Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

„Ekkert toppar vinnubrögðin í þessu grafalvarlega máli“

Formað­ur Af­stöðu seg­ist hafa „horft upp á marga vit­leys­una þeg­ar kem­ur að föng­um með marg­þætt­an vanda“ en ekk­ert toppi vinnu­brögð­in þeg­ar kem­ur að með­ferð á fanga sem ný­lega var sjálfræð­is­svipt­ur án laga­heim­ild­ar og þving­að­ur til að taka geð­lyf. Yf­ir­lækn­ir á sama sjúkra­húsi og neit­aði mann­in­um um vist­un var í hlut­verki dóm­kvadds mats­manns í mál­inu.

„Ekkert toppar vinnubrögðin í þessu grafalvarlega máli“
„Hvert erum við komin?“ Guðmundur Ingi segir ljóst að pottur sé víða brotinn þegar kemur að meðferð þessa máls – á meðan heilbrigðiskerfið og dómskerfið deila um hver eigi að sjá um einstaklinginn sé fólk fársjúkt í fangelsi

„Þessi einstaklingur sem þegar var sviptur frelsi sínu þurfti að sætta sig við sjálfræðissviptingu og það að taka lyf gegn vilja sínum,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um fangelsismál og betrun.

Hann segir þau hjá Afstöðu hafa haft málefni mannsins til meðferðar hjá sér „en hann hefur um nokkurt skeið talið sig beittan miklum órétti. Að hans mati hafa sérfræðingar brugðist honum með röngum greiningum og í kjölfarið ólöglegum þvingunum,“ segir Guðmundur Ingi.

Reiður og ringlaður

„Hann er eðlilega mjög reiður og ringlaður en einnig sár enda má ekki betur sjá en að hann hafi haft rétt fyrir sér,“ segir hann.

„Að hans mati hafa sérfræðingar brugðist honum með röngum greiningum og í kjölfarið ólöglegum þvingunum“
Guðmundur Ingi, formaður Afstöðu

Maðurinn sem um ræðir hefur verið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni síðan í lok mars 2023. Hann hefur lagst gegn því að vera lagður inn á geðdeild og mótmælt því að taka geðrofslyf í töfluformi. Hann var sviptur sjálfræði þann 2. janúar í Héraðsdómi Reykjavíkur en Landsréttur vísaði málinu frá dómi og maðurinn því aftur kominn með sjálfræði. Í millitíðinni var hann þvingaður til að taka geðrofslyf - lyf sem hann vill ekki taka. 

„Allt rangt við þetta“

Verjandi mannsins, Ingi Freyr Ágústsson, sagði við Heimildina á föstudag að grafalvarlegt væri „að dæla lyfjum í fólk án nokkurrar heimildar. Og þetta eru sterk lyf. Það er það sem mér finnst alvarlegast í þessu,“ segir Ingi Freyr og bætir við: „Það er allt rangt við þetta.“

Ingi Freyr kærði úrskurðinn til Landsréttar fyrir hönd skjólstæðings síns. Þegar málið var fyrir héraði var aðalkrafa hans sú að málinu væri vísað frá því það ætti ekki heima hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og þar af leiðandi væri rangur aðili að krefjast sjálfræðissviptingarinnar, velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Landsréttur kemst að þeirri niðurstöðu í úrskurði þann 23. janúar að rétt varnarþing málsins sé Héraðsdómur Suðurlands og réttur aðili sveitarstjórnaryfirvöld í Árborg.

Farsjúkt fólk í fangelsi

Guðmundur Ingi segir ekki annað hægt en að vera hugsi yfir hvernig komið sé fyrir geðheilbrigðismálum fanga og sömuleiðis vinnubrögðum héraðsdómara í málinu. 

„Það er ekki hægt að meta einstakling mjög veikan en um leið segja að hann eigi heima í fangelsi en ekki á sjúkrahúsi“
Guðmundur Ingi, formaður Afstöðu

„Þá er það gríðarlega gagnrýnivert að ef umræddur einstaklingur er greindur jafn veikur og komið hefur fram að hann skuli enn vera vistaður í fangelsi. Við vitum að geðdeild hefur ekki viljað taka við honum vegna þess að samkvæmt matsmanni er hann of erfiður skjólstæðingur. Við erum þessu að sjálfsögðu ekki sammála eða því að umræddur matsmaður skuli vera yfirlæknir á sama sjúkrahúsi og neitar honum um vistun þar. Það er ekki hægt að meta einstakling mjög veikan en um leið segja að hann eigi heima í fangelsi en ekki á sjúkrahúsi. Það er bein mótsögn og hlýtur hreinlega að vera brot á sjálfsögðum mannréttindum umrædds einstaklings,“ segir Guðmundur Ingi.

„Öllum er ljóst að víða er pottur brotinn þegar kemur að meðferð þessa máls og mörgum öðrum, og á meðan heilbrigðiskerfið og dómskerfið deila um hver eigi að sjá um einstaklinginn er fólk fársjúkt í fangelsi. Hvar erum við eiginlega stödd?“ spyr hann og segist vel geta tekið undir orð Inga Freys lögmanns „um að það er bara allt rangt við þetta og að þetta er mjög alvarlegt mál.“  

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
„Hann sagðist ekki geta meir“
5
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár