Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Sjókvíar byrgja leiðarljós frá vitum: „Stjórnsýslulegt klusterfokk“

Stór hluti lax­eldisk­vía á Ís­landi stað­sett­ur inn­an sigl­inga­leiða. Þeg­ar sjókvía­eld­is­fyr­ir­tæk­in sem nú eru starf­andi hér á landi hófu rekst­ur fyr­ir rúm­um ára­tug voru rík­is­stofn­an­ir ekki mik­ið að pæla í sigl­inga­ör­yggi í tengsl­um við stað­setn­ingu kví­anna. Þetta hef­ur breyst.

Sjókvíar byrgja leiðarljós frá vitum: „Stjórnsýslulegt klusterfokk“
Strangara regluverk Regluverk um sjókvíaeldi er að verða strangara en það hefur verið og þarf meðal annars að samþykkja áhættumat siglinga áður en laxeldisfyrirtæki fá leyfi til að setja niður sjókvíar í tilteknum fjörðum. Stein Ove Tveiten er forstjóri Arctic Fish og Björn Hembre er forstjóri Arnarlax.

Stór hluti sjókvía sem notaðar eru fyrir laxeldi í íslenskum fjörðum eru staðsettar innan siglingaleiða vegna þess að þær eru innan hvíts ljósgeira frá vitum hér á landi. Þetta kemur fram í opinberum gögnum sem fyrir liggja um málið, meðal annars í gögnum og samskiptum stofnana eins og Vegagerðarinnar, Samgöngustofu og Matvælastofnunar. Á Austfjörðum eru til dæmis 12 af 16 eldissvæðum innan hvíts ljósgeira eða samtals 75 prósent af þeim eldisstæðum sem þar er að finna. Bara í Reyðarfirði eru fimm sjókvíaeldissvæði innan hvíts ljósgeira frá Vattarnesvita.  Þetta stangast á við lög um vita.

Einn af viðmælendum Heimildarinnar innan úr stjórnkerfinu segir að þessi staðreynd sé „stjórnsýslulegt klusterfokk“ eins og hann orðar það.  Ekki hafi verið hugað að þessu á sínum tíma þegar sú bylgja laxeldis sem nú stendur yfir hér, sem hófst eftir efnahagshrunið 2008 með fyrirtækjum eins og Arnarlaxi og Fjarðarlaxi, hófst. Með þessu orði vísar heimildarmaðurinn til enska orðsins clusterfuck sem þýðir á íslensku eitthvað sem er algjört klúður. 

„Langflest slys á sjó verða vegna mannlegra mistaka og er þörfin fyrir hæfilega fjarlægð kvía frá siglingaleiðum og hvítum geira ljósvita því raunveruleg.“
Úr bréfi frá Samgöngustofu til Skipulagsstofnunar árið 2022

Alþjóðlegar reglur til að forðast slys

Leyfi voru veitt til að setja niður sjókvíar á svæðum í íslenskum fjörðum þar sem leyfi fyrir þeim hefði ekki átt að vera veitt í ljósi siglingaöryggis. Fjölmörg dæmi eru um þetta bæði á Vestfjörðum og Austurlandi. Þetta kemur til dæmis fram í umsögn Vegagerðarinnar um áhættumat siglingaöryggis í Kvígindisdal í Patreksfirði. „Eins og fram kemur í áhættumatinu er hluti fiskeldissvæðisins við Kvígindisdal innan hvíts ljósgeira frá Ólafsvita, þ.e. í merktri siglingaleið. Ekki er ásættanlegt með tilliti til siglingaöryggis að setja neinar hindranir innan hvíts ljósgeira eða innan 50 metra frá mörkum hans.

Þegar leyfi laxeldisfyrirtækja á tilteknum svæðum á Vestfjörðum og Austurlandi, renna út þarf því að endurnýja leyfin með hliðsjón af þessu og eftir atvikum láta færa sjókvíarnar svo þær séu ekki innan hvíts ljósgeira frá vitum sem stuðla eiga að siglingaöryggi. 

Ástæðan fyrir því að sjókvíar og annar búnaður má ekki vera innan hvíts ljósgeira er slysahætta. Í bréfi frá Samgöngustofa til Skipulagsstofnunar, þar sem rætt var um strandsvæðaskipulag fyrir Austfirði árið 2002, sagði meðal annars um þetta: „Langflest slys á sjó verða vegna mannlegra mistaka og er þörfin fyrir hæfilega fjarlægð kvía frá siglingaleiðum og hvítum geira ljósvita því raunveruleg.

Í gildi eru alþjóðlegar reglur, svokölluð SOLAS-samþykkt, þar sem kveðið er á um að búnaður eins og sjókvíar megi ekki vera inni í ljósgeirum frá vitum. Fjallað er um þessa samþykkt í bréfi Samgöngustofu þar sem meðal annars er listað upp hvaða kvíar eru innan hvíts ljósgeira hér á landi.

Í bréfinu segir: „Samkvæmt Alþjóðasamningi um öryggi mannslífa á hafinu, svokallaðri SOLAS samþykkt, skal, skv. 2. mgr. 13 gr. í V. kafla, taka mið af alþjóðlegum tilmælum og viðmiðunarreglum þegar sett eru upp sjómerki til að sjófarendur upplifi kerfið sem einsleitt og það virki á sama hátt á alþjóðavísu. Ísland hefur fullgilt samninginn og hefur hann haft gildi hér frá 16. október 1983. Þannig ber að fylgja tilmælum og viðmiðunarreglum alþjóðavitasamtakanna IALA, sem tilgreina í viðmiðunarreglu IALA G10411 um geiraljós, að hvítur geiri merki örugga leið (e.white sector indicates safe passage).

„Stjórnsýslulega klusterfokkið“ sem heimildarmaður blaðsins innan úr stjórnkerfinu vísar var því að íslenskar stofnanir tóku ekki tillit til þessara samþykktar þegar eldissvæðum var úthlutað til laxeldisfyrirtækja hér á landi. 

Áhættumat siglinga í SeyðisfirðiFyrirtækið Fiskeldi Austfjarða, sem Jens Garðar Helgason stýrir, þarf að gera áhættumat siglinga fyrir Seyðisfjörð en skipaumferð um fjörðinn er mikil.

Byrjað að gera áhættumöt siglinga í fyrra

Fannar Gíslason, forstöðumaður hafnardeildar Vegagerðarinnar, segir að ekki sé veitt leyfi fyrir sjókvíum í dag nema að búið sé að vinna áhættumat siglinga. „Á sínum tíma voru settar niður sjókvíar, bæði á Vestfjörðum og Austfjörðum, áður en þessar reglur voru settar. Þetta hefur verið svolítið þannig í gegnum tíðina að almennt séð hefur stjórnsýslan ekki mikið vera að pæla í sjónum fyrr en núna. Ég myndi samt segja að flestar sjókvíarnar séu á nokkuð skynsamlegum stöðum þar sem enginn hefur kvartað. Árið 2022 var ákveðið að gera þurfi áhættumat siglinga fyrir hverja leyfisumsókn. Það var byrjað að gera þetta fyrst í fyrra,“ segir Fannar.

Hann segir að þó að meirihluti sjókvía sé á skynsamlegum stöðum þá yrðu einhverjar staðsetningar ekki samþykktar í dag. „Sums staðar, í þröngum fjörðum myndum við banna það. En við erum bara nýbyrjuð að pæla í þessu.

Matvælastofnun biður Samgöngustofu um svör

Í janúar fyrra sendi Matvælastofnun til dæmis bréf til Samgöngustofu þar sem óskað var eftir svörum um hvað stofnunin eigi að gera í tilfellum þar sem hvítur ljósgeiri frá vitum er inni á eldissvæðum laxeldis. Í bréfinu sagði:  „Til að Matvælastofnun geti gefið út ný og eftir atvikum breytt rekstrarleyfi fyrir fiskeldi á grundvelli laga nr. 71/2008, þegar hvítur ljósgeiri vita kemur inn á eldissvæði, þá er nauðsyn á að fyrir liggi svör við eftirfarandi spurningum.

Sá sem skrifaði bréfið er Karl Steinar Óskarsson, deildarstjóri fiskeldis hjá Matvælastofnun. Hann segir að bréfið hafi verið skrifað vegna þess að ekki hafi verið vitað hvernig ætti að taka á siglingaöryggi með tilliti til ljóss frá vitum. „Það hefur ekki verið tekið tillit til ljóssins frá vitunum vegna þess að það eru svæði inni á þessum geislum sem eru sögð nýtanleg til fiskeldis. En það er alveg klárt mál að það má ekki vera búnaður innan hvítra ljósgeira frá vitum.“ Þetta kerfi með áhættumöt siglinga hefur því verið og er í mótun hér á landi. 

Ein af spurningunum sem spurt var snerist um það hvort þegar útgefin leyfi til að stunda laxeldi í íslenskum fjörðum væru háð áhættumati siglinga. „Eru þegar útgefin rekstrar- og starfsleyfi óháð áhættumati.

Þá spurði Matvælastofnun einnig að því hvaða áhrif áhættumat siglinga myndi hafa á endurnýjanir rekstrar- og starfsleyfa. „Jafnframt hvernig fer með endurnýjun gildandi starfs- og rekstrarleyfa, en væntanlega munu allar breytingar á leyfum falla hér undir við framangreindar aðstæður, þ.e. að þær þurfa að fara í áhættumat.

Alltaf áhættumat siglingaöryggis

Breytingin sem hefur orðið snýst um það að nú á alltaf að gera svokallað áhættumat siglingaöryggis áður en heimilað er að stunda sjókvíaeldi í tilteknum fjörðum. Um þetta segir Karl Steinar Óskarssonar hjá MAST: „Við gefum ekki út leyfi til sjókvíaeldis lengur nema að það liggi fyrir áhættumat siglingaöryggis. Nú bíðum við bara eftir því.  Hvítir ljósgeirar frá vitum þýðir bara: Örugg sigling framundan. Ef þú ert að sigla í hvítum ljósgeira þá er örugg sigling, engin hindrun. Það er alveg klárt mál að það mega ekki vera sjókvíar eða búnaður innan hvíts ljósgeira.

Fyrirkomulagið við þessi áhættumöt er þannig að laxeldisfyrirtækin sem eru að sækja um leyfin eiga sjálf að kosta vinnuna við áhættumötin og leggja þau svo fyrir Vegagerðina og Samgöngustofu. „Nú er þetta bara hamrað í stein og verður að liggja fyrir áður en leyfi er gefið út,“ segir Karl Steinar.

Hann segir að þegar leyfi fiskeldisfyrirtækja fyrir sjókvíaeldi sem eru í gildi núna verða endurskoðuð þá þurfi að taka áhættumat siglinga með í reikninginn. Þetta þýðir mögulega að breyta þurfi staðsetningu núverandi kvíastæða eða þá að koma með mótvægisaðgerðir eins og að breyta og minnka ljósgeira frá vitum þannig að kvíarnar séu ekki inni í þeim. 

Bannað að setja sjókvíar við ÓshlíðinaÍ áhættumati siglinga vegna sjókvíaeldis við Óshlíðina í Ísafjarðardjúpi kemur fram að það sé bannað þar vegna ljósgeira frá vitum.

Dæmið um Óshlíðina

Eitt dæmi um það hvernig þessi áhættumöt sigligaöryggis virka í dag má sjá í skýrslu frá Samgöngustofu, Vegagerðinni og Landhelgisgæslunni sem gefin var út í október 2023.  Þar er lagt bann við því að sjókvíar verði í sjónum við Óshlíðina, svæðið á milli Ísafjarðar og Bolungarvík sem frægt hefur verið fyrir að vera mikil slysagildra vegna grjóthruns úr hlíðinni. 

Í áhættumatinu segir um þetta:  „Fiskeldissvæðið Óshlíð er að öllu leyti innan hvítra geira frá Óshólavita, Arnarnesvita og Æðeyjarvita. Hvítt ljós geiravita er alþjóðlegt merki sem gefur þau skilaboð að sjóleiðin sé örugg og vísar skipum á siglingaleið sem sé án hindrana. Því er ekki ásættanlegt að setja hindranir fyrir siglingar innan hvíts geira.“

Nú stendur fyrir dyrum að laxeldisfyrirtækið Fiskeldi Austfjarða vill hefja laxeldi í sjókvíum í Seyðisfirði á Austfjörðum og þarf fyrirtækið að láta gera áhættumat siglinga þar með þeim hætti sem lýst er hér.  Í gögnum frá Samgöngustofu og Vegagerðinni kemur fram að eitt eldissvæði af þremur sem fyrirhugað er að Fiskeldi Austfjarða verði með í Seyðisfirði sé innan hvíts ljósgeira. Í gögnunum segir: „SN1 [sjókvíastæði] nær inn í hvítan ljósgeira frá Brimnesvita. 

Ef laxeldiskvíar verða settar niður í Seyðisfirði þarf því nú að taka tillit til þessa. Þetta hefði ekki þurft að gera fyrir einungis nokkrum árum síðan. 

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kjartan Eggertsson skrifaði
    Hvar er það sem sjókvíarnar skyggja á hvíta ljósgeyslann? Eru ekki ljós á kvíunum?
    0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    " Stein Ove Tveiten er forstjóri Arctic Fish og Björn Hembre er forstjóri Arnarlax."
    Þessir menn sitja í fílabeinsturni. Skilja ekki mál landsmanna og vita lítið hvað er á seyði í kringum þá.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár