferlinu stóð valið á milli þeirra. Bæjarstjórinn, Almar Guðmundsson, vék sæti í ráðningarferlinu en þeir Lúðvík Örn eru vinir. 

Sara Dögg segir við Heimildina að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins virðist ekki skilja gagnrýni minnihlutans á ráðninguna.„Við eigum við pólitískan ágreining um mikilvægi gagnsæis í ráðningum sem þessu. Ég batt vonir við að fulltrúar meirihlutans myndu vilja draga einhvern lærdóm af þessu ferli og rýna þær reglur sem sveitarfélagið vinnur eftir. Þær eru ekki gallalausar og eru ekki til þess fallnar að tryggja gagnsæi og traust því miður. En það var ekki hægt að skynja að það væri nokkur áhugi á því.“ 

„Það er líkt og gagnsæi og traust skipti þau engu máli þegar kemur að veigamikill ákvörðum sem þessari.“
Sra Dögg Svanhildardóttir,
bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ

Segir gagnsæi ekki skipta Sjálfstæðisflokkinn máli

Í svörum sínum til Heimildarinnar vísar Sara Dögg til álits embættis umboðsmanns Alþingis um ráðningar í embætti þegar hún er innt eftir stöðu málsins hjá minnihlutanum í Garðabæ. „Við höfum álit umboðsmanns Alþingis sem beinir því til sveitarstjórna að skýra ráðningaferli í æðstu embættisstöður vel. Það var ekki hægt að merkja nokkurn vilja til þess að líta í eigin barm og a.m.k. gangast við því að afhending gagna til bæjarfulltrúa hefði mátt vera með öðrum hætti fyrir bæjarstjórnarfund. Að þar hefði mátt gera betur til þess að mæta þeirri skyldu ber að virða þegar kemur að upplýsingagjöf vegna mála sem eru til afgreiðslu. Að ákvörðun sé byggð á gögnum. Á þetta hlusta bara ekki bæjarfulltrúar sjálfstæðisflokksins. Það er líkt og gagnsæi og traust skipti þau engu máli þegar kemur að veigamikill ákvörðum sem þessari.

Heimildin hefur sent beiðni til Garðabæjar um að fá aðgang að gögnunum um ráðningarferlið og rökstuðning fyrir því af af hverju Lúðvík Örn var ráðinn fram yfir Þóru Hjaltested. Beiðni miðilsins er í vinnslu hjá Garðabæ. 

Eitt af því sem Almar Guðmundsson bæjarstjóri hefur ekki gert í málinu, þrátt fyrir að Sara Dögg hafi beðið hann um það á bæjarstjórnarfundi, að gera grein fyrir því af hverju hann vék sæti í málinu. Þetta hefur Almar enn ekki gert með beinum hætti. Í svari frá Garðabæ um þetta segir hins vegar; „Þegar starfið hafði verið auglýst upplýsti bæjarstjóri bæjarráð um það að vegna tengsla við umsækjendur um starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs hafi hann ákveðið að víkja við undirbúning og meðferð málsins.“

Björg Fenger, formaður bæjarráðs, kom að ráðningunni í stað Almars. 

Hefur ekki útskýrtAlmar Guðmundsson bæjarstjóri hefur ekki útskýrt af hverju hann vék sæti í málinu.

Þóra ætlar ekki að tjá sig

Heimildin hefur haft samband við Þór Hjaltested til að fá sýn hennar á ráðningu Lúðvíks Arnar og eins til að svara því hvort hún hyggist leita réttar síns í málinu. Þór vill hins vegar ekki tjá sig um málið: „Ég er ekki á landinu en ég hyggst ekki tjá mig um þetta mál.

Þóra vill þráspurð ekki svara því hvort hún ætli að leita réttar síns í málinu gagnvart Garðabæ eða ekki. 

Í svari frá Garðbæ kemur fram að samstaða hafi verið um ráðningarferlið hjá meirihlutanum og minnihlutanum. „Í fundargerðum bæjarstjórnar og bæjarráðs kemur fram að samstaða var hjá meirihluta og minnihluta bæjarstjórnar um ráðningarferlið á öllum stigum. Þar á meðal að formaður bæjarráðs tæki stöðu bæjarstjóra.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Ráðning Lúðvíks Arnar Steinarssonar til Garðabæjar

Ráðuneytið telur sig ekki getað athugað ráðningu Lúðvíks Arnar í Garðabæ
FréttirRáðning Lúðvíks Arnar Steinarssonar til Garðabæjar

Ráðu­neyt­ið tel­ur sig ekki getað at­hug­að ráðn­ingu Lúð­víks Arn­ar í Garða­bæ

Þrír bæj­ar­full­trú­ar minni­hlut­ans í Garða­bær leit­uðu til inn­viða­ráðu­neyt­is­ins vegna ráðn­ing­ar Lúð­víks Arn­ar Stein­ars­son­ar í starf svið­stjóra hjá sveit­ar­fé­lag­inu. Lúð­vík Örn er með fjöl­þætt tengsl við Sjálf­stæð­is­flokk­inn í Garða­bæ og var ráðn­ing­in gagn­rýnd harka­lega af bæj­ar­full­trú­um minni­hlut­ans.
Fyrrverandi bæjarstjóri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ var meðmælandi Lúðvíks
FréttirRáðning Lúðvíks Arnar Steinarssonar til Garðabæjar

Fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Garða­bæ var með­mæl­andi Lúð­víks

Gunn­ar Ein­ars­son, fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Garða­bæ, var með­mæl­andi Lúð­víks Arn­ar Stein­ars­son­ar í starf sviðs­stjóra hjá bæn­um. Lúð­vík Örn hef­ur um ára­bil gegnt trún­að­ar­störf­um fyr­ir Sjálf­stæð­is­flokk­inn í Garða­bæ. Meiri­hlut­inn í Garða­bæ ákvað að ráða Lúð­vík Örn fram yf­ir konu sem er bæj­ar­rit­ari í Mos­fells­bæ.
Rökstuðningur Garðabæjar fyrir að ráða Lúðvík Örn: „Þetta er bara stórfurðulegt mál“
SkýringRáðning Lúðvíks Arnar Steinarssonar til Garðabæjar

Rök­stuðn­ing­ur Garða­bæj­ar fyr­ir að ráða Lúð­vík Örn: „Þetta er bara stór­furðu­legt mál“

Ráðn­ing Garða­bæj­ar á Lúð­vík Erni Stein­ars­syni, sem gegnt hef­ur mörg­um trún­að­ar­störf­um fyr­ir Sjálf­stæð­is­flokk­inn, í starf sviðs­stjóra fjár­mála- og stjórn­sýslu­sviðs Garða­bæj­ar hef­ur vak­ið hörð við­brögð hjá minni­hlut­an­um í bæn­um. Rök­stuðn­ing­ur Bjarg­ar Fenger, for­manns bæj­ar­ráðs, fyr­ir ráðn­ing­unni bend­ir til að Lúð­vík Örn hafi ekki upp­fyllt öll hæfni­við­mið­in en vís­að er til „heild­stæðs mats“ á hon­um.
Vinur bæjarstjórans í Garðabæ ráðinn fram yfir konu sem metin var jafn hæf
FréttirRáðning Lúðvíks Arnar Steinarssonar til Garðabæjar

Vin­ur bæj­ar­stjór­ans í Garða­bæ ráð­inn fram yf­ir konu sem met­in var jafn hæf

Geng­ið var fram­hjá bæj­ar­lög­manni Mos­fells­bæj­ar, Þóru Hjaltested í ráðn­ing­ar­ferl­inu þrátt fyr­ir að hún hafi gegnt sam­bæri­legu starfi. Lúð­vík Örn Stein­ars­son er starf­andi inn­an Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Garða­bæ og sit­ur í nefnd­um á veg­um flokks­ins. Bæj­ar­stjór­inn í Garða­bæ, Alm­ar Guð­munds­son, sagði sig frá ráðn­ing­ar­ferl­inu en ekki ligg­ur fyr­ir af hverju.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár