Af þeim 10.500 sem hafa sótt um hæli hér á landi frá árinu 2019 eru ríflega 70 prósent frá tveimur löndum sem Ísland tók nánast skilyrðislaust á móti fólki frá: Úkraínumönnum – sem enn fá vernd hér vegna fjöldaflótta – og Venesúelabúum – sem frá 2019 til 2022 fengu í flestum tilvikum viðbótarvernd þar til Útlendingastofnun tók ákvörðun um annað í fyrra. Ef litið er til metáranna 2022 og 2023 var fólk frá Úkraínu og Venesúela hátt í 80 prósent hælisleitenda.
Flótti þeirra hingað skýrir að mestu leyti þá miklu fjölgun sem orðið hefur á hælisumsóknum og hælisveitingum hér á landi á síðustu tveimur árum. Svipaða sögu er að segja af Evrópu, þar hefur flótti Úkraínumanna eftir að innrás Rússa hófst í febrúar árið 2022 haft þau áhrif að hælisumsóknum fjölgaði verulega.
Byrjuðum að skera okkur úr 2022
Flest Evrópulönd höfðu byrjað að sjá aukinn fjölda hælisleitenda mun fyrr en …
Athugasemdir