Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

„Ungur maður óskast“

Leik­hús­gagn­rýn­and­inn Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir rýn­ir í verk­ið Kanni­ba­len sem hún seg­ir að fjalli á yf­ir­borð­inu um mann­át og morð en sé í raun­inni um gjör­eyð­andi þung­lyndi og ein­mana­leika.

„Ungur maður óskast“
Leikhús

Kanni­ba­len

Niðurstaða:

(Sjálfs)eyðandi eymd og einsemd

Kannibalen eftir Johannes Lilleøre

Tjarnarbíó

Leikstjóri: Adolf Smári Unnarsson

*Leikarar: *Fjölnir Gíslason og Jökull Smári Jakobsson

Ljósahönnun og tæknilegar útfærslur: Magnús Thorlacius

Tónlist: Ronja Jóhannsdóttir

Búningahönnuður: Júlía Gunnarsdóttir

Þýðing: Adolf Smári Unnarsson og Júlía Gunnarsdóttir

Gefðu umsögn


„Hæ, ég er að leita að ungum stæltum manni til þess að slátra. Hann á að vera á aldrinum 18 til 30 ára.

Áhugasamir skulu ekki hika við að hafa samband.

Ég er svangur.

Franky.“

Þann 29. desember 2000 birtist þessi færsla í myrku horni á internetinu. Mörg gera sig breið og láta fantasíur flakka undir skjóli nafnleysis á spjallborðum vefsins án þess að framkvæma ætlunarverk sín en í þetta skiptið lá dauðans alvara á bak við skilaboðin. Tveir þýskir menn finna hvor annan og ákveða að mæla sér mót til að láta sína dýpstu og dimmustu þrár rætast. Danska leikritið Kannibalen eftir Johannes Lilleøre er byggt á skelfilegum og sannsögulegum atburðum sem áttu sér stað þegar internetið var í þann mund að yfirtaka heiminn og umbreyta samskiptamáta mannkynsins.  

Á yfirborðinu fjallar Kannibalen um mannát og morð en er í rauninni um gjöreyðandi þunglyndi og einmanaleika. Örvænting mannanna tveggja í leit sinni að einhvers konar frelsun og fróun leiðir þá saman. Annar vill tortíma sjálfum sér, hinn vill sameinast annarri manneskju. Annar vill láta borða sig, hinn vill borða annan mann. Lilleøre blandar saman skáldskap og heimildaleikhúsi til að rannsaka mögulegar ástæður sem geta legið að baki atburði sem virðist með öllu óskiljanlegur. Höfundi tekst best til þegar hann beinir smásjánni að aðdraganda fundarins, deginum örlagaríka og klukkutímunum eftir að fyrsta ofbeldisverkið er framið.

„Örvænting mannanna tveggja í leit sinni að einhvers konar frelsun og fróun leiðir þá saman.“

Mannætan hafði ekki hugsað málið til hlítar

Tíminn virðist afstæður þegar mennirnir tveir mætast. Fortíð, nútíð og framtíð þeirra beggja sullast saman, eins og blóð og baðvatn á flísalögðu gólfi. Þeir gera vandræðalegar tilraunir til að ræðast við áður en hafist er handa en að láta fantasíur raungerast er stundum flókið, við getum ekki hlaupið undan mannlegum breyskleika. Þýðingin er í höndum Adolfs Smára Unnarssonar, leikstjóra sýningarinnar, og Júlíu Gunnarsdóttur sem tekst ágætlega til en textaflæðið teppist í einstaka atriðum. Sömuleiðis fatast höfundi flugið í seinni hluta verksins, sem er tiltölulega stutt, þegar annað fólk er tekið inn í þennan heim.

Adolf Smári finnur aðrar sviðsrænar lausnir á textanum og aðstæðum heldur en að endurskapa einhvern raunveruleika, frekar er honum hafnað. Mennirnir standa einir andspænis hvor öðrum, á móti heiminum í dimmu óljósu rými með ekkert nema hljóðnema og kvikmyndatökuvél til að setja mark sitt á veröldina. Fjölnir Gíslason og Jökull Smári Jakobsson leika mennina tvo, sem og aðrar persónur. Báðir eru þeir að stíga sín fyrstu skref á atvinnuleiksviði en Jökull hefur verið áberandi í sjálfstæðum leiksýningum nýlega. Hrátt umhverfi sýningarinnar er krefjandi því báðir eru þeir algjörlega berskjaldaðir. Þeir eiga sín eftirminnilegu augnablik, sérstaklega þegar á hólminn er komið á sveitasetrinu. Jökull sýnir þó meiri tilfinningabreidd og öryggi en Fjölnir á einstaklega áhrifaríka senu þegar mannætan uppgötvar að kannski hafði hann ekki hugsað málið til hlítar.

Áhorfendur hvattir til að ögra sér

Tónsmiðurinn Ronja Jóhannsdóttir er nýtt nafn í leikhúsinu og fyrirheitin lofa góðu. Kurrandi rafmagnstónar marra undir sýningunni og smjúga inn í taugakerfið. Nauðsynlegt er að ræða um aðkomu Magnúsar Thorlacius sem sér bæði um ljósahönnun og aðrar tæknilegar útfærslur. Ljósauppsetningin og notkun á lýsingu er með því betra sem hann hefur framkvæmt, hrá og einangrandi.

Eins og með önnur verk sýnd í Tjarnarbíó er sýningartími Kannibalen stuttur. Þrátt fyrir vankanta eru áhorfendur hvattir til að ögra sér, kaupa miða, endurmeta fyrir fram gefnar hugmyndir um þennan skelfilega viðburð og mennina sem framkvæmdu verknaðinn. Kannibalen beinir sviðsljósinu að þeirri staðreynd að fátt í mannlegu eðli er eins og það virðist í fyrstu. Leikskáldið veltir upp forvitnilegum spurningum um eðli samþykkis og hversu langt við erum tilbúin að ganga til þess að vera ekki miður okkar eða ein.

Niðurstaða: Forvitnileg sýning um mannlegan harmleik.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár