Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Mjög alvarleg staða: „Við erum að vinna í kappi við tímann“

Al­var­leg staða er kom­in upp í tengsl­um við hita­vatns­lögn sem þjón­ust­ar stór­an hluta Suð­ur­nesja. Unn­ið er í kappi við tím­ann við að tryggja það að hún virki áfram.

Mjög alvarleg staða: „Við erum að vinna í kappi við tímann“
Grindavíkurvegur Hraun flæddi yfir Grindavíkurveg fyrir skemmstu. Unnið er að því að vernda innviði á svæðinu. Mynd: Heimildin / Golli

Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi HS Orku, segir hitavatnslögn sem þjónustar Reykjanesbæ og stóran hluta Suðurnesja vera í hættu vegna hraunflæðis. „Hún gæti orðið fyrir skemmdum ef ekki tekst að verja hana í tíma.“ Í þessum töluðu orðum er starfsfólk HS Orku á vettvangi að reyna að fergja hana. 

„[Við] erum að reyna að fergja lögnina og tryggja að hitavatnsæðin muni áfram virka sem skyldi,“ segir Birna. 

Í uppfærslu frá eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands, sem haldið er úti af sérfræðingum á Facebook, segir að staðan sé „mjög alvarleg“. Í færslu hópsins, sem birtist rétt fyrir klukkan 11 í dag segir að aðeins einn kílómetri sé frá Grindavíkurvegi, sem hraunið hefur þegar þverað, og að hitaveituæðinni. 

Hjá HS Orku hefur á síðustu vikum verið unnið í samræmi við hraunflæðilíkön og viðbragðsáætlanir við að koma lögninni í jörðu. „En verkefninu var ekki lokið og þeir sem hafa unnið að því verkefni eru á staðnum núna að gera það sem í þeirra valdi stendur,“ segir Birna.

Í samtali við RÚV segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra, að samkvæmt hraunflæðislíkönum sem unnið er út frá núna muni það taka innan við þrjár klukkustundir fyrir hraunið að ná hitaveituæðinni. 

HraunstraumurHraun hefur streymt upp úr jörðu síðan í morgun.

Í tilkynningu frá HS Veitum kemur fram að hraunflæðið renni nú í átt að stofnlögn sem flytji heitt vatn frá Svartsengi til Fitja í Reykjanesbæ. Afleiðingar þess að hraun flæði yfir lögnina eru að ekkert heitt vatn berist frá Svartsengi til Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar, Grindavíkur og Voga. 

Nú þegar hefur afhending á heitu vatni verið skert til stórnotenda.

Íbúar og atvinnulíf á svæðinu eru beðnir um að lækka hitann á húsum sínum og nota ekki heitt vatn til baða. Er þetta til þess að hitavatnsbirgðir endist sem lengst til að halda hitanum á húsum á svæðinu.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Veiktist í kjölfar morðhótana:„Ekki lengur óttalausa stúlkan með sterku röddina“
6
Viðtal

Veikt­ist í kjöl­far morð­hót­ana:„Ekki leng­ur ótta­lausa stúlk­an með sterku rödd­ina“

Najmo Fiya­sko Finn­boga­dótt­ir, ís­lensk-sómölsk bar­áttu­kona og fyrr­ver­andi sam­fé­lags­miðla­stjarna, hef­ur í kjöl­far ótal morð­hót­ana dreg­ið sig í hlé frá bar­átt­unni fyr­ir bætt­um rétt­ind­um stúlkna og kvenna í Sómal­íu. Najmo býr nú í Sómal­íu það­an sem hún flúði 13 ára göm­ul. Hún seg­ir að langvar­andi streita af völd­um ótta við hót­an­irn­ar hafi á end­an­um brot­ið hana nið­ur. „Ég tap­aði átt­um og vildi bara kom­ast heim til mömmu.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár