Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vindur fór í 28 m/s í hviðum í Reykjavík

Vind­ur úr vestri hef­ur far­ið á ógn­ar­hraða yf­ir suð­vest­ur­horn lands­ins síð­ustu klukku­stund­ir. Vind­hvið­ur hafa far­ið í 28 m/s í Reykja­vík og tíu metr­um bet­ur við Reykja­nes­vita. All­ar helstu meg­in­leið­ir að höf­uð­borg­ar­svæð­inu voru lok­að­ar um tíma.

Vindur fór í 28 m/s í hviðum í Reykjavík
Blint Íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa fengið að finna fyrir vetrarveðri í dag. Færð hefur spillst víða, aðallega í efri byggðum en fá ef nokkur útköll hafa verið vegna veðursins hjá björgunarsveitunum. Mynd: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Svo virðist sem veðurspár hafi gengið eftir á suðvesturhluta landsins og gott betur. Spáð var 15-20 metra vindhraða á sekúndu og raungerðist það víða. Þannig fóru hviður í Reykjavík í 28 m/s á mælum Veðurstofunnar milli kl. 14 og 15 í dag. Meðalvindur var þá um 17-18 m/s.

Mestur vindur á láglendi hafði kl. 16.00 í dag mælst við Reykjanesvita. Þar var meðalvindur 28 m/s og allt upp í 38 metra í hviðum. Litlu minni vindur mældist á Stórhöfða í Vestmannaeyjum og á Fróðárheiði á Snæfellsnesi. Um óyfirfarnar frumniðurstöður á vef Veðurstofu er að ræða. 

Um tíma voru allar helstu leiðir til og frá höfuðborgarsvæðinu lokaðar, m.a. Hellisheiði, Kjalarnes Mosfellsheiði og Reykjanesbraut. Sú síðastnefnda var opnuð á ný síðdegis en þar er enn stórhríð og snjóþekja, segir á kortum Vegagerðarinnar. Þar má líka sjá að 28 m/s vindur mældist í hviðum á Miðbakkanum í Reykjavík í dag.

Veðrið á að ganga niður á höfuðborgarsvæðinu um kl. 17.30 og verður gulri viðvörun Veðurstofunnar þá aflétt. Á Suðurlandi er varað við dimmum éljum og skafrenningi með lélegu skyggni fram á kvöld.  

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár