Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fangar kalla fangelsin „kjötgeymslur í núverandi mynd“

Dóms­mála­ráð­herra tel­ur að hægt sé að halda lág­marks­við­haldi á Litla-Hrauni við til að tryggja starf­semi næstu fimm til sex ár­in. „Það er löngu orð­ið tíma­bært að byggja nýtt fang­elsi og það er­um við að gera,“ sagði dóms­mála­ráð­herra í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­um í morg­un.

Fangar kalla fangelsin „kjötgeymslur í núverandi mynd“
Er þetta boðlegt? „Ég geri fastlega ráð fyrir því að hæstvirtur dómsmálaráðherra hafi heimsótt Litla-Hraun nýlega og séð það sama og ég. Heilan helling af skemmdu og ónýtu húsnæði.“ Þetta sagði Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnum í morgun. Beindi hann spurningum sínum að Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra.

„Stærsta bygging fangelsisins Litla-Hrauns, hús fjögur, þjónar ekki tilgangi sínum og sterkar vísbendingar eru um að það sé ónýtt. Samt hefur einhvern veginn verið kvittað upp á að fangelsið sé nothæft af öðrum eftirlitsaðilum, á sama tíma og öryggismálum er ábótavant.“ Þetta sagði Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, í óundirbúnir fyrirspurnum. Beindi hann fyrirspurn sinni að Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra.

Í nýjasta þætti Kveiks var fjallaði um málefni fanga á Litla-Hrauni og ástand byggingar Litla-Hrauns. Alvarlegar athugasemdir voru gerðar við bygginguna í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem kom út í nóvember 2023. Stofnunin telur að byggingin ógni heilsu bæði starfsfólks og fanga. 

Húsnæðið ónýtt

Björn Leví gagnrýnir fyrrverandi dómsmálaráðherra fyrir að hafa hótað að loka opna fanglesinu Sogni „ef Alþingi myndi ekki leggja fram til meira fjármagn. 400 milljónir vantaði í reksturinn. Þar virtist fyrrverandi dómsmálaráðherra hafa steingleymt því að það var hann sjálfur sem lagði til fjársvelti fangelsanna til að byrja með“ sagði Björn Leví. 

„Ég geri fastlega ráð fyrir því að hæstvirtur dómsmálaráðherra hafi heimsótt Litla-Hraun nýlega og séð það sama og ég. Heilan helling af skemmdu og ónýtu húsnæði. Það hefur nefnilega ekki bara vantað fjármagn í reksturinn, heldur einnig í viðhald húsnæðis eins og fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar.“ Björn Leví spurði dómsmálaráðherra ennfremur hvort hún telji að hægt sé að uppfylla skilyrði laga um fullnustu refsinga með núverandi fjárheimildum og aðstöðu?

Guðrún sagði í svari sínu að niðurstaða Framkvæmdasýslu ríkisins væri að það svaraði ekki kostnaði „og væri í raun eins og að fleygja peningum“ að fara með 2.000 milljónir í endurbætur og viðbyggingu á Litla-Hrauni. „Það var niðurstaða mín þegar ég kom inn í ráðuneytið að hefja tafarlaust uppbyggingu á nýju fangelsi.“ Guðrún segir að það muni kosta hundruð milljónir að halda starfsemi Litla-Hrauns gangandi en að það liggi fyrir að Framkvæmdaskýrsla ríkisins telji að hægt sé að fara í nauðsynlegar lagfæringar á húsakostinum sem nú er til, til að halda starfsemi þar gangandi í fimm til sex ár. 

Laun fanga

Björn Leví spurði Guðrúnu hvort henni þætti réttlætanlegt að greiða föngum 415 krónur á klukkustund fyrir vinnu sem leiðir til þess að fangar eiga oft ekki fyrir mat. „Að sögn fanga leiðir það til þess að menn fái lánað, sem leiði til ofbeldis, kúgunar, upptöku á fatnaði og eigum. Nokkrar athugasemdir fanga sem ég hef fengið. Fangar og tengdir aðilar ganga svo langt að kalla fangelsin kjötgeymslur í núverandi mynd. Núverandi staða er þannig að allir fangar eru settar undir sama hatt. Þannig eru fangar sem eru jafnvel í mikilli neyslu og telja sig ekki hafa neina tapað, eru vistaðir í samneyti við á sömu deild og fangar sem eru í bata eða reyni að finna betrun.“ 

„Dæmi eru um að menn klári langa dóma, 24 mánuði eða lengur, án þess að hitta sálfræðing einu sinni. Lyfjameðferð er takmörkuð til að sporna við fíkniefnavanda og því er oft nauðsynlegt lyf ekki aðgengileg föngum sérstaklega til að meðhöndla athyglisbrest og ofvirkni. Sturtubúnaður fanga í húsi þrjú á Litla-Hrauni er með öllu ófullnægjandi, ekki einungis þurfa fangar að baða sig í sameiginlegu rými heldur er sturtubúnaður óvirkur og bilaður svo fangar hafa tekið til þess ráðs að baða sig með garðslöngu sem hefur verið hengd yfir slá og skilur að rými milli salernis og sturtuaðstöðu. Er þetta boðlegt? Er þetta starfhæft?“ spurði Björn Leví.

Guðrún sagðist sammála fyrirspyrjanda í þessum málaflokki og segir þessi mál hafa átt undir högg að sækja í langan tíma á Íslandi. Hún segir nauðsynlegt að bregðast við. „Það er löngu orðið tímabært að byggja nýtt fangelsi og það erum við að gera. Ég hef einnig boðað heildarendurskoðun á fullnustu kerfinu í átt til betrunar og þetta er vinna sem er að fara af stað og ég tel mjög brýna og mikilvæga.“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár