Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Ungur maður óskast“

Leik­hús­gagn­rýn­and­inn Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir rýn­ir í verk­ið Kanni­ba­len sem hún seg­ir að fjalli á yf­ir­borð­inu um mann­át og morð en sé í raun­inni um gjör­eyð­andi þung­lyndi og ein­mana­leika.

„Ungur maður óskast“
Leikhús

Kanni­ba­len

Niðurstaða:

(Sjálfs)eyðandi eymd og einsemd

Kannibalen eftir Johannes Lilleøre

Tjarnarbíó

Leikstjóri: Adolf Smári Unnarsson

*Leikarar: *Fjölnir Gíslason og Jökull Smári Jakobsson

Ljósahönnun og tæknilegar útfærslur: Magnús Thorlacius

Tónlist: Ronja Jóhannsdóttir

Búningahönnuður: Júlía Gunnarsdóttir

Þýðing: Adolf Smári Unnarsson og Júlía Gunnarsdóttir

Gefðu umsögn


„Hæ, ég er að leita að ungum stæltum manni til þess að slátra. Hann á að vera á aldrinum 18 til 30 ára.

Áhugasamir skulu ekki hika við að hafa samband.

Ég er svangur.

Franky.“

Þann 29. desember 2000 birtist þessi færsla í myrku horni á internetinu. Mörg gera sig breið og láta fantasíur flakka undir skjóli nafnleysis á spjallborðum vefsins án þess að framkvæma ætlunarverk sín en í þetta skiptið lá dauðans alvara á bak við skilaboðin. Tveir þýskir menn finna hvor annan og ákveða að mæla sér mót til að láta sína dýpstu og dimmustu þrár rætast. Danska leikritið Kannibalen eftir Johannes Lilleøre er byggt á skelfilegum og sannsögulegum atburðum sem áttu sér stað þegar internetið var í þann mund að yfirtaka heiminn og umbreyta samskiptamáta mannkynsins.  

Á yfirborðinu fjallar Kannibalen um mannát og morð en er í rauninni um gjöreyðandi þunglyndi og einmanaleika. Örvænting mannanna tveggja í leit sinni að einhvers konar frelsun og fróun leiðir þá saman. Annar vill tortíma sjálfum sér, hinn vill sameinast annarri manneskju. Annar vill láta borða sig, hinn vill borða annan mann. Lilleøre blandar saman skáldskap og heimildaleikhúsi til að rannsaka mögulegar ástæður sem geta legið að baki atburði sem virðist með öllu óskiljanlegur. Höfundi tekst best til þegar hann beinir smásjánni að aðdraganda fundarins, deginum örlagaríka og klukkutímunum eftir að fyrsta ofbeldisverkið er framið.

„Örvænting mannanna tveggja í leit sinni að einhvers konar frelsun og fróun leiðir þá saman.“

Mannætan hafði ekki hugsað málið til hlítar

Tíminn virðist afstæður þegar mennirnir tveir mætast. Fortíð, nútíð og framtíð þeirra beggja sullast saman, eins og blóð og baðvatn á flísalögðu gólfi. Þeir gera vandræðalegar tilraunir til að ræðast við áður en hafist er handa en að láta fantasíur raungerast er stundum flókið, við getum ekki hlaupið undan mannlegum breyskleika. Þýðingin er í höndum Adolfs Smára Unnarssonar, leikstjóra sýningarinnar, og Júlíu Gunnarsdóttur sem tekst ágætlega til en textaflæðið teppist í einstaka atriðum. Sömuleiðis fatast höfundi flugið í seinni hluta verksins, sem er tiltölulega stutt, þegar annað fólk er tekið inn í þennan heim.

Adolf Smári finnur aðrar sviðsrænar lausnir á textanum og aðstæðum heldur en að endurskapa einhvern raunveruleika, frekar er honum hafnað. Mennirnir standa einir andspænis hvor öðrum, á móti heiminum í dimmu óljósu rými með ekkert nema hljóðnema og kvikmyndatökuvél til að setja mark sitt á veröldina. Fjölnir Gíslason og Jökull Smári Jakobsson leika mennina tvo, sem og aðrar persónur. Báðir eru þeir að stíga sín fyrstu skref á atvinnuleiksviði en Jökull hefur verið áberandi í sjálfstæðum leiksýningum nýlega. Hrátt umhverfi sýningarinnar er krefjandi því báðir eru þeir algjörlega berskjaldaðir. Þeir eiga sín eftirminnilegu augnablik, sérstaklega þegar á hólminn er komið á sveitasetrinu. Jökull sýnir þó meiri tilfinningabreidd og öryggi en Fjölnir á einstaklega áhrifaríka senu þegar mannætan uppgötvar að kannski hafði hann ekki hugsað málið til hlítar.

Áhorfendur hvattir til að ögra sér

Tónsmiðurinn Ronja Jóhannsdóttir er nýtt nafn í leikhúsinu og fyrirheitin lofa góðu. Kurrandi rafmagnstónar marra undir sýningunni og smjúga inn í taugakerfið. Nauðsynlegt er að ræða um aðkomu Magnúsar Thorlacius sem sér bæði um ljósahönnun og aðrar tæknilegar útfærslur. Ljósauppsetningin og notkun á lýsingu er með því betra sem hann hefur framkvæmt, hrá og einangrandi.

Eins og með önnur verk sýnd í Tjarnarbíó er sýningartími Kannibalen stuttur. Þrátt fyrir vankanta eru áhorfendur hvattir til að ögra sér, kaupa miða, endurmeta fyrir fram gefnar hugmyndir um þennan skelfilega viðburð og mennina sem framkvæmdu verknaðinn. Kannibalen beinir sviðsljósinu að þeirri staðreynd að fátt í mannlegu eðli er eins og það virðist í fyrstu. Leikskáldið veltir upp forvitnilegum spurningum um eðli samþykkis og hversu langt við erum tilbúin að ganga til þess að vera ekki miður okkar eða ein.

Niðurstaða: Forvitnileg sýning um mannlegan harmleik.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár