Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Ekkert toppar vinnubrögðin í þessu grafalvarlega máli“

Formað­ur Af­stöðu seg­ist hafa „horft upp á marga vit­leys­una þeg­ar kem­ur að föng­um með marg­þætt­an vanda“ en ekk­ert toppi vinnu­brögð­in þeg­ar kem­ur að með­ferð á fanga sem ný­lega var sjálfræð­is­svipt­ur án laga­heim­ild­ar og þving­að­ur til að taka geð­lyf. Yf­ir­lækn­ir á sama sjúkra­húsi og neit­aði mann­in­um um vist­un var í hlut­verki dóm­kvadds mats­manns í mál­inu.

„Ekkert toppar vinnubrögðin í þessu grafalvarlega máli“
„Hvert erum við komin?“ Guðmundur Ingi segir ljóst að pottur sé víða brotinn þegar kemur að meðferð þessa máls – á meðan heilbrigðiskerfið og dómskerfið deila um hver eigi að sjá um einstaklinginn sé fólk fársjúkt í fangelsi

„Þessi einstaklingur sem þegar var sviptur frelsi sínu þurfti að sætta sig við sjálfræðissviptingu og það að taka lyf gegn vilja sínum,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um fangelsismál og betrun.

Hann segir þau hjá Afstöðu hafa haft málefni mannsins til meðferðar hjá sér „en hann hefur um nokkurt skeið talið sig beittan miklum órétti. Að hans mati hafa sérfræðingar brugðist honum með röngum greiningum og í kjölfarið ólöglegum þvingunum,“ segir Guðmundur Ingi.

Reiður og ringlaður

„Hann er eðlilega mjög reiður og ringlaður en einnig sár enda má ekki betur sjá en að hann hafi haft rétt fyrir sér,“ segir hann.

„Að hans mati hafa sérfræðingar brugðist honum með röngum greiningum og í kjölfarið ólöglegum þvingunum“
Guðmundur Ingi, formaður Afstöðu

Maðurinn sem um ræðir hefur verið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni síðan í lok mars 2023. Hann hefur lagst gegn því að vera lagður inn á geðdeild og mótmælt því að taka geðrofslyf í töfluformi. Hann var sviptur sjálfræði þann 2. janúar í Héraðsdómi Reykjavíkur en Landsréttur vísaði málinu frá dómi og maðurinn því aftur kominn með sjálfræði. Í millitíðinni var hann þvingaður til að taka geðrofslyf - lyf sem hann vill ekki taka. 

„Allt rangt við þetta“

Verjandi mannsins, Ingi Freyr Ágústsson, sagði við Heimildina á föstudag að grafalvarlegt væri „að dæla lyfjum í fólk án nokkurrar heimildar. Og þetta eru sterk lyf. Það er það sem mér finnst alvarlegast í þessu,“ segir Ingi Freyr og bætir við: „Það er allt rangt við þetta.“

Ingi Freyr kærði úrskurðinn til Landsréttar fyrir hönd skjólstæðings síns. Þegar málið var fyrir héraði var aðalkrafa hans sú að málinu væri vísað frá því það ætti ekki heima hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og þar af leiðandi væri rangur aðili að krefjast sjálfræðissviptingarinnar, velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Landsréttur kemst að þeirri niðurstöðu í úrskurði þann 23. janúar að rétt varnarþing málsins sé Héraðsdómur Suðurlands og réttur aðili sveitarstjórnaryfirvöld í Árborg.

Farsjúkt fólk í fangelsi

Guðmundur Ingi segir ekki annað hægt en að vera hugsi yfir hvernig komið sé fyrir geðheilbrigðismálum fanga og sömuleiðis vinnubrögðum héraðsdómara í málinu. 

„Það er ekki hægt að meta einstakling mjög veikan en um leið segja að hann eigi heima í fangelsi en ekki á sjúkrahúsi“
Guðmundur Ingi, formaður Afstöðu

„Þá er það gríðarlega gagnrýnivert að ef umræddur einstaklingur er greindur jafn veikur og komið hefur fram að hann skuli enn vera vistaður í fangelsi. Við vitum að geðdeild hefur ekki viljað taka við honum vegna þess að samkvæmt matsmanni er hann of erfiður skjólstæðingur. Við erum þessu að sjálfsögðu ekki sammála eða því að umræddur matsmaður skuli vera yfirlæknir á sama sjúkrahúsi og neitar honum um vistun þar. Það er ekki hægt að meta einstakling mjög veikan en um leið segja að hann eigi heima í fangelsi en ekki á sjúkrahúsi. Það er bein mótsögn og hlýtur hreinlega að vera brot á sjálfsögðum mannréttindum umrædds einstaklings,“ segir Guðmundur Ingi.

„Öllum er ljóst að víða er pottur brotinn þegar kemur að meðferð þessa máls og mörgum öðrum, og á meðan heilbrigðiskerfið og dómskerfið deila um hver eigi að sjá um einstaklinginn er fólk fársjúkt í fangelsi. Hvar erum við eiginlega stödd?“ spyr hann og segist vel geta tekið undir orð Inga Freys lögmanns „um að það er bara allt rangt við þetta og að þetta er mjög alvarlegt mál.“  

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
3
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár