Lúðvík Örn Steinarsson lögmaður, sem jafnframt er vinur Almars Guðmundssonar bæjarstjóra í Garðabæ, hefur verið ráðinn í starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs í stað kvenkyns umsækjanda sem metin var jafn hæf af ráðningarskrifstofu sem sá um ferlið.
Almar sagði sig frá ráðningarferlinu áður en það hófst en auk þess að vera vinur hans er Lúðvík Örn einnig starfandi á vegum Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórninni í Garðabæ, situr meðal annars í skipulagsnefnd og er formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðsflokksins. Ráðningarfyrirtækið sem sá um ferlið heitir Vinnvinn.
Í svari frá Garðabæ um af hverju Almar sagði sig frá ráðningarferlinu segir bara orðrétt að hann hafi gert en ekki nákvæmlega af hverju hann gerði það: „Þegar starfið hafði verið auglýst upplýsti bæjarstjóri bæjarráð um það að vegna tengsla við umsækjendur um starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs hafi hann ákveðið að víkja við undirbúning og meðferð málsins.“
Gögnin í málinu eru trúnaðarmál og Heimildin hefur ekki fengið …
Athugasemdir (1)