Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Fangar kalla fangelsin „kjötgeymslur í núverandi mynd“

Dóms­mála­ráð­herra tel­ur að hægt sé að halda lág­marks­við­haldi á Litla-Hrauni við til að tryggja starf­semi næstu fimm til sex ár­in. „Það er löngu orð­ið tíma­bært að byggja nýtt fang­elsi og það er­um við að gera,“ sagði dóms­mála­ráð­herra í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­um í morg­un.

Fangar kalla fangelsin „kjötgeymslur í núverandi mynd“
Er þetta boðlegt? „Ég geri fastlega ráð fyrir því að hæstvirtur dómsmálaráðherra hafi heimsótt Litla-Hraun nýlega og séð það sama og ég. Heilan helling af skemmdu og ónýtu húsnæði.“ Þetta sagði Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnum í morgun. Beindi hann spurningum sínum að Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra.

„Stærsta bygging fangelsisins Litla-Hrauns, hús fjögur, þjónar ekki tilgangi sínum og sterkar vísbendingar eru um að það sé ónýtt. Samt hefur einhvern veginn verið kvittað upp á að fangelsið sé nothæft af öðrum eftirlitsaðilum, á sama tíma og öryggismálum er ábótavant.“ Þetta sagði Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, í óundirbúnir fyrirspurnum. Beindi hann fyrirspurn sinni að Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra.

Í nýjasta þætti Kveiks var fjallaði um málefni fanga á Litla-Hrauni og ástand byggingar Litla-Hrauns. Alvarlegar athugasemdir voru gerðar við bygginguna í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem kom út í nóvember 2023. Stofnunin telur að byggingin ógni heilsu bæði starfsfólks og fanga. 

Húsnæðið ónýtt

Björn Leví gagnrýnir fyrrverandi dómsmálaráðherra fyrir að hafa hótað að loka opna fanglesinu Sogni „ef Alþingi myndi ekki leggja fram til meira fjármagn. 400 milljónir vantaði í reksturinn. Þar virtist fyrrverandi dómsmálaráðherra hafa steingleymt því að það var hann sjálfur sem lagði til fjársvelti fangelsanna til að byrja með“ sagði Björn Leví. 

„Ég geri fastlega ráð fyrir því að hæstvirtur dómsmálaráðherra hafi heimsótt Litla-Hraun nýlega og séð það sama og ég. Heilan helling af skemmdu og ónýtu húsnæði. Það hefur nefnilega ekki bara vantað fjármagn í reksturinn, heldur einnig í viðhald húsnæðis eins og fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar.“ Björn Leví spurði dómsmálaráðherra ennfremur hvort hún telji að hægt sé að uppfylla skilyrði laga um fullnustu refsinga með núverandi fjárheimildum og aðstöðu?

Guðrún sagði í svari sínu að niðurstaða Framkvæmdasýslu ríkisins væri að það svaraði ekki kostnaði „og væri í raun eins og að fleygja peningum“ að fara með 2.000 milljónir í endurbætur og viðbyggingu á Litla-Hrauni. „Það var niðurstaða mín þegar ég kom inn í ráðuneytið að hefja tafarlaust uppbyggingu á nýju fangelsi.“ Guðrún segir að það muni kosta hundruð milljónir að halda starfsemi Litla-Hrauns gangandi en að það liggi fyrir að Framkvæmdaskýrsla ríkisins telji að hægt sé að fara í nauðsynlegar lagfæringar á húsakostinum sem nú er til, til að halda starfsemi þar gangandi í fimm til sex ár. 

Laun fanga

Björn Leví spurði Guðrúnu hvort henni þætti réttlætanlegt að greiða föngum 415 krónur á klukkustund fyrir vinnu sem leiðir til þess að fangar eiga oft ekki fyrir mat. „Að sögn fanga leiðir það til þess að menn fái lánað, sem leiði til ofbeldis, kúgunar, upptöku á fatnaði og eigum. Nokkrar athugasemdir fanga sem ég hef fengið. Fangar og tengdir aðilar ganga svo langt að kalla fangelsin kjötgeymslur í núverandi mynd. Núverandi staða er þannig að allir fangar eru settar undir sama hatt. Þannig eru fangar sem eru jafnvel í mikilli neyslu og telja sig ekki hafa neina tapað, eru vistaðir í samneyti við á sömu deild og fangar sem eru í bata eða reyni að finna betrun.“ 

„Dæmi eru um að menn klári langa dóma, 24 mánuði eða lengur, án þess að hitta sálfræðing einu sinni. Lyfjameðferð er takmörkuð til að sporna við fíkniefnavanda og því er oft nauðsynlegt lyf ekki aðgengileg föngum sérstaklega til að meðhöndla athyglisbrest og ofvirkni. Sturtubúnaður fanga í húsi þrjú á Litla-Hrauni er með öllu ófullnægjandi, ekki einungis þurfa fangar að baða sig í sameiginlegu rými heldur er sturtubúnaður óvirkur og bilaður svo fangar hafa tekið til þess ráðs að baða sig með garðslöngu sem hefur verið hengd yfir slá og skilur að rými milli salernis og sturtuaðstöðu. Er þetta boðlegt? Er þetta starfhæft?“ spurði Björn Leví.

Guðrún sagðist sammála fyrirspyrjanda í þessum málaflokki og segir þessi mál hafa átt undir högg að sækja í langan tíma á Íslandi. Hún segir nauðsynlegt að bregðast við. „Það er löngu orðið tímabært að byggja nýtt fangelsi og það erum við að gera. Ég hef einnig boðað heildarendurskoðun á fullnustu kerfinu í átt til betrunar og þetta er vinna sem er að fara af stað og ég tel mjög brýna og mikilvæga.“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Kýs svo ekki verði farið með dæturnar eins og föður þeirra
5
FréttirUm hvað er kosið?

Kýs svo ekki verði far­ið með dæt­urn­ar eins og föð­ur þeirra

Þrátt fyr­ir að hafa ver­ið ís­lensk­ur rík­is­borg­ari í 12 ár hef­ur Patience Afrah Antwi ein­ung­is einu sinni kos­ið hér á landi. Nú ætl­ar hún að ganga að kjör­kass­an­um fyr­ir dæt­ur sín­ar. Mæðg­urn­ar hafa mætt for­dóm­um og seg­ist Patience upp­lifa sig sem fjórða flokks vegna brúns húðlitar. Hún fann skýrt fyr­ir því þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar, og fað­ir stúlkn­anna, veikt­ist al­var­lega fyr­ir sjö ár­um síð­an. Hann lést í fyrra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár