Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Við íslenskir nemendur neitum því að Ísland verði samsekt í þjóðarmorði“

„Stjórn­völd eru ekki að gera neitt í þessu og þau eru þau einu sem geta gert eitt­hvað.“ Hóp­ur ís­lenskra nem­enda var sam­an kom­inn á Aust­ur­velli að mót­mæla upp úr klukk­an 11 í dag. Mót­mæl­in voru að mestu frið­sæl en lög­regl­an þurfti að hafa af­skipti af nokk­ur­um ung­menn­um sem tóku upp á því að kasta eggj­um í þing­hús­ið.

Skipulögðu krakkamótmælinHugmyndin af mótmælunum spratt upp hjá nokkrum nemendum í Hagaskóla þegar þau heimsóttu tjaldiðbúðirnar sem stóðu á Austurvelli í janúar.

„Íslensk stjórnvöld eru ekki að gera nóg til þess að aðstoða palestínsku þjóðina. Því erum við komin hérna í dag, íslenskir nemendur, til að styðja Palestínu og palestínskt fólk á Íslandi.“

Stór hópur nemenda úr skólum höfuðborgarsvæðisins var mættur á Austurvöll í dag til að mótmæla og styðja Palestínu. Nemendur í 8. bekk í Hagaskóla efndu til mótmælanna og héldu úti Instagram síðunni Skólaverkfall Palestínu.

Blaðamaður Heimildarinnar náði tali af skipuleggjendum fyrir utan Hagaskóla áður en gengið var af stað á Austurvöll. Hugmyndin að mótmælunum spratt upp þegar þau heimsóttu tjaldbúðir sem stóðu á Austurvelli í janúar. „Við erum að mótmæla þjóðarmorði í Palestínu.

Heimildin / Golli

Kröfur nemendanna eru fimm:

  1. Að íslensk stjórnvöld veiti flóttafólki frá Palestínu þá sameiningu sem búið er að samþykkja og sækja fjölskyldurnar út af Gasa og komi þeim heim til Íslands strax!
  2. Að Palestínskt fólk á flótta fái alþjóðlega vernd og brottvísunum verði hætt!
  3. Að Ísland taki afstöðu gegn þjóðarmorðinu sem Ísraelsher er að fremja á Gasa
  4. Að Palestínsku fólki sem er búið að vera að mótmæla á Austurvelli fái fund með dómsmálaráðherra og utanríkisráðherra Íslands.
  5. Að Ísland geri allt sem það geti á alþjóðavettvangi til þess að þrýsta á vopnahlé og endalok hernámsins í Palestínu.
Vilja nýja ríkisstjórn straxNemendur hrópuðu „frjáls, frjáls Palestína.“

„Stjórnvöld! Hættið að brottvísa fólki á flótta undan þjóðarmorði úr landi. Sameinið fjölskyldurnar eins og um var samið. Takið afstöðu gegn þjóðarmorði og beitið ykkur fyrir vopnahlé og frjálsri Palestínu á alþjóðavettvangi. Við íslenskir nemendur neitum því að Ísland verði samsekt þjóðarmorði,“ sögðu nemendur Hagaskóla í ræðu á Austurvelli í dag.

Vill ekki að Ísland taki þátt í Eurovison

Ingólfur Haraldsson, nemandi í Tjarnaskóla, sagðist mótmæla „fyrir Palestínu. Það er ekki gott það sem er að gerast í Palestínu núna og við viljum alls ekki hafa þetta svona. Við viljum hafa frið. Þessi stjórnvöld eru ekki að gera neitt í þessu og þau eru einu sem geta gert eitthvað í þessu“.

Mótmælin að mestu friðsælEggjabakar gengu á milli mótmælenda.

„Þetta er bara þjóðarmorð og það er ekkert verið að gera í því,“ sagði Arnaldur Árnason, nemandi í Tjarnarskóla. „Þetta er bara mjög skrítið, til dæmis með Eurovision. Rússar mega ekki keppa en samt má Ísrael keppa. Þetta er viðbjóður. Ég skil ekki af hverju það er verið að leyfa svona“ Arnaldur vill ekki að Ísland taki þátt í Eurovision. „Mér finnst eins og það ætti að vera sama ástæða að Ísrael má ekki keppa eins og Rússland. Það er ekki gert neitt í þessu.“ 

Mótmælin voru að mestu friðsæl en lögreglan þurfti að hafa afskipti af nokkurum ungmennum sem tóku upp á því að kasta eggjum í þinghúsið. 

EggjakastNokkur ungmenni í hópi mótmælenda köstuðu eggjum í þinghúsið.
Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
4
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
5
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár