Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

„Ungur maður óskast“

Leik­hús­gagn­rýn­and­inn Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir rýn­ir í verk­ið Kanni­ba­len sem hún seg­ir að fjalli á yf­ir­borð­inu um mann­át og morð en sé í raun­inni um gjör­eyð­andi þung­lyndi og ein­mana­leika.

„Ungur maður óskast“
Leikhús

Kanni­ba­len

Niðurstaða:

(Sjálfs)eyðandi eymd og einsemd

Kannibalen eftir Johannes Lilleøre

Tjarnarbíó

Leikstjóri: Adolf Smári Unnarsson

*Leikarar: *Fjölnir Gíslason og Jökull Smári Jakobsson

Ljósahönnun og tæknilegar útfærslur: Magnús Thorlacius

Tónlist: Ronja Jóhannsdóttir

Búningahönnuður: Júlía Gunnarsdóttir

Þýðing: Adolf Smári Unnarsson og Júlía Gunnarsdóttir

Gefðu umsögn


„Hæ, ég er að leita að ungum stæltum manni til þess að slátra. Hann á að vera á aldrinum 18 til 30 ára.

Áhugasamir skulu ekki hika við að hafa samband.

Ég er svangur.

Franky.“

Þann 29. desember 2000 birtist þessi færsla í myrku horni á internetinu. Mörg gera sig breið og láta fantasíur flakka undir skjóli nafnleysis á spjallborðum vefsins án þess að framkvæma ætlunarverk sín en í þetta skiptið lá dauðans alvara á bak við skilaboðin. Tveir þýskir menn finna hvor annan og ákveða að mæla sér mót til að láta sína dýpstu og dimmustu þrár rætast. Danska leikritið Kannibalen eftir Johannes Lilleøre er byggt á skelfilegum og sannsögulegum atburðum sem áttu sér stað þegar internetið var í þann mund að yfirtaka heiminn og umbreyta samskiptamáta mannkynsins.  

Á yfirborðinu fjallar Kannibalen um mannát og morð en er í rauninni um gjöreyðandi þunglyndi og einmanaleika. Örvænting mannanna tveggja í leit sinni að einhvers konar frelsun og fróun leiðir þá saman. Annar vill tortíma sjálfum sér, hinn vill sameinast annarri manneskju. Annar vill láta borða sig, hinn vill borða annan mann. Lilleøre blandar saman skáldskap og heimildaleikhúsi til að rannsaka mögulegar ástæður sem geta legið að baki atburði sem virðist með öllu óskiljanlegur. Höfundi tekst best til þegar hann beinir smásjánni að aðdraganda fundarins, deginum örlagaríka og klukkutímunum eftir að fyrsta ofbeldisverkið er framið.

„Örvænting mannanna tveggja í leit sinni að einhvers konar frelsun og fróun leiðir þá saman.“

Mannætan hafði ekki hugsað málið til hlítar

Tíminn virðist afstæður þegar mennirnir tveir mætast. Fortíð, nútíð og framtíð þeirra beggja sullast saman, eins og blóð og baðvatn á flísalögðu gólfi. Þeir gera vandræðalegar tilraunir til að ræðast við áður en hafist er handa en að láta fantasíur raungerast er stundum flókið, við getum ekki hlaupið undan mannlegum breyskleika. Þýðingin er í höndum Adolfs Smára Unnarssonar, leikstjóra sýningarinnar, og Júlíu Gunnarsdóttur sem tekst ágætlega til en textaflæðið teppist í einstaka atriðum. Sömuleiðis fatast höfundi flugið í seinni hluta verksins, sem er tiltölulega stutt, þegar annað fólk er tekið inn í þennan heim.

Adolf Smári finnur aðrar sviðsrænar lausnir á textanum og aðstæðum heldur en að endurskapa einhvern raunveruleika, frekar er honum hafnað. Mennirnir standa einir andspænis hvor öðrum, á móti heiminum í dimmu óljósu rými með ekkert nema hljóðnema og kvikmyndatökuvél til að setja mark sitt á veröldina. Fjölnir Gíslason og Jökull Smári Jakobsson leika mennina tvo, sem og aðrar persónur. Báðir eru þeir að stíga sín fyrstu skref á atvinnuleiksviði en Jökull hefur verið áberandi í sjálfstæðum leiksýningum nýlega. Hrátt umhverfi sýningarinnar er krefjandi því báðir eru þeir algjörlega berskjaldaðir. Þeir eiga sín eftirminnilegu augnablik, sérstaklega þegar á hólminn er komið á sveitasetrinu. Jökull sýnir þó meiri tilfinningabreidd og öryggi en Fjölnir á einstaklega áhrifaríka senu þegar mannætan uppgötvar að kannski hafði hann ekki hugsað málið til hlítar.

Áhorfendur hvattir til að ögra sér

Tónsmiðurinn Ronja Jóhannsdóttir er nýtt nafn í leikhúsinu og fyrirheitin lofa góðu. Kurrandi rafmagnstónar marra undir sýningunni og smjúga inn í taugakerfið. Nauðsynlegt er að ræða um aðkomu Magnúsar Thorlacius sem sér bæði um ljósahönnun og aðrar tæknilegar útfærslur. Ljósauppsetningin og notkun á lýsingu er með því betra sem hann hefur framkvæmt, hrá og einangrandi.

Eins og með önnur verk sýnd í Tjarnarbíó er sýningartími Kannibalen stuttur. Þrátt fyrir vankanta eru áhorfendur hvattir til að ögra sér, kaupa miða, endurmeta fyrir fram gefnar hugmyndir um þennan skelfilega viðburð og mennina sem framkvæmdu verknaðinn. Kannibalen beinir sviðsljósinu að þeirri staðreynd að fátt í mannlegu eðli er eins og það virðist í fyrstu. Leikskáldið veltir upp forvitnilegum spurningum um eðli samþykkis og hversu langt við erum tilbúin að ganga til þess að vera ekki miður okkar eða ein.

Niðurstaða: Forvitnileg sýning um mannlegan harmleik.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár