Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vindur fór í 28 m/s í hviðum í Reykjavík

Vind­ur úr vestri hef­ur far­ið á ógn­ar­hraða yf­ir suð­vest­ur­horn lands­ins síð­ustu klukku­stund­ir. Vind­hvið­ur hafa far­ið í 28 m/s í Reykja­vík og tíu metr­um bet­ur við Reykja­nes­vita. All­ar helstu meg­in­leið­ir að höf­uð­borg­ar­svæð­inu voru lok­að­ar um tíma.

Vindur fór í 28 m/s í hviðum í Reykjavík
Blint Íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa fengið að finna fyrir vetrarveðri í dag. Færð hefur spillst víða, aðallega í efri byggðum en fá ef nokkur útköll hafa verið vegna veðursins hjá björgunarsveitunum. Mynd: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Svo virðist sem veðurspár hafi gengið eftir á suðvesturhluta landsins og gott betur. Spáð var 15-20 metra vindhraða á sekúndu og raungerðist það víða. Þannig fóru hviður í Reykjavík í 28 m/s á mælum Veðurstofunnar milli kl. 14 og 15 í dag. Meðalvindur var þá um 17-18 m/s.

Mestur vindur á láglendi hafði kl. 16.00 í dag mælst við Reykjanesvita. Þar var meðalvindur 28 m/s og allt upp í 38 metra í hviðum. Litlu minni vindur mældist á Stórhöfða í Vestmannaeyjum og á Fróðárheiði á Snæfellsnesi. Um óyfirfarnar frumniðurstöður á vef Veðurstofu er að ræða. 

Um tíma voru allar helstu leiðir til og frá höfuðborgarsvæðinu lokaðar, m.a. Hellisheiði, Kjalarnes Mosfellsheiði og Reykjanesbraut. Sú síðastnefnda var opnuð á ný síðdegis en þar er enn stórhríð og snjóþekja, segir á kortum Vegagerðarinnar. Þar má líka sjá að 28 m/s vindur mældist í hviðum á Miðbakkanum í Reykjavík í dag.

Veðrið á að ganga niður á höfuðborgarsvæðinu um kl. 17.30 og verður gulri viðvörun Veðurstofunnar þá aflétt. Á Suðurlandi er varað við dimmum éljum og skafrenningi með lélegu skyggni fram á kvöld.  

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu