Mynd tvö:
Af hvaða tegund er þessi api?
Almennar spurningar:
- Stytta af hvaða manni er fyrir framan aðalbyggingu Háskóla Íslands?
- Hvaða íþrótt stundar Karólína Lea Vilhjálmsdóttir?
- Agnes M. Sigurðardóttir lætur brátt af embætti biskups. En hver gegndi starfinu á undan henni?
- Söngkona ein sem komin er undir áttrætt skartar hinum svissnesku aðalstitlum Prinsessa af Reussen og Greifynja af Plauen sem hún fæddist þó ekki með heldur fékk með þriðja eiginmanni sínum. En undir hvaða nafni þekkjum við öll þessa söngkonu?
- Hvaða tvær íslenskar söngkonur sitja í dómnefnd fyrir íslenska Idol-ið núna?
- Fyrir hvaða stjórnmálaflokk situr Sigmar Guðmundsson á þingi?
- Hvað heitir fjölmennasta borgin í Ísrael?
- Hvaða rithöfundur fékk íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir síðasta ár í flokki skáldverka?
- En í flokki barna- og unglingabóka?
- Hvaða tónskáld samdi óperurnar í svonefndum Niflungahring?
- Í hvaða landi er höfuðborgin Nairobi?
- Í hvaða fjörð fellur Brynjudalsá?
- Frá hvaða landi má ætla að karlmaðurinn Szabó László sé upprunninn?
- En í hvaða landi ætli stúlkan Himari Tanaka sé upprunnin?
- Við hvern er Hannesarholt í Reykjavík kennt?
Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er ástaraldin. Passíuávöxtur telst líka rétt. Apinn er Gibbon-api.
Svör við almennum spurningum:
1. Sæmundi fróða. — 2. Fótbolta. — 3. Karl Sigurbjörnsson. — 4. Þetta er Frida eða Ann-Frid úr Abba. — 5. Birgitta Haukdal og Bríet. Nóg er að nefna aðra. — 6. Viðreisn. — 7. Jerúsalem. — 8. Steinunn Sigurðardóttir. — 9. Gunnar Helgason. — 10. Wagner. — 11. Keníu. — 12. Hvalfjörð. — 13. Ungverjalandi. — 14. Japan. — 15. Hannes Hafstein.
Athugasemdir (1)