Samfylkingin mælist nú með 30,6 prósenta fylgi, það mesta sem flokkurinn hefur mælst með í fimmtán ár. Stuðningur við flokkinn, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup sem RÚV birti í kvöld, er næstum jafn mikill og samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna þriggja.
Sjálfstæðisflokur mælist með 18,2 í könnuninni, Framsóknarflokkur 8,4 prósent og Vinstri græn, flokkur forsætisráðherra, mælist með 5,5 prósent fylgi. Miðflokurinn bætir enn við sig á milli kannana og mælist með 10,9 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Framsóknarflokkurinn, þaðan sem flokkurinn upphaflega klauf sig.
Píratar mælast með stuðning 8,1 prósent kjósenda og Flokkur fólksins litlu minna; 7,9 prósent. Viðreisn rekur svo lest stjórnarandstöðuflokkanna með slétt sjö prósent fylgi. Sósíalistaflokkurinn, sem ekki náði inn kjörnum fulltrúa á þingi í síðustu kosningum, mælist með 3,4 …
Athugasemdir