Nokkrum klukkutímum eftir að á ellefta hundrað Grindvíkingar hittust og blótuðu saman þorrann í Smáranum í Kópavogi, voru þeir mættir í bæinn til að bjarga eigum sínum.
Það er ekki smekklegt að segja það en það sem manni dettur helst í hug er tímabundið vopnahlé, þar sem almennum borgurum er gefið færi á inngöngu í skjóli til að taka það sem það getur borið og flýja, áður en bardögum og loftárásum er haldið áfram.
Einu bílarnir á götum Grindavíkur á sunnudag, voru sendibílar og bílar viðbragðsaðila. Síðarnefndi flotinn ók um með blá blikkandi ljós. Yfir bænum sveimuðu þyrlur og reglulega heyrðist hvinur frá stórum dróna Ríkislögreglustjóra þar sem hann þaut yfir.
Athugasemdir