Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Mjög alvarleg staða: „Við erum að vinna í kappi við tímann“

Al­var­leg staða er kom­in upp í tengsl­um við hita­vatns­lögn sem þjón­ust­ar stór­an hluta Suð­ur­nesja. Unn­ið er í kappi við tím­ann við að tryggja það að hún virki áfram.

Mjög alvarleg staða: „Við erum að vinna í kappi við tímann“
Grindavíkurvegur Hraun flæddi yfir Grindavíkurveg fyrir skemmstu. Unnið er að því að vernda innviði á svæðinu. Mynd: Heimildin / Golli

Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi HS Orku, segir hitavatnslögn sem þjónustar Reykjanesbæ og stóran hluta Suðurnesja vera í hættu vegna hraunflæðis. „Hún gæti orðið fyrir skemmdum ef ekki tekst að verja hana í tíma.“ Í þessum töluðu orðum er starfsfólk HS Orku á vettvangi að reyna að fergja hana. 

„[Við] erum að reyna að fergja lögnina og tryggja að hitavatnsæðin muni áfram virka sem skyldi,“ segir Birna. 

Í uppfærslu frá eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands, sem haldið er úti af sérfræðingum á Facebook, segir að staðan sé „mjög alvarleg“. Í færslu hópsins, sem birtist rétt fyrir klukkan 11 í dag segir að aðeins einn kílómetri sé frá Grindavíkurvegi, sem hraunið hefur þegar þverað, og að hitaveituæðinni. 

Hjá HS Orku hefur á síðustu vikum verið unnið í samræmi við hraunflæðilíkön og viðbragðsáætlanir við að koma lögninni í jörðu. „En verkefninu var ekki lokið og þeir sem hafa unnið að því verkefni eru á staðnum núna að gera það sem í þeirra valdi stendur,“ segir Birna.

Í samtali við RÚV segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra, að samkvæmt hraunflæðislíkönum sem unnið er út frá núna muni það taka innan við þrjár klukkustundir fyrir hraunið að ná hitaveituæðinni. 

HraunstraumurHraun hefur streymt upp úr jörðu síðan í morgun.

Í tilkynningu frá HS Veitum kemur fram að hraunflæðið renni nú í átt að stofnlögn sem flytji heitt vatn frá Svartsengi til Fitja í Reykjanesbæ. Afleiðingar þess að hraun flæði yfir lögnina eru að ekkert heitt vatn berist frá Svartsengi til Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar, Grindavíkur og Voga. 

Nú þegar hefur afhending á heitu vatni verið skert til stórnotenda.

Íbúar og atvinnulíf á svæðinu eru beðnir um að lækka hitann á húsum sínum og nota ekki heitt vatn til baða. Er þetta til þess að hitavatnsbirgðir endist sem lengst til að halda hitanum á húsum á svæðinu.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár